Málfríður - 15.09.1999, Qupperneq 11

Málfríður - 15.09.1999, Qupperneq 11
um dýr er unnin fyrir þýskukennslu og er að finna á vefsíðunni LernNetz Deutsch: http://www.skolinternet.telia. se/TIS/tyska/tiereframe.htm I greininni eru dýranöfnin sem krækjur (hypertext), þegar smellt er þar á sést mynd af dýrinu og heiti þess. Mitt uppáhaldslesefni á vefnum er hins vegar á vef Goethe Institut og er kallað Kaleidoskop.4 Þetta efni er einnig ætlað til landkynningar (Landeskunde) og fjallar um hversdagslíf í Þýskalandi í dag, hægt er að velja um viðfangsefni eins og vettvang- ur,fólk, helgisiðir og hátíðir o.fl. Undir hveiju viðfangsefni eru margir kaflar, tökum sem dæmi kaflann ‘vettvangur’, þar er m.a. hægt að velja viðfangsefnið ‘morgunverð- arborð’, textinn fjallar um hvernig Þjóð- veijar borða morgunmat og á mynd af morgunverðarborði er heiti á hverjum hlut á borðinu. Lesandinn getur sent tölvupóst á vefsíðuna og sagt frá hvernig þetta sé í sínu landi, hann er síðan birtur á vefnum og hægt að fá hann leiðréttan fyr- ir birtingu. Vefurinn býður líka upp á kennsluleiðbeiningar fýrir kennara, þeir senda sjálfir tillögur að kennsluleiðbein- ingum sem eru birtar á vefnum. Kennar- ar og nemendur geta sent tillögur urn efni, eitt af þeim efnum sem tekið var upp eft- ir ábendingu frá kennara er kafli sem heit- ir morgunsnyrting (Morgentoilette) og er þar fjallað um hvað er gert á klóinu á morgnana, bursta tennur o.s.frv. Vefstjór- inn hefur einnig beðið kennara um að gera mat á vefsíðunni, það er birt á vefn- um og unnið að endurbótum í samræmi við þær. Þetta er vefsíða sem er byggð á samstarfi notendanna, bæði kennara og nemenda um allan heim. Vefsíðuna er bæði hægt að nýta í kennslustofunni og í sjálfsnámi, möguleikar vefsins eru nýttir til fulls og við eigum vonandi eftir að sjá fleiri svona kennslusíður í framtíðinni. Ritun. Mikið er af ritunaræfmgum á vefnum en ekki eru allar gagnvirkar, þ.e. með leiðréttingum. Meira er af ritunaræf- ingum fýrir byrjendur en lengra komna, byrjendur skrifa styttri setningar sem er hægt nánast einungis að skrifa á einn veg. Fyrir lengra komna eru skapandi ritun- aræfmgar æskilegri og þær er erfitt að hafa gagnvirkar, nema þá í samskiptaverkefnum gegnum tölvupóst. Þá ætti maður líka að velta fýrir sér hvað sé betra við að hafa æf- inguna veftengda (online) en einfaldlega prentaða útgáfu af henni. Hins vegar er hægt að finna á vefnum mikið af efni til að skrifa um og nýta hann til upplýsingaöfl- unar í ritgerðir. En fyrir sjálfsnám er ritun- arþátturinn erfiður viðureignar. Málfræði. Mikið er af einstökum mál- fræðiæfingum á vefnum en það vantar heildarmynd á þær, t.d. þarf að leita lengi til að finna ákveðnar æfingar sem eru síð- an stuttar og ekki erfiðisins virði. Sumar vefsíður bjóða þó upp á söfn af málfræði- æfingum, en þau eru ekki tæmandi og ekki stór. Málfræðiæfingarnar eru með leiðréttingum sem hægt er að kalla upp hvenær sem er, og það væri möguleiki að benda þeim sem eru í erfiðleikum með ákveðin málfræðiatriði að leysa ákveðnar æfingar á netinu. Kennarinn yrði þó að hafa ákveðnar æfingar í huga því þær eru misjafnar að gæðum. Utskýringarnar í æfingunum eru síðan yfirleitt á ensku eða öðru erlendu máli svo ensku- eða dönsku- kunnátta er nauðsynleg til að geta nýtt sér þær. Hins vegar gæti kennarinn búið til æfingar og sett á vefinn, t.d. býður vefur Goethe Institut upp á sérstakt forrit sem býr til æfingar fyrir vefinn á nokkrum sek- úndum. Það eina sem þarf að gera er að slá inn texta, forritið sér um afganginn. Landkynning (Landeskunde). Á vefn- um er hægt að finna mikið af efni um menningu og þjóð, t.d. blaðagreinar, upp- lýsingar um hina ýmsu staði, fólk og at- burði.Vinsælt efni er kynning á ákveðnum stað, þar sem nemendur eiga að finna stað- reyndir um staðinn á vefnum, dæmi um þetta er sýnt hérna á eftir í verkefninu „ferðalag“. Einnig er hægt að afla upplýs- inga um líf fólks í landinu, bæði í gegnum unglingatímarit eins og Jetzt-online en þar eru textar sem unnir eru sérstaklega fyrir Vefur Goethe Institut býður upp á sérstakt forrit sem býr til æfingar fyrir vefinn á nokkrum sekúndum. 11

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.