Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 32
MiÖaÖ viö aörar tölvur, sem viÖ þekkjum, er einfaldast aÖ læra á og nota Macintosh Þannig hljóðar niðurstaða blaða- manns Consumer Reports, virtasta neytendablaðs Bandaríkjanna. Þegar hlutlausir aðilar taka svo til orða, í tímariti sem ekki má vamm sitt vita, þá er ljóst að umfjöllunar- efnið er óvenjulegt. Það er Macintosh sannarlega, eins og marka má af niðurlagi greinar- innar: „Macintosh sannar að Apple hefur tekist að smíða tölvu sem er geysilega fjölhæf og sérlega einföld í notkun.“ Við í Radíóbúðinni erum harla ánægð með þennan dóm. En eigin- lega förum við hjá okkur að lesa þessa hástemmdu lýsingu. Við skiljum þó viðbrögð blaðamannsins manna best. Því að þeir sem setjast fyrir framan Macintosh í fyrsta sinn verða hugfangnir. Þú hugsar: „Þetta er tölva sem skilur mig.“ Eftir klukkustund ertu farinn að vinna að raunverulegum verkefnum og að tveimur stundum liðnum eru Macin-. tosh og þú orðnir aldavinir. Það er ekkert skrýtið þó blaða- maðurConsumer Reports hafi reynt að líkja Macintosh við eitthvað ann- að en tölvu. Hann fann bara ekki nógu góð orð. Skipholti 19, Reykjavik,S:29800

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.