Málfríður - 15.09.1999, Qupperneq 3

Málfríður - 15.09.1999, Qupperneq 3
Ritstj órnarrabb Tölvunotkun í tungumálakennslu skipar stóran sess í Málfríði að þessu sinni. Bryn- hildur A. Ragnarsdóttir ríður á vaðið og skrif- ar áhugaverða grein um tilraunaverkefni í sænsku- og norskukennslu. Hér er um að ræða tungumálavef fyrir nemendur og útskýrir Brynhildur uppbyggingu vefsins og kennslu- umhverfi og tíundar einnig kosti og galla slíkrar fjarkennslu. Þórhildur Rúnarsdóttir skrifar grein um Internetnotkun í tungumálakennslu. Þar fjallar hún um hvernig hægt er að nota Internetið í þýskukennslu. Hrafnhildur Tyggvadóttir segir frá námskeiði fyrir frönskukennara þar sem fjallað var um hvernig hægt væri að láta nem- endur vinna eigin vefsíður. Laufey R. Bjarnadóttir segir frá vel heppn- uðu enskukennaranámskeiði í Bath um menningamiðlun í enskukennslu. Hugmynda- bankinn í umsjá Agústu Elínar Ingþórsdóttur kemur einnig inn á menningarmiðlun. Þar ber Internetið aftur á góma og er Berlín þema verkefnisins. Orðaforðahorn Auðar Torfadóttur er á sínum stað, en í þetta sinn hefur Auður fengið Margo Renner til að sjá um það. Jórunn Tómasdóttir segir frá námskeiði sem hún sótti í Frakklandi þar sem einnig var fjallað um tölvunotkun í tungumálakennslu. Rétt er að ljúk þessu ritstjórnarrabbi með því að minna lesendur á alþjóðlega ráðstefnu STIL sem haldin verður árið 2000 um mark- mið, viðfangsefni, kennsluhætti og árangur af kennslu erlendra tungumála. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Fjöltyngi er ^ölkynngi. I blaðinu er jafnframt auglýst eftir fyrirlesurum á ráðstefnuna og hvetjum við alla sem telja sig hafa eitthvað fram að færa á þessum vettvangi að bregðast vel við og gefa kost á sér. Ritnefndin óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Forsíða: Sigrún Hreinsdóttir, nemandi í Ölduselsskóla í Breiðholti. Efnisyfirlit Brynhildur A. Ragnarsdóttir: Norsku og sænskukennsla á neti. Tilraunaverkefni................................ 4 Þórhildur Rúnarsdóttir: Internet í tungumálakennslu..................... 8 Hrafnhildur Tryggvadóttir: Krækjur í þágu ritunnar — „l’hypertexte au service de l’écriture".......15 Laufey R. Bjarnadóttir: Vel heppnað enskukennaranámskeið í Bath. . 18 Orðaforðahorn Auðar Tofadóttur: „Greek and Latin Word Elements in Learning Vocabulary“ eftir Margo Renner................20 Hugmyndabanki: „Alle Wege nach Berlin" eftir Agústu Elínu Ingólfsdóttur.................................22 Jórunn Tómasdóttir: Sumarnámskeið í Frakklandi....................29 Málfríður, tímarit samtaka tungumálakennara, 2. tbl. 1999. Utgefandi: Samtök tungumálakennara á Islandi. Abyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Asmundur Guðmundsson Guðbjörg Tómasdóttir Ingunn Garðarsdóttir Kristín Jóhannesdóttir Steinunn Einarsdóttir Prófarkalestur: Gunnar Skarphéðinsson Umbrot, prentun og bókband: Steinholt ehf. HeimiHsfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík. 3

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.