Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 29
• Tungumálakennarar stuðla að því að all-
ir nemendur útskrifist fjöltyngdir og
hæfir til að bæta við tungumálakunn-
áttu sína síðar á lífsleiðinni.
• Tungumálakennarar leitast við að ala
upp einstaklinga sem eru umburðar-
lyndir, læsir á ólíka menningarheima,
góðir í samskiptum og jákvæðir í garð
menntunar.
Tillögur að breytingum — drög
að bænaskjali til Evrópuráðsins
Þegar þátttakendur voru nokkurn veginn
lentir aftur á jörðinni eftir umræður um
Undralandið og búnir að fræðast um mál,
s.s. mikilvægi sjálfsöryggis í starfi (það er
lítil hætta á því að aðrir beri virðingu fyr-
ir þeim sem bera ekki virðingu fyrir sjálf-
um sér...) og hvernig hægt er að varast
mikið stress og yfirkeyrslu (,,burn-out“)
— allt kynnt í því skyni að efla okkur og
þar með auka líkurnar á vellíðan í starfi og
bættri stöðu — var ráðist til atlögu við
stærsta verkefni vinnustofunnar. Það fólst í
gerð tiUagna að breytingum (sem beina á
til Evrópuráðsins) sem stuðlað geta að
bættri stöðu tungumálakennara (þetta var
kallað „Visions of Change — Change of
Vision“). Unnið var í nokkrum stórum
hópum og munu tillögur þeirra verða
endurskoðaðar og samþættar þar sem
hægt er í lokaskýrslu verkefnisins. Hér eru
þijú dæmi látin duga:
Evrópuráðið er hvatt til þess að efna til
muna símenntun tungumálakennara, t.d.
með því að gera þeim kleift að heimsækja
sem oftast land eða lönd þar sem kennslu-
mál viðkomandi kennara er talað. — Hér
sköpuðust umræður um hvort þetta væri
ekki þegar til staðar með Socrates,
Comenius, Tingua o.fl., en fallist á að enn
sé of erfitt fyrir kennara að komast frá á
starfstíma skólanna og of fáir styrkir til að
sinna öllum. Einnig var nefnt að gott gæti
verið að koma á einhvers konar stigakerfi
(,,career-ladder“) sem skyldaði kennara til
að afla sér endurmenntunar af þessu tagi
(t.d. eitthvað í líkingu við það sem ýmsar
stéttir sérfræðinga þurfa að gera) svo þetta
yrði í raun til að bæta álit og stöðu kenn-
ara og það væru ekki alltaf sömu áhuga-
sömu kennararnir sem legðu land undir
fót.Við þetta má bæta að mér fannst þetta
mikilvægasta tillagan fyrir okkur á íslandi
sem, af landfræðilegum ástæðum, þurfum
alltaf að kosta miklu til að afla okkur sí-
menntunar á meginlandinu.
Evrópuráðið er hvatt til að koma á
markvissum kennaraskiptum í Evrópu og
sjá til þess að kennarar haldi fullum réttind-
um í heimalandi sínu eftir vinnu í öðru
landi (hvað varðar starfsaldur, lífeyrisréttindi
o.s.frv.). Þessi tillaga var m.a. rökstudd með
því að þetta auðveldaði myndun evrópskra
samstarfsverkefna og hreyfanleika kennara,
sem svo gæti leitt til meiri starfsánægju.
Evrópuráðið er hvatt til að samræma
námskrár og námsmat í tungumálum. —
Þetta myndi auðvelda ffamkvæmd tillög-
unnar hér fyrir ofan, þ.e. að kennarar ílak-
ki á milli landa, en hér sköpuðust heitar
umræður því ekki voru allir sannfærðir um
að þetta væri raunhæft og því síður hvort
þeir vildu auka á þennan hátt skriffæði og
stýringu yfirvalda. Að lokum sættust menn
á að við værum komin með vísi að þessu
og það væri jafnvel nóg, en þar var átt við
að evrópski viðmiðunarramminn („The
Common European Framework of Refer-
ence“) og „European Language Portfofio“
myndu smám saman móta kennslu í ólík-
um löndum í vaxandi mæh.
Niðurlag
Eins og ffam hefur komið er lokaafurð
verkefnisins „Staða tungumálakennara“
væntanleg haustið 2003 og verður hún
m.a. aðgengileg á heimasíðu Tungumála-
miðstöðvarinnar. Þar mun ýmislegt sem
hér hefur komið fram verða meitlaðra og
aðgengilegra en nú er. Stjórnendur þeirr-
ar vinnustofu sem hér hefur verið lýst
fullyrða að hún hafi gengið framar vonum
og við þátttakendurnir vorum bara nokk-
uð ánægð með okkur þegar við kvödd-
umst með trega eftir nær stöðuga samveru
í fimm daga.Tölvupóstur landa á milli eft-
ir heimkomu sýnir svo ekki verður um
villst að vinnustofan vakti alla til umhugs-
unar um ýmsa innviði starfs okkar og var
sannkölluð vítamínsprauta.Við erum auð-
vitað að vona að tekið verði tillit til hug-
mynda okkar í framtíðinni þegar Evrópu-
ráðið markar stefnu sína í tungumála-
kennslu.Við erum líka að vona að okkur
takist að miðla því sem við gerðum og
29