Málfríður - 15.09.1999, Side 18
Vel heppnað enskukennaranámskeið í Bath
Laufey R. Bjarnadóttir
Dagana 8,—18. júní sl. dvaldist ég ásamt 23
öðrum íslenskum enskukennurum í Bath
í Englandi og tók þar þátt í námskeiði við
háskólann (University of Bath). Flest
bjuggum við á heimavist á háskólasvæð-
inu og líkaði það vel, herbergi voru góð,
^ með eldunaraðstöðu, og stutt var að fara „í
skólann" .
Námskeiðið var skipulagt sérstaklega
fyrir okkur og hafði Félag enskukennara á
Islandi veg og vanda af undirbúningi þess
í samvinnu við kennara enskudeildar há-
skólans í Bath. I broddi fylkingar var frá-
farandi formaður félagsins, Gerður Guð-
mundsdóttir. Námskeiðið bar yfirskriftina
Bringing Culture into the Classroom og fjall-
aði um breska menningu og leiðir til að
tengja hana kennslunni.
Við vorum í skólanum frá kl. 9—12:30
og eftir hádegið var farið í skoðunarferðir
þrjá daga í viku. I kennslustundum var
fjallað um ýmsar hliðar breskrar menning-
ar með áherslu á Bath og svæðið þar í
kring. Meðal annars hélt ferðamálafulltrúi
Bath erindi um ríkjandi viðhorf í ferða-
þjónustu í borginni, þar sem áhersla er
lögð á að varðveita umhverfið og merka
staði sem þó eru gerðir aðlaðandi fyrir
ferðamenn. Einnig má nefna ágætan fyrir-
lestur um breska skólakerfið og viðhorf
breskra stjórnmálamanna til skólamála á
undanfornum árum, og auk þess kynnti
fræðslufulltrúi frá háskólanum í Bath
möguleika til framhaldsnáms við skólann.
Eitt af því sem mér þótti áhugavert í
umfjöllun um enska málnotkun var það
sem á ensku er nefnt „political correct-
ness“ eða „non-discriminatory language
use“ (viðeigandi orðaval eða fordómalaus
málnotkun). Með því að nota þessi hug-
tök er hvatt til málnotkunar þar sem bor-
in er virðing fyrir fólki af mismunandi
þjóðerni og trúarbrögðum, litarhætti og
kynferði, og þess gætt að særa ekki minni-
hlutahópa, til dæmis samkynhneigða og
fatlaða. Ekki eru þó allir sammála um
hversu langt þessi kurteisi skuli ganga og
þykir sumum nóg um. Samkvæmt þessu
þykir ekki lengur heppilegt að tala um
headmaster eða headmistress, heldur þykir
Greinarhöfundur ásamt Guðnýju Pálsdótur, nýkjörnum formanni Félags enskukennara á Islandi, við heitu böðin t
Bath.
18