Málfríður - 15.09.1999, Qupperneq 29

Málfríður - 15.09.1999, Qupperneq 29
Sumarnámskeið í Frakklandi Fyrir milligöngu Monsieur Emmanuel Mannoni, menningarfulltrúa franska sendiráðsins í Reykjavík varð ég svo ljón- heppin að hljóta styrk til að fara á nám- skeið í Frakklandi í sumar. Námskeiðið var á vegum BELC, Bureau pour l'En- seignement de la Langue et des Cultures, sem er afar virt stofnun innan franska menntakerfisins. Það var haldið í háskól- anum í Caen í Normandie og stóð í ijór- ar vikur. Námskeiðið sóttu um 360 frönskukennarar frá 73 þjóðlöndum þann- ig að hópurinn var virkilega litríkur og fjölbreytilegur. Við bjuggum öll saman á háskólagarðinum, mötuðumst saman í mötuneytinu þrisvar á dag, vorum saman í kúrsum frá morgni til kvölds án þess að nokkurn tímann bæri skugga á samskipt- in. Eg var eini Islendingurinn í hópnum og var það mér fremur til góðs. Eg var nauðbeygð til að leggja eigið móðurmál á hilluna og notast eingöngu við frönskuna sem tjáningarmiðil í heilan mánuð. Þótt ekki hefði komið fleira til hefði það eitt nægt til að gera mér námskeiðið árangurs- ríkt. En auðvitað kom margt fleira til. Námskeiðið var þaulskipulagt frá morgni til kvölds. Þátttakendur völdu sér tvo kúrsa á morgnana frá kl. 8.15 til kl. 12.30, síðan einn kúrs síðdegis frá kl. 16.30 til kl. 18.30 og á kvöldin var annað- hvort hægt að velja sér kúrs frá kl. 20.30 til kl. 22.30 ellegar stunda jógaleikfimi og andlega jafnt sem líkamlega slökun. Ekki veitti nú af. Kvikmyndasýningar voru ein- nig tvö kvöld í viku og voru þá að sjálf- sögðu eingöngu sýndar franskar kvik- myndir og fóru fram umræður um þær eftir sýningu. Tilsögn í tölvunotkun fór fram eftir hádegismatinn milli kl. 14.30 til kl. 16.30. Hver stund var skipuð og mað- ur gat því í raun verið upptekinn við námið frá morgni til kvölds í orðsins fyllstu merkingu. Margir kúrsar voru í boði hver öðrum athyglisverðari og betri þannig að valið reyndist erfitt. Eg reyndi að velja eftir efn- isinntaki kúrsanna og orðspori kennaranna en þarna var saman kominn myndarlegur hópur úrvals kennara og fræðimanna sem nutu virðingar hver á sínu sérsviði. Megin- inntak kúrsanna var að sjálfsögðu kennslu- fræðilegs eðlis, einkum þó það er laut að kennslu frönsku sem erlends tungumáls. Frakkar eru mjög framarlega í kennslu- fræði eigin tungumáls enda blésu ferskir vindar um kennslustofur háskólans í Caen þegar kraftmiklir og áhugasamir kennslu- fræðingar og málvísindamenn létu gamm- inn geisa af miklum eldmóð, andríki og orðaflaumi sem Frökkum er einum lagið. Það sem kom mér þægilega á óvart var hversu mikil áhersla var lögð á hlutverk kennarans í kennslustofunni við kennslu nemenda sinna. Fagmennska, viðhorf, við- mót og geðslag kennarans voru í brenni- punkti varðandi nám og kennslu. Líkam- leg nærvera hans og bein samskipti við nemendur í kennslustofunni virtust skipta meginmáli þegar horft var til þess hvort kennslustundin væri vel heppnuð eður ei. Tölvur voru góðar til síns brúks en ein- göngu sem hjálpartæki við kennsluna og þegar við átti. Mér létti mikið við þetta mennska viðhorf til hlutverks kennarans þegar hugsað er til umræðunnar um tækni- og tölvuvæðingu kennslunnar, m.ö.o. afmennskun hennar, sem virðist nokkuð fyrirferðarmikil hér á landi. Af henni má ráða að starf kennarans í fram- tíðinni verði ekki lengur fólgið í mann- eskjulegu samstarfi og samneyti við nem- endur sína innan veggja skólastofunnar heldur verði kennarinn að ná til nemenda gegnum tölvur og flókinn tæknibúnað. Kennari sem hvorki kann, getur né hefur tækifæri til að læra að matreiða námsefnið inn á tölvur verður óhæfur og honum skipað út fyrir annan tæknivæddari.Virki- lega óaðlaðandi framtíðarsýn. Jórunn Tómasdóttir Frakkar eru mjög framar- lega í kennslu- fræði eigin tungumáls. 29

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.