Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 31
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Nýr kennsluráðgjafi í Norræna húsinu. Nýlega hefur Kristín Jóhannesdóttir tekið við starfi kennsluráðgjafa í Norræna hús- inu. Starfinu gegndi áður Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. Starfið heyrir undir forstjóra Norræna hússins, en ráðgjafa- nefnd Norrænu ráðherranefndarinnar ber ábyrgð á starfslýsingu ráðgjafans og inni- haldi starfsins. Hlutverk kennsluráðgjafa er einkum að: styrkja stöðu norrænna tungumála á Islandi. miðla upplýsingum um íslenska tungu og menningu til norrænna landa og upplýsingum um tungumál og menningu hinna Norðurland- anna til Islands. standa fýrir og leggja drög að nám- skeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum sem varða norræn tungumál, nor- ræna tungumálakennslu og norræna samvinnu. hafa frumkvæði að og vinna að verk- efnum sem nýtast við kennslu í nor- rænum tungumálum. svara margvíslegum fýrirspurnum. Ekki er tímabært að greina frá einstökum verkefnum kennsluráðgjafa að svo stöddu, þeirra verður nánar getið í fréttabréfi kennsluráðgjafans. Þó má nefna heim- sóknir sem íslenskum grunn-og ffam- haldsskólakennurum og leiðbeinendum standa til boða fyrir nemendur sína á skólaárinu 2000—2001. Valið stendur milh fjögurra mismunandi kynninga og eru kennarar og leiðbeinendur hvattir til að nýta sér þetta boð og koma með nernend- ur sína í Norræna húsið. Allar nánari upp- lýsingar er að finna á heimasíðu kennslu- ráðgjafans http://www.nordice.is eða hjá kennsluráðgjafa Norræna hússins (kristinj@nordice.is) s. 5517030. Evrópumerkið (European Label) í síðasta tölublaði Málfríðar var sagt frá Evrópumerkinu en það er veitt sem viðurkenning fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni á sviði tungumála- náms og kennslu. Að þessu sinni hlaut fjarkennsluvefur í norsku og sænsku, norr.ismennt.is, merkið en að honum standa þau Brynhildur Anna Ragnarsdótt- ir, Gry Ek Gunnarsson, Ingegerd Narby og Þorvaldur Ragnarsson.Vefurinn er ætl- aður nemendum 9. og 10. bekkja grunn- skólans en Brynhildur Anna Ragnarsdótt- ir skrifaði einmitt grein um vefinn í haust- blaði Málfríðar 1999. Hópurinn hefur unnið að þessu verkefni í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Til þess að geta fengið Evrópumerkið þarf verkefnið að standast eftirfarandi kröfur:Vera heildstætt, fela í sér ávinning, vera hvetjandi, auka vitund um Evrópu og kunnáttu og skilning á tungumáli og menningu viðkomandi málsvæðis, fela í sér nýjungar sem yfirfæra má á aðrar að- stæður. Fjarkennsluvefurinn stóðst allar þessar kröfur. Ritstjórn Málfríðar óskar þeim Bryn- hildi, Gry, Ingegerd og Þorvaldi innilega til hamingju með viðurkenninguna. Netútgáfa Málfríðar Rétt er að minna lesendur á að nú er hægt að nálgast Málfríði á netinu. Slóðin er: http://malfridur.ismennt.is Fréttir Kristín Jóhannesdóttir, kennsluráðgjafi í Norrœna- húsinu. 31

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.