Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 17
Evrópskt tungumálaár 2001
Evrópuráðið og Evrópusambandið standa
sameiginlega að undirbúningi og skipu-
lagningu Evrópsks tungumálaárs 2001. Is-
land er eitt þátttökulanda. Markmið
tungumálaársins er að vekja athygli á þöl-
breytni tungumála og menningar í Evr-
ópu, vinna að fjöltyngi Evrópubúa og
stuðla að símenntun á sviði tungumála. Is-
lensk landsnefnd fyrir tungumálaárið var
skipuð í febrúar og er henni m.a. ætlað að
gera tillögur að dagskrá og aðgerðum hér
á landi. I nefndinni eiga sæti fulltrúar
menntamálaráðuneytisins, Samtaka tungu-
málakennara á Islandi, samstarfsnefndar
háskólastigsins, Islenskrar málnefndar og
Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lands-
nefndin hefur ákveðið að leggja áherslu á
kennslu, erlendra tungumála og íslensku, á
tungumálaári auk táknmáls.
Markmiðum og dagskrá Evrópsks
tungumálaárs 2001 er fyrst og fremst ætl-
að að höfða til almennings. Stefnt er að
því að örva áhuga, jafnt fullorðinna sem
ungs fólks, á að læra ný tungumál, hvetja
þá til að auka þölbreytileika í tungumála-
námi sínu og kynnast nýjurn menningar-
heimum þannig að þeir verði hæfari, bæði
heima og erlendis, með tilliti til atvinnu,
tómstunda og menningarlæsis.
Aðild Islands nrun felast í þátttöku í
samevrópskum sem og innlendum að-
gerðum. Opnunarathöfn Evrópsks tungu-
málaárs verður í Lundi í Svíþjóð dagana
18.-20. febrúar 2001 en lokaathöfnin
verður haldin í Brússel í desember. Evr-
ópsk vika tungumálanáms innan full-
orðinsfræðslu stendur frá 5.-11. maí og
Evrópskur tungumáladagur verður
haldinn 26. september. Einnig kemur
nrargt fleira til, s.s. útgáfa handbókar fýrir
tungunrálanemendur, sameiginlegt nrerki
og slagorð. Það er ljóst að Island mun
verða virkur þátttakandi í ofannefndum
dagskrárliðum.
Innlend dagskrá er enn í nrótun og
ýmsar hugmyndir hafa komið fram hjá
landsnefndinni. Rætt hefur verið um að
tengja árlega viðburði hérlendis á sviði
tungumála, s.s. upplestrarkeppni grunn-
skólanna, frönsku ljóðasanrkeppnina,
þýskuþrautina og Dag íslenskrar tungu
Evrópsku tungumálaári 2001. Viðurkenn-
ing fyrir nýbreytni í tungumálakennslu,
Evrópumerkið, (European Label) verður
veitt á árinu. Ráðgert er að halda ráð-
stefnu um tungutækni og einnig er áætlað
að halda nrálþing um stefnur og strauma í
tungumálakennslu og um þörfina fýrir
tungumálakunnáttu í atvinnulífinu. I maí
verður haldin samnorræn ráðstefna þar
sem fjallað verður um norðurlandamálin
sem erlend og önnur nrál. Komið hefur
fram hugmynd unr útgáfu bæklings um
sögu og stöðu íslensks máls sem dreift yrði
til erlendra aðila. Leitast verður við að
virkja fjölmiðla þannig að þeir fjalli meira
en gert hefur verið unr nrikilvægi þess að
kunna tungumál. Gert er ráð fýrir að opn-
unarhátíð tungumálaársins verði hér um
mánaðamótin janúar og febrúar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambands-
ins veitir styrki til verkefna á tungumálaár-
inu og birtist auglýsing þess efnis í Morg-
unblaðinu í september síðastliðnum.
Styrkupphæðin getur orðið mest 50% af
styrkbærunr heildarkostnaði við verkefnið
og nenra upphæðir frá krónunr 700.000—
7.000.000. Reiknað er með að veita styrki
til u.þ.b. samtals 150 verkefna í þátttöku-
löndunum. Þeir sem geta sótt unr styrki
eru mennta- og menningarstofnanir,
stofnanir og samtök á vegum bæjar- og
sveitarstjórna, fijáls félagasamtök, rann-
sóknastofnanir, aðilar vinnunrarkaðarins
og fýrirtæki. Fyrri umsóknarfrestur rann
út 2. október en sá síðari er til 15. febrúar
2001.
Eg vil að lokunr hvetja alla þá sem fást
við tungumálakennslu til aðgerða sem
gætu orðið hluti innlendrar dagskrár á
Jórunn Tómasdóttir.
17