Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 8
Slík bók sem
unnin er yfir
heila önn á að
gera nemandan-
um kleift að
halda áfram að
nota hana á eig-
in spýtur. Það er
mikilvægt að
tryggja að orðin
sem fara í bók-
ina nýtist við-
komandi nem-
anda vel.
8
innihaldi orð sem viðkomandi nemandi
hefur vaHð, til viðbótar við orð sem e.t.v.
allur bekkurinn hefur skráð. Slík bók sem
unnin er yfir heila önn á að gera nemand-
anum kleift að halda áfram að nota hana á
eigin spýtur. Það er mikilvægt að tryggja
að orðin sem fara í bókina nýtist viðkom-
andi nemanda vel. I bókina eiga að fara
orð og orðasambönd af ýmsu tagi, mál-
fræðidæmi sem oft eru í formi algengra
orðasambanda og sérstakur kafLi með
dæmum sem nemandinn hefur valið (76).
Glósubækur eru auðvitað ekki nýjar af
náfinni, en Lewis leggur áherslu á að orð-
in sem fari inn í bækurnar séu valin af
hveijum nemanda fyrir sig til að bókin
nýtist honum í framtíðinni.
Gairns og Redman telja einnig að val
nemandans á orðaforða til að læra sé til
þess fallið að auka sjálfstæði hans í námi.
Þau lýsa aðferð þar sem kennari ákveður
hvaða orð í ákveðnum texta eru algeng
og þess vegna gagnlegt fyrir alla að
kunna. Þeir nemendur sem ekki kunna
þessi orð æfa þau, hinir velja sér önnur
orð úr textanum. Gagnrýnin sem þessi
aðferð fær er að það sé ekkert eftirlit með
námi þeirra sem velja sér orð sjálfir og að-
ferðin sé þess vegna ómarkviss. Þessu
svara Gairns og Redman með því að
benda á að aðferðin hafi tvo meginkosti.
I fýrsta lagi hvatninguna sem hlýst af því
að læra eitthvað sem maður hefur áhuga
á og í öðru lagi læra nemendur smám
saman að velja sér gagnleg orð til að læra
(55-57). Þessi aðferð þjálfar því nemend-
ur í að bera kennsl á það sem kemur sér
vel fyrir þá sjálfa að kunna og ætti því að
veita þeim veganesti inn í framtíðina líkt
og glósubók Lewisar.
Upprifjun og samhengi
Upprifjun er óumdeilt tæki við kennslu
orðaforða og helst gjarnan í hendur við
samhengi. Það er almennt tahð að í hvert
sinn sem maður sér orð í samhengi og
skilur a.m.k. hluta þess, skilji maður meira
af merkingu þess. Gairns og Redman gera
greinarmun á þeim orðaforða sem maður
skilur við hlustun eða lestur og svo hinum
sem maður notar sjálfur. Oftast er það þan-
nig að eftir að hafa lesið eða heyrt sama
orðið nógu oft erum við tilbúin að nota
það sjálf (64). Það er tiltölulega auðvelt að
koma upprifjun við í kennslu, en það kref-
st meiri útsjónarsemi að endurtaka sama
orðaforða í mismunandi samhengi.
Bæði glósubók Lewisar og orðaveggur-
inn eru tæki til upprifjunar og reglulegur
þáttur í náminu. Lewis segir að ekkert eigi
að fara inn í glósubókina nema nemand-
inn geti rifjað það upp ef þörf krefur (75).
A orðavegginn á að setja orð sem nem-
endur hafa áður séð í samhengi og svo skal
nota þau aftur og aftur í ýmsum æfingum.
Það getur þó verið mismunandi eftir eðh
orða hversu mikilvægt það er að sjá þau í
samhengi. Lewis bendir á að mjög sértæk
orð, sérstaklega óalgeng nafnorð, krefjist
þess ekki endilega að vera skilin út frá sam-
hengi. Það getur því hentað ágætlega að
læra slík orð án samhengis. En því víðari
skírskotun sem orð hefur, því mikilvægara
er að skilja það út frá samhengi (48).
Flokkun orða
Samhengi nýrra orða leiðir hugann að
flokkun orða í t.d. samheiti og andheiti.
Gairns og Redman benda á nokkrar leið-
ir til að flokka orð. Má þar nefna orð yfir
svipaða hluti (t.d. ávexti), orð um ákveðna
athöfn (t.d. að setja bíl í gang), orð með
svipaða merkingu, orðapör (t.d. andheiti),
o.s.frv. Einnig nefna þau orð sem valda
sérstökum erfiðleikum hjá ákveðnum
þjóðum (69—70). A Islandi væru það til
dæmis orð sem byrja á „v“ annars vegar
og „w“ hins vegar, vegna þess að í íslensku
er ekki gerður greinarmunur á þessum
tveimur hljóðum. A orðaveggnum eru
orð flokkuð eftir t.d. hefðbundnum orð-
flokkum (nafnorð, sagnorð o.s.frv.), staf-
setningarmynstrum, málfræðimynstrum
og hljóðmynstrum (Eyraud et al., 5—6).
Þarna tvinnast orðaforðakennslan saman
við málfræði, stafsetningu og framburð.
Lewis er nokkuð sér á báti hvað þetta
varðar með orðasafnskenningu sína, en
hann vill flokka setningarbúta ffekar en
stök orð, og fer þá flokkunin eftir hlut-
verki og eðli bútanna. Þó nefnir hann
óhefðbundna flokkun orða. Þar má nefna
orð sem alltaf fara saman (e. polywords).
Þetta eru orð eins og „by the way“ og „up
to now“. Einnig bendir hann á samsett
nafnorð eins og „prime number“ sem eru