Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 11
Að sjá orðin í samhengi Ég hef á undanförnum árum skrifað nokkra þistla í Málfríði um orðaforða. Enn verður haldið áfram á þeirri braut og nú verður hugað að því hvernig sam- hengi í rituðum texta getur leitt okkur að merkingu orða. Kennarar kannast sjálfsagt vel við þá tilhneigingu hjá nem- endum að vilja fá merkingar orða upp í hendurnar og verða kennarar þá oft sem gangandi orðabækur. Stundum eru út- búnir glósulistar til að koma til móts við nemendur og samviskusömu nemend- urnir eyða oft miklum tíma í að fletta upp í orðabókum og þá ekki alltaf á markvissan hátt. Gallinn við þetta er sá að nemendur eru ekki að nýta þau úrræði sem þeir hafa yfir að ráða; þeir virkja ekki það sem í þeim býr og nýta sér ekki þá möguleika sem felast í því að velta fýrir sér orðum og því samhengi sem þau eru hluti af. Nú er mikið talað um að það þurfi að leggja áherslu á að kenna nemendum að læra; kenna þeim þær aðferðir sem leiða til þess að þeir nái markvissum tökum á námi sínu og verði vel meðvitaðir um hvernig hentar þeim best að læra (learning style). Hvað orðaforða áhrærir eru margar náms- aðferðir (learning strategies) sem hægt er að beita til að efla orðaforða og festa hann í minni. Má þar nefna alls konar minnis- aðferðir, eins og að rifja upp reglulega, skapa merkingartengsl við önnur orð, flokka og tengja orð mynd eða hljóði. Minnið er öflugur áhrifaþáttur þegar orðaforðnám er annars vegar og mætti hafa í huga eftirfarandi vísdómsorð: The memory strengthens as you lay bur- dens upon it and becomes trustworthy as you trust it. Thomas de Quincy Hér verður einkum fjallað um þá námsað- ferð sem talin er hvað mikilvægust þegar orðaforði og lestur eru annars vegar, þ.e. hvernig hægt er að álykta um merkingu orða út ffá samhengi þegar verið er að lesa texta. Þetta er tahn ein af undirstöðum lestrarfærni (Silberstein, 1994). Rann- sóknir hafa leitt í ljós mikla fylgni milli færni í að giska og lesskilnings (Herman o.fl., 1987; Fraser, 1999). Texti er ekki bara samsafn orða heldur er um að ræða heild þar sem hvert orð er á sínum stað. Það má líkja vel skrifuðum texta við fagurlega ofið teppi þar sem hver þráður er á sínum stað og samspil þráð- anna skapar mynstrið. Það er hægt að taka hvaða texta sem er og sjá hvernig inn- byrðis tengsl og mynstur birtast og það getur verið áhugavert viðfangsefni út af fýrir sig að skoða texta á þann hátt. Það gæti til dæmis opnað augu nemenda fýrir textamynstri og innbyrðis tengslum orða og málsgreina þar sem þeim hættir oft til að líta á einstök orð. Hvað er það í texta sem getur leitt okkur á rétta sporið? Hvaða vísbendingar getur textinn gefið okkur? • Orð innan sömu málsgreinar hafa oft svipaða merkingu og geta þannig leitt okkur á sporið. Dæmi: „Monday is always the worst day. It's the day the drudgery, boredom and weariness start all over again“. Setjum sem svo að orðið drudgery sé nýtt orð fyrir lesandanum. Hann ætti ekki að þurfa að fara beint í orðabók þar sem nafnorðin tvö á eftir ættu að gefa næga vísbendingu. Það er algengt að hitta fýrir í textum upptalningu af orð- um sem eru merkingarlega tengd. Auk þess felur málsgreinin á undan einnig í sér vísbendingu (worst day). • Orð innan sömu málsgreinar eða í næsta nágrenni sem hafa andstæða merkingu geta gefið vísbendingar. Dæmi: „She walked into the house full of optimism and high hopes but when she left an hour later she felt dejected“. Þarna gefur orðið ,,but“ til kynna að ,,dejected“ hafi andstæða merkingu við þá tilfinningu sem felst í orðunum „optimism“ og „high hopes“. • Það kemur oft fyrir í texta að orð séu skilgreind eða útskýrð í sömu málsgrein eða næstu á eftir. Dæmi: „The lion is a predator. It kills and eats other animals". Ef „predator" Auður Torfadóttir 11

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.