Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 21
Virkar leikaðferðir í talþjálfun —Techniques d’animation de classe - avec la priorité á l’oral Dagana 5. til 8. júní á nýliðnu sumri var haldið árlegt námskeið fyrir frönskukenn- ara hjá Endurmenntunarstofhun Háskóla Islands. Nánrskeiðið var að venju skipulagt í samvinnu við Félag frönskukennara á Is- landi og voru þátttakendur um tuttugu talsins. Leiðbeinandi að þessu sinni var dr. Haydée Silva Ochoa og kom hún langt að, eða alla leið frá Mexíkóborg. Haydée höfðu tveir félagar í FFI kynnst á sumar- námskeiðum í Caen í Frakklandi og heill- ast af frumlegri aðferðafræði hennar og eldmóði. Meginþenra námskeiðsins voru leikir og leikræn tilþrif í frönskukennslu enda yfirnrarknrið námskeiðsins að auka fræði- lega þekkingu og skapa unrræður unr kennsluaðferðir, senr byggja á nrikilvægi leiks í tungunrálanámi, sérstaklega hvað varðar þjálfun talfærni (sbr. nánrskeiðslýs- ingu í bæklingi EHI). Haydée Silva er sér- fræðingur á þessu sviði og var það því nrikill fengur fyrir FFI að fá hana til að leiða íslenska frönskukennara inn í þann töfraheim senr hún hefur byggt upp í kennslu sinni og rannsóknunr á síðustu árunr. Henni varð heldur ekki skotaskuld úr því að vinna hug og hjörtu þátttakenda senr yngdust og hresstust eflaust allir unr nokkur ár við leiki og hlátrasköll þessa fjóra daga unr leið og þeir urðu nrargs vís- ari um nýstárlegar leiðir í tungumála- kennslu. Námskeiðið skiptist í þijú meginþemu eða svið senr hér verður gerð grein fyrir í nokkrum orðum. Grunnæfingar Fyrsti dagur námskeiðsins snerist unr kynningu á ýnrsunr grunnæfingunr senr flestar eru hugsaðar senr undirbúningur fyrir stærri verkefni. Þetta voru m.a. svo- kallaðir „ísbrjótar“ eða æfingar senr hafa það að nrarknriði að hrista sanran fjöl- breytta nemendahópa og skapa þægilegt andrúnrsloft. Einn eftirminnilegasti þeirra, að mati undirritaðrar, var leikur senr gengur út á það að í stað þess að nenrend- ur vinni út frá eigin persónu (nafn, aldur, áhugamál o.s.frv.) eiga þeir að samsama sig einhverjunr hlut senr þeim hefur þótt eða þykir mjög vænt um og kynna sig undir þeim formerkjunr. Einn nenrandinn er þá t.d. brotinn sparibaukur, annar snjáður bangsi og sá þriðji gamall og lasburða köttur. Nemendur vinna saman í litlunr hópunr og spyrja hver aðra út úr: „Ertu gamall? Hver á þig? Er búið að líma þig saman?“ o.s.frv. Þegar allir hafa fengið nægan tínra til að spjalla þannig sanran (á frönsku að sjálfsögðu!) kynnir einn úr hópnunr félaga sína fyrir bekknunr eða hópnunr í heild. A þennan hátt eru nenr- endur ófeimnari við að tjá sig um leið og þeir komast eftir hálfgerðunr krókaleiðum að ýmsu býsna persónulegu og eftir- minnilegu hver unr aðra. Margar aðrar æfingar eða leikir á þess- unr fyrsta degi nánrskeiðsins stuðluðu að frumlegri nýtingu skólastofunnar. Þar má t.d. nefna þá leið að strengja borða eða þráð nokkra sentimetra frá gólfr þvert yfir skólastofuna og biðja nemendur að standa öðru hvoru megin við hann (Haydée not- aði fallegan rauðan silkiborða sem jók til muna töfra æfingarinnar). Kennarinn varpar svo franr ýnrsunr setningunr og nemendur hoppa fram og til baka yfir borðann eftir því sem við á. Kennarinn getur t.d. sagt: „Þeir senr eru hrifnir af rauðu, hoppi yfir/hingað,“ (kennarinn getur auðvitað bent í þá átt sem nenrend- ur eiga að fara). „Þeir sem eiga eitt/tvö/þrjú systkini, hoppi yfrr.“ Hér eru að sjálfsögðu ótal möguleikar á að rifja upp og hnykkja á hinum ólíkustu atrið- um, s.s. litunr, fjölskyldu og ýmsu senr Margrét Helga Hjartardóttir. 21

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.