Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 13
telur að ef ný orð eru fleiri en þessu hlut- falli nemur sé erfitt að giska. Þetta tengist því sem oft hefur verið bent á í fræðunum að lestexti þurfi að vera af réttu þyngdar- stigi, ekki of þungur til að koma í veg fyr- ir að lesandinn nái dampi og ekki of létt- ur vegna þess að það verður að felast viss ögrun í viðfangsefninu. Það hefur einnig komið fram (Laufer og Sim, 1985) að nemendurnir verði að vera komnir á visst stig í tungumálanámi áður en þeir fara að geta nýtt sér þessa námsaðferð á markvissan hátt. Þannig á þessi aðferð betur og betur við eftir því sem lengra miðar í tungumálanámi. Með- an orðaforðinn er takmarkaður er erfiðara um vik því þá eru gloppurnar í textanum fleiri. Samt sem áður ætti að vera hægt að byija á þessu snemma í tungumálanámi og þá í smáum stíl, með texta við hæfi. Sér- staklega þarf að fá nemendur til að líta vel á texta áður en þeir fara að spyija um merkingar orða. Eg er viss um að kennar- ar kannast vel við eftirfarandi spurningu frá nemanda: „Hvað þýðir þetta orð?“ Oftar en ekki kernur rétt svar ef kennar- inn spyr á móti: „Kíktu betur á textann. Hvað heldur þú að orðið þýði?“ Stundum þarf ekki meira til. Eg hef í gegnum tíðina notað hol- lenska texta, bæði með nemendum mín- urn og á kennaranámskeiðum, til að fólk geti prófað á eigin skinni hvað ýmsir ytri þættir og markvissar námsaðferðir geta fleytt manni langt. Eftirfarandi texti er af umbúðum utan af kínakáli: Snijd de chinese kool in reepjes (van buiten naar binnen) en was ze in koud stromend water. Chinese kool is rauw lekker als salade of kort gekookt of even gebakken in hete olie. Koketid 10 min. Geef chinese kool gekookt bijv. met tomatensaus waaraan toegevoegd een paar druppels sojasaus of met kaassaus of met champignons, stjukes paprika, stjukes tomaat, gesnipperde ham. Eg man ekki eftir neinum sem ekki hefur komist blessunarlega í gegnum þennan texta. Það myndi hjálpa ef textinn væri borinn fram í sínum upprunalegu plast- umbúðum með kínakálinu í en ég hef einfaldlega lagt textann fyrir eins og hann birtist hér. Hvað er það sem fleytir okkur í gegnum þennan texta án þess að við kunnum nokkuð í hoUensku? Það er m.a. eftirfarandi: • kunnátta í skyldum tungumálum (orða- forði, málkerfi), • almenn þekking og reynsla (í þessu til- viki eldhúsreynsla), • kunnátta í að nýta sér vísbendingar og samhengi innan textans, • góðar lestrarvenjur. Þeir sem ég hef lagt þennan texta fýrir eru fullorðnir, menntaðir einstaklingar með góðar lestrarvenjur sem hafa verið allir af vilja gerðir að kljást við verkefnið og tekist það. Þegar um er að ræða börn og unglinga er ekki víst að ofangreindir þættir séu virkir þó þeir séu til staðar. Ahuginn er ekki alltaf fýrir hendi og ekki heldur sú þolinmæði sem þarf til þess að takast á við verkefni af þessu tagi. Nem- endur þurfa að fá þjálfun í að virkja þá kunnáttu og þá hæfni sem þeir búa yfir; það er ekki hægt að treysta því að það ger- ist af sjálfu sér. Eg myndi ekki leggja texta sem þennan fýrir skólanemendur nema e.t.v. í efri áföngum framhaldsskóla. Hins vegar er hægt að vinna á samskonar hátt með texta í þeim erlendu málum sem nemendur eru að læra. Hér á undan hefur einkum verið rætt um orðaforða og lestur þar sem hæfileik- inn til að giska af kunnáttu fleytir manni í gegnum texta. Það er ekki endilega víst að mikill orðaforði lærist á þennan hátt nema þá að mikið sé lesið og orð beri aftur og aftur fýrir augu. Þá lærast orðin smám sarnan. Orðaforðinn síast inn og þess vegna er mikilvægt að lesa sem mest. Þeg- ar maður les beinist athyglin að merkingu textans í heild frekar en því að verið sé að pæla í orðum til að leggja þau á minnið. Þarna er orðaforðinn meira í ætt við að vera óvirkur (passive/receptive vocabul- ary). Orðið ,,óvirkur“ er þó mjög óheppi- legt því orðaforði sem á vegi manns verð- ur er aldrei óvirkur sem slíkur en hér er að sjálfsögðu átt við orðaforða sem við skilj- um en er okkur ekki handgenginn til notkunar í ræðu eða riti. A undanförnum árum hefur mikið verið rætt innan orðaforðafræðanna að „Hvað þýðir þetta orð?“ Oft- ar en ekki kem- ur rétt svar ef kennarinn spyr á móti: „Kíktu betur á textann. Hvað heldur þú að orðið þýði?“ Stundum þarf ekki meira til. Nemendur þurfa að fá þjálfun í að virkja þá kunn- áttu og þá hæfni sem þeir búa yfir; það er ekki hægt að treysta því að það gerist af sjálfu sér. 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.