Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 4
Rannsókn á ritfærni 16 ára framhaldsskóla-
nemenda í dönsku.
„At udtrykke sig skriftligt pá dansk — Hvordan stár det til?“ MA-ritgerð í dönsku:
Málfríður Þórarinsdóttir.
4
í eftirfarandi grein mun ég gera grein fyrir
nokkrum helstu niðurstöðum úr rannsókn
minni á ritfærni 16 ára framhaldsskólanem-
enda í dönsku. Uttektin er engan veginn
tæmandi og bið ég lesendur að virða það.
I febrúar 1999 var ritunarverkefni í
dönsku lagt fyrir 448 nemendur á 1. ári/2.
önn í 8 framhaldsskólum. Nemendur áttu
að skrifa dönskum pennavini fyrsta bréf,
þar sem þeir sögðu frá sjálfum sér, Islandi
og fleiri þáttum. Af þeim 8 skólum þar
sem ritunarverkefnið var lagt fyrir voru 5
skólar á höfuðborgarsvæðinu og 3 skólar á
landsbyggðinni. Um var að ræða fjöl-
brautaskóla, menntaskóla, og verkmennta-
skóla/iðnskóla. Ekki var farið út í saman-
burð á einstökum skólum, og því er rann-
sóknin þversniðsrannsókn með takmörk-
uðu handahófsúrtaki.
Markmiðið með rannsókninni var fyrst
og fremst að kanna málhæfni 16 ára nem-
enda hvað varðar málfræðikunnáttu þeirra
og orðaforða. Einnig voru afmarkaðir
þættir í setningaskipan athugaðir. Jafn-
framt var athugað hvaða hæfni nemendur
búa yfir til að halda tjáskiptunum áfram
þegar vantar orð (strategisk kompetence)
og hvort þeir nota málið á viðeigandi hátt,
hafa vald á reglum sem lúta að málnotkun,
þegar um er að ræða persónulegt bréf. í
þessari grein verður greint frá helstu nið-
urstöðum úr rannsókninni á málfræði-
kunnáttu og orðaforða nemendanna.
Eftir að verkefnið hafði verið lagt fyrir
voru 60 verkefni dregin út til nánari úr-
vinnslu. í þessu 60 verkefna úrtaki áttu
eingöngu að vera 16 ára nemendur af
báðum kynjum, sem ekki höfðu önnur
tengsl við Danmörku en dæmigerð geta
talist fyrir íslenskan 16 ára ungling.Til þess
að ná þessum markmiðum var saminn
spurningalisti og lagður fyrir hópinn. Gætt
var nafnleyndar. 258 nemendur reyndust
vera 16 ára eða tæp 58% hópsins. Allir þeir
nemendur sem höfðu búið í Danmörku,
áttu danska foreldra eða nána danska ætt-
ingja eru ekki með í þessari rannsókn.
Samfara spurningum um tengsl við Dan-
mörku voru nemendur spurðir um við-
horf þeirra til dönskukennslu. Ekki hefur
verið unnið nákvæmlega úr þeim svörum
en til fróðleiks eru birtar hér nokkrar nið-
urstöður úr spurningalistanum. Athugið
að tölurnar eru fengnar með nálgun.
1. Hefur þú átt heima í Danmörku?
16 ára Já 11%
Nei 85%
4. Er einhver í nánustu fjölskyldu þinni
danskur?
16 ára já 12%
nei 87%
Áttu danska vini eða kunningja á íslandi?
16 ára já 14%
nei 85%
Hefur fjölskylda þín samskipti við Dani?
16 ára já 32%
nei 66%
Áttu danskan pennavin?
16 ára já 9%
nei 89%
12. Finnst þér að við dönsku á Islandi? eigum að kenna
Allir já 65% (16 ára) 64%
nei 31% (16 ára) 31%
Piltar já 55%
nei 44%
Stúlkur já 73%
nei 22 %
Það kemur á óvart þegar þessar tölur eru
skoðaðar hversu margir virðast hafa tengsl