Málfríður - 15.09.1999, Page 22
Hugmyndabanki: „Alle Wege nach Berlin6í
Agústa Elín Ingþórsdóttir
Sú meginhug-
mynd sem ég
hafði að leiðar-
ljósi við undir-
búningsvinnu
mína var að
nemendur
fengju tilfinn-
ingu fyrir borg-
inni.
22
I marsmánuði þessa árs var ég um tveggja
vikna skeið við æfingakennslu í Mennta-
skólanunr við Hamrahlíð. Kenndi ég
meðal annars þýska 203 þar sem fjallað var
um Berlín í einum kafla kennslubókarinn-
ar Themen neu 1. Þar sem ég hafði búið í
Berlín fyrir fall múrsins var það ögrandi
viðfangsefni að reyna að miðla broti af því
sem sú borg hefur upp á að bjóða á áhuga-
verðan og lifandi hátt til nemenda. Að taka
nemendur með mér í ævintýri á göngu-
för.
Segja má að ég hafi tekist á við þetta
efni sem nokkurs konar þema, þema sem
hægt væri að útfæra á ýmsa vegu með
nemendum á lengri tíma en þeim tveim
vikum sem æfingatímabilið stóð yfir.
Nemendur gætu t.d. unnið í hópvinnu að
möppu eða plakati um borgina.
Sú meginhugmynd sem ég hafði að
leiðarljósi við undirbúningsvinnu mína
var að nemendur fengju tilfinningu fyrir
borginni, sögu hennar og íbúum fýrr og
nú, sögufrægum stöðum og byggingum.
Að örva öll skilningarvit þeirra til að taka
á móti nýjum fróðleik og nýta sér það sem
þau vissu fýrir, til að úr skapaðist bæði lip-
ur og menntandi samleikur.
Yfirmarkmið Berlínarþemans voru því
þau að nemendur kynntust heimsborginni
Berlín og fengju innsýn í valda þætti
menningar hennar og sögu. Undirmark-
miðin voru tengd efni kennslubókarinnar
sem ég leyfði mér að krydda eins og efni
stóðu til í það og það skiptið. Mér fannst
mjög mikilvægt að koma með mikið af
heimatilbúnu efni til að glæða kennsluna
auknu lífi, til að fá stafi kennslubókarinn-
ar til að „hoppa upp úr bókunum“ og
færa námsefnið nær nemendum. Hvort
tveggja taldi ég vænlegt til að vekja áhuga
hjá nemendum og tengja lesefni raun-
veruleikanum. Þetta viðbótarefni sótti ég í
smiðju Internetsins og þýska menningar-
setursins, auk þess að glugga í ýmsar ljóða-
bækur. Fylgir hér stutt lýsing á umfjöllun
minni. Það skal tekið fram að efni það,
sem ég vann sjálf og þallaði um, var tengt
efni kennslubókar.
1. dagur:
• Nemendur spurðir hvað þeir viti um
Berlín, stikkorð skissuð á töflu.
• Fræðslumynd sýnd um Berlín (fáanleg
hjá þýska menningarsetrinu) — rætt
saman um valin atriði á myndbandi.
Kveikja til að vekja áhuga hjá nemend-
um og tengja lesefni raunveruleikanum
með sjónrænni upplifun.
• Hér notaði ég einnig myndefni fengið
af Internetinu sem ég prentaði beint yfir
á glærur1; t.d. af Herta Berlin fótbolta-
leikvanginum, þar sem Islendingurinn
Eyjólfur Sverrisson leikur, til að fá fleiri
nemendur en þá sem yfirleitt voru vilj-
ugastir til að svara og tjá sig.
2. dagur:
• Kveikja: Glæra með mynd af hljóm-
sveitinni Rammstein sett á myndvarpa
(rnynd fengin af geisladiski eða Inter-
netinu) — nemendur spurðir hvort þeir
kannist við þá sem á myndinni eru —
umræður.
• I því framhaldi má nota t.d. textann
„Engel“ (ekki eru allir textar hljóm-
sveitarinnar boðlegir hvað innihald
varðar) til að þjálfa nemendur í að setja
inn forsetningar. Hér er því hægt að
tengja tvennt saman, þ.e. að nota tónlist
til að vekja áhuga nemenda, í þessu til-
felli á því sem frá Berlín kemur, en
hljómsveitarmeðlimir koma flestir frá
fýrrverandi austurhluta Berlínar, og þjálfa
nemendur í málfræðiatriðum.
• Fyrst fengu nemendur textann (fýlgir
geisladisknum en er einnig hægt að
nálgast á Internetinu) án forsetninga og
áttu að setja inn rétta forsetningu. Síðan
var farið yfir verkefnið sameiginlega á