Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 20

Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 20
við. Hér ætla ég að nefna tvo þeirra sem hafa reynst mér vel. Eg rakst einu sinni í dótabúð á leik sem heitir „Sögustund" og er gefinn út af Fjarðarfelli. Um er að ræða lítinn orðaleik á íslensku sem m.a.s. var á tilboði þegar ég keypti hann. I litlu gulu boxi eru mörg spjöld með einu orði á hvorri hlið. Síðan er hjól í miðjunni og tvær örvar tengdar því. Þegar hjólinu er snúið stöðvast örv- arnar á tölu annars vegar og broskarli eða skeifukarli hins vegar. Ef örin bendir t.d. á fimm og broskarl, eiga leikendur að taka fimm spjöld og semja úr orðunum á þeim glaðlega sögu. Eg byrjaði á því að skrifa franska þýð- ingu við hvert orð á spjöldunum. Að sjálf- sögðu krafðist það nokkurs tíma en það þarf maður líka bara að gera einu sinni. Svo fór ég með á að giska tjögur spil í tíma og skipti bekknum í 4—5 manna hópa. Síðan áttu nemendur að spila, fyrst í pör- um en seinna einn og einn. Þeir tóku jafn rnörg spjöld út boxinu og örin sagði til um. Síðan fólst leikurinn í því að semja munnlega sögu þar sem öll orðin komu fyrir. Að sjálfsögðu varð sagan oft skringi- leg og erfitt að tengja svo ólík orð saman en yfirleitt tókst það alltaf. Nemendur voru hálf smeykir í fyrstu við að þurfa að spinna sögur á talaðri frönsku án þess að skrifa nokkuð fyrst en þeir urðu áræðnari eftir fyrsta skiptið því þeir sáu að þetta var mögulegt. A sama hátt hef ég notað tungu- málarommí sem ég keypti fyrir frönsku- kennslu í Máli og Menningu. I spilinu er stór spilastokkur sem inniheldur alla staf- ina í franska stafrófinu. Nemendur spila saman 3—5 eftir fjölda í hópum. Þeir spila þetta eins og venjulegt rommí, nema að í þessu spili eiga þeir að safna bókstöfum svo þeir geti myndað orð á frönsku. Þessi leikur reynir mikið á réttritun en einnig á þann orðaforða sem nemendur eru búnir að læra. Það er hægt að nota leikinn „Sögu- stund“ á annan hátt en þann sem ég rakti hér að ofan. Aðrir tungumálakennarar hafa fengið leikinn lánaðan hjá mér en hafa látið nemendur skrifa sögur út frá orðunum. Þeir hafa tjáð mér að stundum vilji nemendur ekki hætta þótt kennslu- stundin sé liðin og sagan þeirra ekki tilbú- in. Það er alla vega víst að hugmyndaflug nemenda fær að njóta sín í þessum leik. Það er líka til annað spil sem heitir „Segðu sögu“ (Völuskrín, Mál og Menn- ing). Það er myndaspil og hægt er að láta nemendur spinna upp sögu út frá mynd- unum. Það tekur oftast lengri tíma en leikirnir sem ég nefndi hér að ofan. Þar að auki krefst þetta spil þess að kennarinn gefi. upp orðaforða sem passar við mynd- irnar. En þessar myndasögur nýtast Hka vel í tungumálakennslu, sérstaklega þar sem engin orð eru skrifuð inn á myndirnar og því er hægt að nota þær við kennslu hvaða tungumáls sem er. Eg er ánægð með þessa einföldu leiki í tungumálakennslunni. Sjaldnast eru þeir mjög dýrir en þeir eru þannig gerðir að kennarinn þarf ekki að eyða miklum tíma í að útbúa leikina sjálfur. Þannig sparar hann sér tíma og hvað vantar nútíma- kennarann meira en einmitt tíma? Sigríður Anna Guðbrandsdóttir, frönskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. 20 Nemendur í tungumálarommíi.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.