Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 5
Auður Hauksdóttir Auður Torfadóttir Elísabet Siemsen Herdís Vigfúsdóttir Avarp formanna Þann 17. okt. s.l. voru formlega stofnuð Samtök tungumálakennara á íslandi — STÍL. Að stofnuninni stóðu: Félag dönskukennara, Félag enskukennara, Félag frönskukenn- ara og Félag þýskukennara. Hug- myndin um faglega samvinnu tungumálakennara og hugsanleg samtök þeirra hefur oft borið á góma. Bent hefur verið á að tungu- málakennarar eigi margt sameigin- legt þó þeir kenni ólík tungumál, og mætti þar nefna kennslufræðina. Kennslufræði erlendra mála er orð- in sjálfstæð vísindagrein við marga erlenda háskóla og verið er að vinna að margvíslegum rannsókn- um á þessu sviði. Hér á landi hefur þessi umræða verið í lágmarki, en vonir standa til að samtökin geti beitt sér fyrir því að staða tungu- málakennslunnar hér verði tekin til endurskoðunar, er leitt geti til árangursríkara starfs. Það sem ýtti hvað mest undir stofnun þessara samtaka nú var nauðsyn þess að tungumálakenn- arar á íslandi fengju eigið málgagn er gæti orðið vettvangur faglegrar umræðu, en það liggur í augum uppi að hvert einstakt félag hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa að slíkri útgáfu. Stjórnir fé- Iaganna hafa orðið varar við vax- andi óánægju félagsmanna utan höfuðborgarsvæðisins sem telja sig afskipta og utan við starf félaganna. Ekki er vafi á að útgáfa tímarits mun koma verulega til móts við þá. Von okkar er að tímaritið geti miðlað fróðleik og upplýsingum og jafn- framt verið vettvangur til skoðana- skipta fýrir þá er að samtökunum standa. Augljóst er að gæði tíma- ritsins eru undir því komin að kenn- arar láti sig varða efni þess og eigi frumkvæði að því að vekja athygli á ólíkum málaflokkum. Nú þegar 1. tölublað tímaritsins lítur dagsins ljós viljum við þakka ritnefndinni sem unnið hefur frábært starf. Undanfarin ár hafa félög tungu- málakennara haft með sér óform- lega samvinnu. Sumarið 1980 var haldin hér á landi samnorræn ráð- stefna um málakennslu: „Sprog - samfund - verden“ og stóðu að henni öll félög tungumálakennara. Veg og vanda af þessari myndar- legu ráðstefnu hafði Félag dönsku- kennara undir röggsamri stjórn Guðrúnar Halldórsdóttur. Sumarið 1983 sóttu 12 íslenskir málakenn- arar hliðstæða ráðstefnu í Bergen. Félög dönsku- og enskukennara hafa staðið að sameiginlegum námskeiðum og fundum um að- ferðafræði tungumála og hefur reynslan af þessu samstarfi verið með ágætum. I ljósi þess var ákveðið að vinna áfram á sömu braut og efla þannig samtakamátt tungumálakennara. Önnur hagsmunamál sem allir tungumálakennarar ættu að geta sameinast um að vinna að eru: — menntun kennara — bætt aðstaða til málakennslu í íslensku skólakerfi — gagna- og upplýsingamiðlun — gerð kennsluefnis fyrir ís- lenska skóla — samstarf við hliðstæð samtök erlendis. Breytt heimsmynd í kjölfar tækni- þróunar gerir sífellt meiri kröfur um haldgóða tungumálakunnáttu. Kennsla erlendra mála hefur verið hálfgerð hornreka í íslenska skóla- kerfinu, en von okkar er að kenn- arar geti stuðlað að því í sam- einingu að tungumálakennslan fái þann sess sem henni ber og að í alvöru verði unnið að því að gera hana sem árangursríkasta. Auður Hauksdóttir Auður Torfadóttir Elísabet Siemsen Herdís Vigfúsdóttir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.