Málfríður - 15.09.1999, Page 7

Málfríður - 15.09.1999, Page 7
Verkaskipting: Gry Ek Gunnarsson hefur haft veg og vanda af inntaki vefsins í heild og semur verkefnin í norsku með aðstoð frá Björg Juhlin og Brynhild Mathisen. Að auki annast hún umsjón með tilraunakennslu og uppbyggingu vefsins. Ingegerd Narby semur verkefnin í sænsku með aðstoð frá Petru Högnas, Sigrúnu Hallbeck og Elisa- beth Alm. Af hálfu Menntanetsins hafa Þorvaldur Pálmason og Jóna Pálsdóttir annast það sem að útliti vefsins snýr, ásamt ráðgjöf í því sem lýtur að kennslufræði fjarnámsins og undirrituð hefur haft verk- efnisstjórn með höndum. Samstarfshópurinn bindur vonir við að þessi nýbreytni í kennsluháttum muni verða til þess að efla norsku- og sænsku- kennslu innan íslensks skólakerfis og auka trú manna á að nýir miðlar verði til þess að jafna aðstöðu nemenda í ýmsum grein- um og á ýmsum skólastigum án tillits til búsetu. Brynhildur A. Ragnarsdóttir har@ismennt.is Nordisk sprogkonsulent Nordens hus Tel: +354 562 0167 101 1S Fax: +354 552 6416 m\ » .........* Við auglýsum eftir fyrirlesurum Frá 21 -24. júní, sumariS 2000 mun STÍL, samtök tungumála- kennara á Islandi standa fyrir ráSstefnu á vegum norrænu-baltísku deildar alþjóðasambands tungumálakennara. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Fjöltyngi er fjölkynngi. Fyrirlestrar þurfa að fara fram á ensku. Fyrirlesari þarf að halda fyrirlestur fyrir hádegi og standa fyrir málstofu síðdegis. STÍL auglýsir hér með eftir fólki sem hefur áhuga á að halda fyrir- lestur um efni sem tengist einkunnarorðum ráðstefnunnar. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendi tillögur til Jórunnar Tómasdóttur, Vatnsholti 5c, 230 Keflavík. Geta skal nafns, starfs, menntunar, starfsreynslu, titils á efni sem fjalla skal um, lýsingu á innihaldi og efnistökum (ein síða A-4).

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.