Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 28
Bækur Dansk.... uden problemer í haust kom út hjá Máli og menningu ný kennslubók í dönsku fyrir framhaldsskóla. Höfundar bókarinnar eru þær Hafdís Ingvars- dóttir og Kirsten Friðriksdóttir kennarar við Verzlunarskóla ís- lands. í bókinni, sem er 204 síður, er að finna mislanga og þunga texta, og málnotkunaræfingar í tengslum við þá. Bókinni fylgir hlustunarefni á snældu. Textarnir eru úr ýmsum áttum og birtast í upprunalegri gerð t.d. fylgja myndir auglýsingum, sendibréf er handritað, leturgerð er mismunandi o.s.frv., en fyrir vikið er yfirbragð bókarinnar létt og lifandi. Efni bókarinnar er ekki síður marg- breytilegt, má þar nefna kynningu á Danmörku, íþróttir, tölvur, ferða- lög, afbrot og listir. Textarnir eru t.d. sóttir í dagblöð, tímarit og fræði- rit og eru ekki skrifaðir sem kennsluefni. Pað eru nánast engir bókmenntatextar og kemur það því í hlut kennarans að velja smásögur og skáldsögur eftir því sem hann telur skynsamlegt. I tengslum við textana eru mál- æfingar af ýmsu tagi: hlustunaræf- ingar, talæfingar, skriflegar æfingar og (ýmsar) æfingar sem þjálfa texta- skilning, svo sem efnisspurningar, fjölvalsspurningar, endursagnir og innfyllingaræfingar. Auk þess eru mismunandi óbundnar æfingar þar sem reynir á frumkvæði nemandans sem málnotanda. Honum ert.d. gert að skrifa kvörtunarbréf út frá ákveðnum forsendum, leika eða líkja eftir tilteknu hlutverki, láta í ljós skoðanir sínar o.s.frv. Loks má nefna áhugavert æfingarform „púsl- þraut“, þar sem nemendur vinna saman í hópum að lausn verkefnis, en þá og því aðeins er hægt að leysa þrautina, að allir hópar leysi verk sitt af hendi. Bókin hefur að geyma misþunga texta um sama eða svipað efni, svo allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi. Reynt er að tengja færnisþjálfunina eðlilegri málnotkun og að nemend- ur noti kunnáttu sína í málinu við hinar ólíkustu aðstæður. Höfundar Dansk .......... uden problemer eru báðir reyndir dönsku- kennarar og gjörþekkja dönsku- kennsluna í framhaldsskólum. Lengi hefur vantað kennslubók í dönsku og er því mikitl fengur í, að fá loks kennslubók, sem miðast við þarfir íslenskra framhaldsskóla. Auður Hauksdóttir Tag fat Höfundar Brvnhildur Ragnarsdóttir Jóna Björg Sætran Þórhildur Oddsdóttir Ný kennslubók í dönsku fvrir 9. bekk er nýkomin út hjá Máli og menningu. Hún kom út í haust um mánaðamótin ágúst - september, rétt í þann mund. sem skólarnir hófu vetrarstarf sitt. Ég fékk bókina því miður ekki í hendur fvrr en um leið og hún kom út. Ég het'i lesið hana, en einungis kennt hana í rúman mánuð þegar þetta er skrifað. Ég mun fjalla um bókina sem kennari og hve kennsluhæf mér finnst hún vera. Petta er stór og glæsileg bók í stóru broti A4. 206 blaðsíður. Hún er einnota. þ.e.a.s. textabók og vinnubók eru í sömu bókinni. Bókin skiptist í 9 þemu sem heita: 1. Töjogmode 2. Underholdning 3. Berömthed 4. Sport 5. Skole og erhverv 6. Kriminalitet 7. Mad og restauranter 8. I ferien 9. Uheld og ulvkker Allt er þetta efni sem ég veit af revnslu minni sem dönskukennari á unglingastigi að unglingar hafa áhuga á. Höfundar segja í formála: „Pessi bók á að koma til móts við óskir nemenda um námsefni, sem snertir áhugasvið þeirra og inniheldur orðaforða, sem ætla má að nýtist þeim í námi og/eða samskiptum við Norðurlandabúa." Það hefur ekki verið um auðugan 28

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.