Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 6
í heild sýndi athugun á orðaforða að af- brigðin frá réttri orðnotkun eru ekki mörg og er þetta í samræmi við það sem kom út úr rannsókn- inni á málfræði- hæfni nemend- anna. • Ábendingarfornöfn eru varla notuð. • Nemendur hafa lítið vald á viðskeytt- um greini nafnorða í fleirtölu. • Nemendur hafa lítið vald á eignarfalli nafnorða. • Nemendur hafa tiltölulega gott vald á forsetningum og samtengingum. • Tímákvarðanir valda erfiðleikum. • Nemendur nota lítið spurnarorð. Svo virðist sem nemendur noti þær mál- fræðibeygingar, sem þeir hafa vald á, og noti þær rétt en forðist þær málfræðibeyg- ingar sem þeir hafa ekki vald á. Sumt bendir til htils málþroska, annað t.d. hin mikla notkun tengiorða til hins gagn- stæða. Ástæða er til að gefa lýsingarorðun- um sérstakan gaum. Athugun á setningaskipan beindist í fyrsta lagi að aukasetningum með atviks- orðum og í öðru lagi var rannsakað hvort greina mætti áhrif úr ensku. Samanlagt voru 41 aukasetning með atviksorðum i öllum nemendatextunum. Eingöngu 7 þessara setninga voru í samræmi við mál- fræðireglur í dönsku og því er ljóst að hér er á ferðinni málfræðiatriði, sem veldur ís- lenskum nemendum erfiðleikum. Tilhneiging til að nota enska orðaröð virðist ekki mikil. Af samanlögðum fjölda setninga voru einungis 0,02 % þar sem enskra áhrifa gætir. Það einkennir málfræðihæfni íslenskra nemenda að þeir hafa gott vald á ýmsum málfræðibeygingum, en forðast rnargar, einkum þær sem flóknari geta talist. Mál- fræðihæfni krefst þess m.a. af nemandan- um að hann viti hvaða beygingarendingar tilheyra ákveðnum orðflokkum. Nemandi sem eingöngu notar ákveðnar málfræði- beygingar, þó að þær séu rétt notaðar, en forðast aðrar getur ekki talist mjög hæfur í málfræðinotkun viðkomandi erlends tungumáls (málsprog). 2. Orðaforði: Við athugun á orðaforða var sjónum beint í fýrsta lagi að almennum orðaforða og hvað einkennir hann og í öðru lagi að því, hve fjölbreytilegur orðaforðinn er innan einstakra orðflokka. Jafnframt var rannsak- að til hvaða aðferða (strategier) nemendur grípa þegar þá vantar orð. Rannsóknin leiddi í ljós að það er mjög mismunandi eftir orðflokkum, hvaða aðferðir nemend- ur nota. Það er áberandi hve mjög nemendur sækja í móðurmáhð þegar þá vantar nafn- orð og er þetta skiljanlegt í ljósi skyldleika þessara tungumála. Þrátt fyrir að yfirfærsl- an geti mistekist verður aldrei lögð nógu mikil áhersla á mikilvægi þess fýrir nem- endur, sem eru að læra dönsku að þeir nýti sér skyldleika dönsku og íslensku. Móðurmáhð er mjög mikilvægur þáttur þegar við lærum erlend tungumál og skyldleiki mála skiptir þá miklu. (Ring- bom 1989, Lund 1997) Nemendur velja frekar enskar forsetn- ingar en íslenskar ef þeir þekkja ekki við- komandi forsetningu á dönsku. Þetta gæti bent til þess að nemendur nýti sér ekki eingöngu þekkingu sína og kunnáttu í móðurmálinu heldur líka í öðrum málum. I heild sýndi athugun á orðaforða að afbrigðin frá réttri orðnotkun eru ekki mörg og er þetta í samræmi við það sem kom út úr rannsókninni á málfræðihæfni nemendanna. Þeir nota þau orð sem þeir þekkja en forðast önnur. Sem fýrr segir var almenni orðaforð- inn rannsakaður.Til þess var notað forrit- ið CLAN (Computerized Language Ana- lysis). Forrit þetta vinnur úr gögnum sem hafa verið umrituð í CHILDES (Child Language Data Exchange System). CLAN forritið gerir það mögulegt að vinna úr gögnunum á ýmsan hátt. Hægt er að skoða hversu oft viðkomandi orð kemur fyrir í öllum textunum, hægt er að leita að ákveðnum orðum og orðatiltækjum o.fl. Forritið getur raðað öhum orðum upp t.d. í stafrófsröð eða eftir tíðni. Þetta forrit er á Netinu (www. childes .psv. cmu. edul og enginn vafi leikur á, að það geti nýst vel við ýmiss konar orðaforðarannsóknir. Rannsóknin sýndi að hinn almenni orðaforði nemenda er takmarkaður. Það eru frekar fá orð sem allir nemendur nota

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.