Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 16
Fjöltyngi er fjölkynngi
Multilingualism is Magic — Der er trolddom i flersprogethed
Asa Kristín Jóhannesdóttír.
16
Þetta var yfirskrift ráðstefhu sem haldin var
í Reykjavík dagana 22. — 24. júní í sumar.
STIL, samtök tungumálakennara á Islandi,
stóðu fyrir ráðstefnunni fyrir hönd nor-
rænu — baltísku deildar Alþjóðasambands
tungumálakennara. Ráðstefnur sem þessar
eru haldnar á þögurra ára fresti á vegum
þessara samtaka og síðasta ráðstefna var
haldin í Helsinki í Finnlandi árið 1996.
Ráðstefnan á Islandi var haldin í Odda,
húsi Háskóla Islands, á fyrstu sólardögum
sumarsins. Það var hiti, logn og sól og á
slíkum dögum er allt svo fallegt.. Það er
skemmtilegt að vera með útlendingum
við þannig kringumstæður og Islending-
urinn sér allt í nýju ljósi. Ekki skemmdi
það að sumir þeirra upplifðu stóran jarð-
skjálfta fyrr í vikunni og voru menn svona
á mörkunum að vera uppnumdir eða
skelfdir en við íslendingarnir hugguðum
menn með því að þetta væri bara sýnis-
horn fýrir þá, svo þeir sæju sem flestar
hliðar landsins.
Þátttakendur ráðstefnunnar komu víða
að, t.d. frá Norðurlöndunum öllurn og
vakti athygli mikill fjöldi Finna, þá voru
gestir m.a. frá Þýskalandi, Austurríki,
Kanada, Litháen, auk fjölda Islendinga.
Flóran í röðum fýrirlesara var einnig
fjölbreytt, bæði hvað varðaði þjóðerni og
efni fýrirlestra, og áttu Islendingar þar gott
innlegg. Dagskrá ráðstefnunnar var þannig
að yfirleitt var urn að ræða fýrirlestra að
morgni og síðan var þeim fýlgt eftir með
margvíslegum málstofum á eftir. Það sem
var erfiðast var að velja milli málstofa, þeg-
ar fleiri en ein var í gangi enda valinn
maður í hverju rúmi. Efni fýrirlestra verð-
ur síðan gefið út sérstaklega, þannig að
ekki mun sérstaklega ijallað hér um inni-
haldið.
Sá andi, sem má þó segja að hafi svifið
yfir vötnunum, snerist um breyttar áhersl-
ur í kennsluaðferðafræði, bæði hvað varð-
aði tækni og tól, þ.e. tölvur og fjarkennslu
og ekki síður sjálfa hugmyndafræðina. At-
hyglin beinist æ meir að því að vekja
áhuga nemandans og kenna honum á hans
eigin forsendum en ekki á forsendum
kennarans eins og hefur verið ríkjandi á
síðustu öld. Einn af fýrirlesurunum, Vee
Harris, ljóstraði upp því leyndarmáli, eins
og hún sagði, að rannsóknir gefi til kynna
að þeir sem eru lélegir nemendur í tungu-
málum vanti oftast aðferðafræði. Þá skipti
miklu máH að kennarinn hafi góð tök á
kennslufræði tungumála og fýlgist með
því sem er að gerast og geti miðlað nem-
andanum. Að öðrum fagfélögum ólöstuð-
um má segja að tungumálakennarar fýlgist
mjög vel með, bæði hvað varðar rann-
sóknir og aðferðafræði, eins og ráðstefnan
í Odda sýndi vel.
Ekki má gleyma því að á ráðstefnum
og námskeiðum kynnast menn fólki frá
fleiri þjóðum og gafst kostur á því t.d. í
boði Ingibjargar Sólrúnar í Ráðhúsinu í
byrjun ráðstefnunnar, þannig að ráð-
stefnugestir hristust vel saman og mynd-
uðust þarna góð sambönd. Bókabúð Máls
og menningar var með veglega kynningu
í Odda þessa dagana og ráðstefnunni lauk
svo með ferð í yndislegu veðri suður á
Reykjanes og var borðað í Bláa lóninu.
Allir voru mjög ánægðir með framkvæmd
ráðstefnunnar en Ferðaskrifstofa íslands
aðstoðaði við skipulagningu.
Ljóst er að aukin áhersla er á mikilvægi
góðrar tungumálakunnáttu í sameinaðri
Evrópu í nútíma upplýsinga- og tækni-
þjóðfélagi og voru einkunnarorð ráðstefn-
unnar valin með hliðsjón af markmiðum
Evrópuráðsins um að allir Evrópubúar
skuli kunna a.m.k. þrjú evrópsk tungumál
og voru þau eins og segir hér að ofan:
Fjöltyngi er fjölkynngi.
Asa Kristín Jóhannsdóttir,
aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla