Málfríður - 15.09.1999, Page 5
ve competence), menningu og sögu lands-
ins, jafnhliða því að þeir noti tæknina til
þess að viðhalda tengslum sínum við dag-
legt líf í Noregi/Svíþjóð (cultural
competence). Einnig er gert ráð fýrir að
nemendur verði meðvitaðir um eigið
námsferli og hvernig þeir geti sjálfir styrkt
og bætt kunnáttu sína (metacognition).
Meginmarkmið verkefnisins eru:
* að koma til móts við nemendur á mis-
munandi getustigi.
* að sjá til þess að nemendur í norsku
eða sænsku geti stundað allt skyldunám
sitt innan veggja síns heimaskóla, á
skólatíma.
* að sjá til þess að allir nemendur í
norsku og sænsku sitji við sama borð
hvað námsefni og gæði kennslunnar
varðar.
* að auka þátttöku foreldra í námi barn-
anna, þar sem foreldrarnir eru yfirleitt
beinn tengiliður þeirra við tungu og
menningu þessara landa.
* að stuðla að því að nemendur eigi þess
kost að mynda tengsl sín á milli, þrátt
fyrir landfræðilegan aðskilnað.
* gera nemendum kleift að kynnast því
sem efst er á baugi í löndunum tveim
og styrkja þar með tengsl þeirra við
land og þjóð.
Jafnframt hefur kennsla, með stuðningi
vefsins, þann kost að nemendur læra að
nota tölvu, tölvupóst, ráðstefnukerfi og
netið til upplýsingaleitar og útgáfu á verk-
efnum. Þarna fer því fram virk og náin
samþætting greina.
Uppbygging vefsins
Vefurinn er hýstur af ísmennt og vefráð-
stefnukerfi þeirra er notað. Hann skiptist í
upplýsingavef og kennsluvef. A upplýs-
ingavefnum er gerð grein fýrir því ítarefni
sem tiltækt er á vegum kennsluráðgjafar,
námslýsingum, samstarfsaðilum, og öðru
því sem lýtur að tungumálunum tveimur,
ásamt upplýsingum til foreldra. Upplýs-
ingavefurinn verður öllum opinn.
Kennsluvefurinn byggir á gagnvirkum
vefverkefnum, stýrðum vefleiðöngrum,
ráðstefnuvef og stuðningsverkefnum við
hefðbundið námsefni í þessum tungumál-
um. Kennsluvefurinn er lokaður öðrum
en nemendum, kennurum og foreldrum.
Námsefninu er skipt upp í þemu, hvert
þeirra er 2—3ja vikna vinna. Miðað er við
að nemendur geti sinnt náminu í net-
tengdri tölvu á bókasafni eða tölvuveri á
sama tíma og skólafélagar þeirra eru í
dönsku og þar með tvöfaldað vinnu-
stundafjölda sinn í greininni frá núverandi
fýrirkomulagi.
Vefurinn er þannig úr garði gerður að
nemendur eiga auðvelt með að tengjast
vefjum í Noregi eða Svíþjóð. Þeir eru í
sífelldri endurskoðun og hafa ætíð að
geyma nýjustu upplýsingar og auðga því
og bæta hefðbundið námsefni og auð-
velda nemendum að vera í beinum
tengslum við það sem efst er á baugi í
hvoru landi.
Vefurinn er
þannig úr garði
gerður að nem-
endur eiga auð-
velt með að
tengjast vefjum
í Noregi eða
Svíþjóð.
Kennsluumhverfið
* Vefur með verkefnum og textum, sem
oftast hafa krækjur og tilvísanir í aðra
vefi sem eru hluti af lesefni nemenda
og efni í sjálfstæð verkefni. A hverri
síðu er vísað í veforðabók sem auð-
veldar nemendum vinnu á beinni línu
(online).
* Ráðstefna, þar sem fram fara samskipti
kennara og nenrenda, einnig nemenda
í milli og þar leggja þeir inn skrifleg
verkefni. Þar er einnig vettvangur sam-
starfs, fýrirspurna og óformlegra sam-
skipta nemenda (frímínútur). Ahersla
er lögð á að öll samskipti fari fram á
rnálinu. Ráðstefnuvefurinn hefur einnig
þann kost að nemendur kynnast inn-
byrðis, geta unnið saman og unnt er að
koma á „bekkjaranda“ þótt nemendur
sitji ekki hlið við hlið.
* Uppsláttartafla, þar sem stærri sjálfstæð
verkefni sem nemendur hafa unnið
undir leiðsögn kennara eru lögð út á
vefinn.
* Vandaðar spjallrásir sem nemendur