Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 10
Meginhættan við þýðingar sé hins vegar, að ef nemendur halda áfram að nota móðurmálið sem grind til að festa erlend orð á, muni þeir ekki öðlast þann skiln- ing á byggingu nýja málsins sem þarf til að skil- greina tengsl á milli mismun- andi atriða þess (75-76). 10 að ef nemendur halda áfrarn að nota móð- urmálið sem grind til að festa erlend orð á, muni þeir ekki öðlast þann skilning á byggingu nýja málsins sem þarf til að skil- greina tengsl á milli mismunandi atriða þess (75—76). Lewis leitar skýringa á því hvers vegna nemendur vilja þýða þegar þeir læra nýtt mál. Hann telur skýringuna liggja í mis- muninum á því hvernig við lærum móð- urmálið og hvernig við lærum erlent mál. Þegar nemendur geta ekki tjáð sig á nýja málinu leita þeir eðlilega aftur í móður- máHð og leita að þýðingu út frá forsend- um þess. Þýðingar eru þess vegna rótgró- inn hluti af því hvernig hugurinn nálgast það verkefni að læra nýtt tungumál. Þrátt fýrir þetta hefur verið amast við þýðing- um undanfarin 30 ár eða svo. Það eru gildar faglegar ástæður fýrir því að nota þýðingar við kennslu. Þegar við lærum erlent mál tengjum við ný orð í fýrsta lagi við önnur orð sem við kunn- um á sama máli og í öðru lagi við um- heiminn. I þriðja lagi tengjum við þau við orð í móðurmálinu. Orðasafnskenningin gerir hins vegar ráð fýrir því að unnið sé með merkingarbæra búta fremur en stök orð. Til að koma í veg fýrir að nemendur geri of mikið af því að þýða orð fýrir orð þarf að kenna þeim að þekkja búta. Hæfi- leikinn til að greina í búta er því skilyrði fýrir þýðingu. Sem dæmi má nefna að ef þýða á „It never crossed my mind“ tjáir ekki að þýða orð fýrir orð. Búturinn í heild sinni á sér samsvörum í öðrum tungumál- um. Ef gengið er ffamhjá þessari staðreynd verður námið óþarflega erfitt. I stað orða- Hsta ættu nemendur því að búa sér til orða- bútalista með þýðingum (60—64). Þýðingar eru vel til þess fallnar að auka almenna málvitund nemenda og ekki nema sjálfsagt að nýta þá aðferð til að styrkja bæði móðurmálskennslu og kennslu erlendra mála. Niðurlag Það er úr ýmsu að moða þegar kemur að því að búa til eða velja orðaforðaæfingar. Gagngerar orðaforðaæfingar geta verið mjög mismunandi en þær eru allar til þess fallnar að hraða framvindu máltöku nem- enda. Þó eru þær æfingar sem kenna nem- endum sjálfstæð vinnubrögð einna dýr- mætastar því með þeim getur hann haldið námi sínu áfram upp á eigin spýtur. Upp- rifjun er sígild aðferð og nemendur læra ný orð af því að sjá þau eða heyra oft í mismunandi samhengi. Ein leið við að kenna ný orð er að raða þeim í hópa eða flokka og möguleikarnir við myndun slíkra flokka eru fjölmargir. Orðabækur eru misvel úr garði gerðar og misgóðar sem hjálpartæki í kennslu. Vasaorðabækur geta verið hjálplegar nem- endum svo framarlega sem þeim er gerð grein fýrir hve ónákvæmar og brigðular þær geta reynst. Nýjar og vandaðar orða- bækur sem gefa dæmi um raunverulega málnotkun reynast hins vegar fjársjóður hverjum þeim sem lærir að nýta sér þær. Nemandi sem kann að nýta sér shkar orðabækur getur þess vegna orðið sjálf- stæðari í námi sínu. Þýðingar hafa verið litnar hornauga um nokkurt skeið, en þar sem aHur nem- endahópurinn hefur sama móðurmál má vel nýta þær til að styrkja almenna málvit- und nemenda. Ef þýðingar eru kenndar með því markmiði að þýða hugmyndir fremur en einstök orð, eins og tilhneiging er til, skerpa þær tilfinningu nemenda fýr- ir mynstri tungumála, bæði þeirra eigin móðurmáls og erlendra mála. Kennarar geta því valið um margar mismunandi leiðir til að kenna orðaforða, allt eftir markmiðum kennslunnar og þörfum nemenda hverju sinni. Heimildir Eyraud, K. et al. „The Word Wall Approach: Promoting L2 Vocabulary Learning," English Teaching Forum July 2000: 2-11. Gairns, R. & Redtnan, S. (1986) Working with Words. A guide to teaching and learning vocabulary. Cambridge University Press. Lewis, M. (1997) Implementing the Lexical Approach. Putting theory into practice. Language Teaching Publications. Nattinger, J.R. & DeCarrico J.S. (1992) Lexical Phrases and Language Teaching. Oxford Uni- versity Press. Nilsen, A.P. & Nilsen, L.E „Lessons in the teaching of vocabulary from September 11 and Harry Potter,“ Journal of Adolescent & Adult Literacy November 2002: 254—260. http://proquest.umi.com Hlín Magnásdóttir nemandi í uppeldis- og kennslufræði við HI.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.