Málfríður - 15.09.1999, Síða 12
Mikið er af
skemmtilegum
verkefnum og
leikjum á vefn-
um sem æfa
marga þætti
málakennsl-
unnar.
12
þýskukennslu. Hægt er að fmna efni um
þýska tónlist og tónlistarfólk og jafnvel
hlusta á einhver lög á síðunni. Einnig eru
margir skólar með heimasíðu sem birta
m.a. skólatímarit og aðrar upplýsingar um
félagslíf í skólanum, en þær gæti verið at-
hyglisvert að skoða og gera samanburð á
heimaskólanum. Fyrir þetta viðfangsefni
er hægt að finna hvað sem er á vefnum og
auðvelt að spila það eftir því sem nemend-
ur hafa áhuga á.
Orðaforði. Orðaforðaæfmgar eru í miklu
magni á vefnum en því miður margar sem
ekki eru gagnvirkar og eru frekar einhæfar
og leiðinlegar. Þær fylgja oft lesefninu eins
og í prentuðu kennsluefni, en ég vildi sjá
meira af orðaforðaæfingum með myndum
og krækjum (hypertext). Eitthvað er af
krossgátum á vefnum fýrir byijendur í mál-
inu. Þær æfingar gætu alveg eins verið í
kennslubókunum, nema á vefnum er hægt
að fá hjálp með fyrsta stafinn eða orðið og
hægt er að gera krossgátuna aftur og aftur.
Internetverkefni fyrir tungu-
málakennslu.
Mikið er af skemmtilegum verkefnum og
leikjum á vefnum sem æfa marga þætti
málakennslunnar. Þessi verkefni eru bæði
hugmyndir frá einstaka kennurum og til-
búin kennsluverkefni frá skólum eða
stofnunum út um allan heim. Þau lífga
upp á kennsluna, eru tilbreyting frá
kennslubókunum en geta líka tengst því
efni sem þar er og þær nýta möguleika
vefsins til hins ýtrasta. Hér eru nokkur
dæmi um verkefni:
Ferðalag:
í þessu verkefni eru nokkrar þýskar borg-
ir valdar sem áfangastaðir. Ykkar verkefni
er að safna staðreyndum um borgina og
segja bekkjarfélögum ykkar hvað hægt er
að upplifa þar.
Ytri skilyrði: Hópvinna 4-5 í hverjum
hóp. Lengd: um 3 vikur, vinna í skólanum
og heimavinna.
Aðferð:
• Myndið hópa.
• Kynnið ykkur hvaða borgir eru í boði
og veljið eina úr.
• Kannið staðinn, þið getið t.d. svarað
eftirfarandi spurningum: hvar liggur
staðurinn? I hvaða héraði (Bundes-
landi)? Er fljót, fjall o.fl nálægt borg-
inni? Skoðið staðinn á korti (sem hægt
er að sjá finna á vefnum). Hve stór er
borgin? Hve margir íbúar eru í borg-
inni? Hvað er hægt að skoða í borg-
inni? Veljið 3—4 staði sem vert er að
skoða, og þið getið sagt félögum ykkar
frá. Eitthvað fleira athyglisvert...
• Fyrirlestur í bekknum eða fýrir aðra
hópa. Skrifleg skil til kennara, stutt.
(Sbr. Jánen, Johannes. LernNetz
Deutsch: Tourist in deutschen
Stádten.: http://www.sko linter-
net.telia.se/TIS/tyska/tourist.htm )
Einnig væri hægt að skipuleggja ferð um
erlent land, ákveða hvaða staði á að heim-
sækja og kynna þá, ákveða hvernig er
hægt að komast á milli staða, t.d. er hægt
að fara á heimsíðu Deutsche Bahn og
kynna sér ferðir lestanna. Mörg hótel eða
farfuglaheimili eru með heimasíður og
hægt væri að ákveða gististaði á ferðalag-
inu ogjafnvel skoða veitingahús,bari,leik-
hús o.fl. í hverri borg. (Sbr. Frischherz,
Bruno og Lenz, Peter: Deutsch lernen mit
dem WWW: 10 Lernideen. Úr:
Fremdsprache Deutsch, Sondernummer
1996).
Áhugamál. Hægt er að vekja áhuga
nemenda á málinu með því að höfða til
áhugamála þeirra, vandamálið við verkefni
tengd áhugamálum er að þau eru mis-
munandi og æfingin fellur um sjálfa .sig ef
viðfangsefni sem nemendur hafa engan
áhuga á eru valin. Hér eru dæmi um tvö
verkefni sem höfða til mismunandi áhuga-
mála ungs fólks:
Kvikmyndir:
1. Hvaða kvikmyndir er verið að sýna í
Þýskalandi og hveijar eru væntanlegar?
2. Berið saman hvaða myndir eru í kvik-
myndahúsum í heimalandinu annars