Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 24
Nýtt kennsluefni í þýsku: Þýskafyrir þig í Asta Emilsdóttir Björg Helga Sigurðardóttir 24 Okkur langar í nokkrum orðum að fjalla um nýtt kennsluefni í þýsku fyrir fram- haldsskóla, Þýska fyrir þig i, sem kom út haustið 2001. Efni þetta er byggt á eldra kennsluefni með sama nafni sem kom út árið 1989 og löngu var orðið tímabært að endurnýja. Aðalhöfundur og ritstjóri nýja efnisins er Helmut Lugmayr, en auk hans tóku þátt í samningu efnisins flestir þeirra sem komu að eldri útgáfunni. Vinnubók- ina sömdu Guðfmna Harðardóttir og Kristín L. Kötterheinrich. Það skal tekið skýrt fram að grein þessi er ekki vísinda- leg úttekt á kennsluefninu heldur einung- ís stutt kynning og hugleiðingar undirrit- aðra um reynslu af bókinni. Við undirritaðar kennum báðar við Kvennaskólann í Reykjavík en þar biðu þýskukennarar spenntir eftir þessu nýja kennsluefni. Við vorum því í hópi þeirra skóla sem byijuðu að kenna bókina þegar hún kom út haustið 2001.1 stuttu máli má segja að efnið hafi staðið undir vænting- um þótt finna megi á því vissa hnökra. Kennsluefnið Þýska fyrir þig f sam- anstendur af lesbók, vinnubók, málfræði- bók, margmiðlunardiski og gagnvirkum málfræðiæfingum. Þýskafyrir þig 2 kom út sl. haust, en þar sem ekki er komin næg reynsla á það efni verður ekki fjallað um það í þessari grein. Þýsku fyrir þig 1 er skipt í 16 kafla og er hugsuð fýrir fýrstu 2 áfangana í þýsku- kennslu, Þýsku 103 og 203, og rúmast efn- ið vel innan þeirra marka. Nefna má að við lesum auk þess eina léttlestrarbók með nemendum í Þýsku 203 og bætum við aukaæfingum þar sem okkur finnst þörf á. Þýskafyrir þig hefur það fram yfir er- lendar kennslubækur sem notaðar hafa verið í þýskukennslu í framhaldsskólum hér á landi, að hún er samin með íslenska nemendur í huga, bæði hvað varðar texta- val og áherslur í málfræði og framburði. Auk þess tekur uppbygging hennar mið af aðalnámskrá framhaldsskóla sem er vissu- lega mikill kostur. Rauði þráður bókarinnar er sagan af Elínu frá Akureyri sem fer sem skiptinemi til Miinster í Þýskalandi. I gegnum hana fær lesandinn að kynnast fósturfjölskyld- unni og fær innsýn í daglegt líf hennar, skólakerfið, ferðalög, menningu og fleira. Þýskafyrir þig í hefur ýmsa kosti. Einn helsti kosturinn er aukið vægi hlustunar- efnis frá fyrri útgáfu. Bæði er að finna á margmiðlunardisknum leiklesin samtöl úr lesbókinni en auk þess þölda sérstakra hlustunaræfinga sem tengjast æfingum í vinnubók. Sumt hlustunarefnið finnst okkur reyndar tilgerðarlega lesið og af þeim sökum nær ónothæft. Þess má geta hér til gamans að nemendur hafa furðað sig mjög á færni aðalpersónu bókarinnar í þýsku þar sem hún á aðeins að hafa lært tungumálið í eitt ár og finnst þeim auk þess röddin í litlu samræmi við aldur sögupersónunnar. Við erum nokkuð sáttar við texta les- bókarinnar. Málfar er eðlilegt og fjöl- breytni í efnisvali. Þó eru að okkar mati nokkrir textar eða textabrot sem henta illa, þar sem orðaforðinn er alltof erfiður og ekki hægt að ætlast til að nemendur til- einki sér hann eða hafi gagn af honum (þetta á t.d. við um textann um matargerð bls. 40 og orðaforða tengdan skíðaiðkun bls. 51). Einnig finnst okkur að gjarnan hefðu mátt vera í vinnubók fleiri æfingar þar sem unnið er beint með efni textanna í lesbókinni. Þannig yrðu tengsl lesbókar og vinnubókar sterkari. Uppsetning lesbókar og vinnubókar er einfold og skýr og blaðsíður ekki ofhlaðn- ar eins og oft vill brenna við í kennslu- bókum. Litanotkun í lesbók er einnig stillt í hóf sem okkur finnst jákvætt. Eitt atriði sem að okkar mati mætti gjarnan bæta úr er að í byrjun málfræðiæf- inga væri vísað til viðeigandi greinar í málfræðibókinni, eins og gert var í eldri útgáfu. Auk þess finnst okkur tilfinnanlega vanta að fallstjórn sagna sé gefin upp í orðalistanum aftast í lesbókinni. Þá vantar einnig betra kort af hinum þýskumælandi löndum þar sem fýlkjaskipting er sýnd. Margmiðlunardiskurinn sem fylgir kennsluefninu inniheldur alla lesbókina, hlustunaræfingar, orðabók, glærur úr vinnubók og útdrátt úr málfræðibókinni.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.