Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 20
ianshavn Gymnasium en þangað var okk-
ur boðið í heimsókn af einum fyrirlesar-
anna, Lis Kornum. Aðbúnaður í skólanum
þótti okkur Islendingunum heldur magur
en þeim hafði þó nýverið áskotnast aukið
húsnæði þegar sígarettuverksmiðja handan
götunnar var lögð niður. Kennarar og
nemendur við skólann eru nú gjarnan í
lífshættu þegar þeir fara með námsgögn sín
yfir fjölfarna götuna sem skilur húsin að.
Alma Rasmussen er reyndur kennari
og einn af brautryðjendum í svokallaðri
ferHsritun í Danmörku. I fyrirlestri henn-
ar fengum við ýmsar hugmyndir sem að
gagni koma. Það fengum við einnig hjá
Peter Kaspersen, sem er bókmenntakenn-
ari í Haslev Gymnasium. Hann hefur
mikla reynslu og þekkingu á kennslufræði
bókmennta og hefur skrifað kennslubæk-
ur um þetta efni, m.a. „Tekstens stemmer“
sem vakti áhuga okkar.
Rúsínan í pylsuendanum var svo
heimsókn ungrar skáldkonu, Naju Marie
Aidt, sem er fædd á Grænlandi og tilheyr-
ir þeirri kynslóð skálda sem kennd eru við
10. áratuginn. Hún hefur samið bæði ljóð,
smásögur og óperutexta (Den lille
Havfrue). Verk hennar fjalla yfirleitt um
ósköp venjulegt fólk, vandamál og ein-
angrun einstaklingsins í nútímasamfélagi.
Fyrir dönskukennara, sem einkum hafa
kynnst Schærfig og Rifbjerg, var þetta
stefnumót við Naju afar spennandi og
ánægjulegt.
Skipulag og framkvæmd námskeiðsins var
að þessu sinni í höndum „íslensku“ Dan-
anna Jette Dige Pedersen og Michael Dal.
Þeim tókst að gefa hfandi innsýn í marga
þætti danskrar nútímamenningar sem
byggir á gömlum merg en hefur jafnframt
tileinkað sér ákveðna þætti þeirrar al-
þjóðamenningar sem alls staðar eru að
ryðja sér til rúms. Eiga þau hrós skilið.
Guðbjörg Kolka og Sigrún Blöndal
dönskukennarar við Menntaskólann á
Egilsstöðum.
Höfundar ásamt Jleiri þátttakendum á námskeiðinu.