Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 27
Pælingar leikstjóra
Það er frumsýningarkvöld. Ljósin eru
slökkt, það er þögn í salnum. Einn af
áhorfendunum nagar neglur sínar. Hann
er með hnút í maganum. Þetta er leik-
stjórinn.Tjöldin dragast frá og hægt en ör-
ugglega fer sýningin af stað. Leikararnir
flytja leikverkið eins vel og þeir geta.Verk
sem þeir hafa unnið að síðustu mánuði.
En þrátt fýrir að leikararnir standi sig vel
þá minnka áhyggjur leikstjórans ekki
nema að hluta því hann veit að þetta er
aðeins upphafið, upphafið að einhverju
miklu meira, einhverju sem hann hefur
ekki tök á að fylgjast með og aðstoða við.
Þessi stutta frásögn er sú lýsing á
kennslu sem myndaðist með mér það ár
sem ég var í kennslufræðinni í HI. Leik-
stjórinn er ég, leikararnir nemendur mín-
ir, leikritið enska, sviðið próf og hfið sjálft,
leiktæknin spuni byggður á ákveðnum
forsendum. Þetta kom mér í sjálfu sér ekk-
ert á óvart. Eg ætlaði mér jú einu sinni að
verða leikari. Enskan og kennslufræðin
komu seinna. Reyndar ætlaði ég mér
aldrei nokkurn tíma að verða kennari. Það
var ekki fýrr en í meistaranáminu sem ég
ákvað að það væri sennilega ágætishug-
mynd að hafa réttindin. Eg hafði líka gam-
an af að vinna með ungu fólki og taldi að
kennslan gæti samræmt bæði áhuga minn
á námsefninu og vinnu með ungu fólki
sem hefur síðan orðið raunin. Af þessu rná
sjá að þegar ég hóf nánr í kennslufræðinni
þá var það ekki af sterkri löngun til að
verða kennari. Það var einungis af
praktískum ástæðum. Það gæti verið gott
að hafa réttindin. Ekki besta veganesti sem
hægt er að leggja af stað með en hvað um
það.
Ef ég hefði vitað hversu mikla vinnu
ég var að leggja út í þá er ég ekki viss um
að ég hefði farið í þetta nám. En ég er
ánægður að ég gerði það. Flestallt sem ég
lærði í kennslufræðinni hefur nýst mér
innan og utan kennslustofunnar, þó á mis-
munandi máta og að mismiklu marki. Það
sem hefur reynst mér hvað best er æfinga-
kennslan með öllum því stressi, yfirvinnu
og sálarangist sem henni fýlgdi. Að standa
fyrir framan nemendur í efstu bekkjum
grunnskóla reyndist mér afar erfitt. Eg
hafði stundum litla hugmynd um hvað
lægi að baki því sem ég var að gera. Eg
undirbjó mig líka frá degi til dags í stað
þess að líta á þetta tímabil sem eina heild.
Þessu bjó ég að þegar ég fór að kenna í
framhaldsskóla og varð reynslan öll önnur
og miklu ánægjulegri fýrir þær sakir að ég
vissi betur hvað ég ætlaði að gera, hvernig
og hvers vegna. Auk þess var hver dagur
hluti af stærri heild, svona svipað eins og
hver æfing í leikhúsi er hluti af miklu
stærra ferli.
Það sem ég upplifði í æfingakennsl-
unni hefur reynst mér ómetanlegt í
kennslunni sem ég hef fengist við í rúrnt
ár. En allt hitt sem ég lærði hefur einnig
komið að góðum notum. Helst ber að
nefna kennslufræði erlendra tungumála og
námsmat sem hafa komið að beinum not-
um við hina daglegu kennslu. Þetta eru
þeir áfangar sem kennsla mín allt fýrsta
árið byggðist að miklum hluta á.
Það var svo núna í haust sem ég fór að
velta fýrir mér hlutum eins og almennu
kennslufræðinni. Eitthvað hafði farið lítið
fýrir pælingum um hana síðasta vetur
nema hvað varðar nákvæmlega þá þætti
sem voru mér hvað hugleiknastir meðan á
náminu stóð og má þar nefna hluti eins og
ljölgreindakenninguna og hugmyndir
Benjamins Blooms ásamt samhræringi af
félags- og atferhsfjölskyldunni. Þetta lá, og
reyndar liggur, að hluta til að baki því sem
mér finnst felast í því að vera kennari.
Núna í ár er ég svo farinn að líta á hina
þættina sem ég hef ekki veitt eins mikla
athygli.
Nú hugsar þú kannski, lesandi góður,
að þetta hafi ekki verið neitt mál. Góður
Jóhann G. Thorarensen.
27