Víðförli - 15.07.1985, Side 6
Útbruni, slokknun (Burn-out) er sjúkdómur dugmesta fólksins.
Varnaöarorö Hann er einkum áberandi meðal kirkjulegra starfsmanna, fólks í
félagsþjónustu og heilsugæslu. Hann skapast af vonbrigöum,
þreytu og tilfinningu þess aö hafa mistekist og leggst sérstak-
tll KirKjunnar: \e.Qa á þaö fólk sem haföi hærri væntingar en raunveruleikinn
leyföi aö yröu aö veruleika. Taliö er aö 17% kanadískra presta
séu „útbrunnir".
Svo sagöi í forsíöugrein í vorhefti tímarits kanadísku kirkjunnar.
Trúlega eru aðstæöur eitthvaö svipaöar á íslandi sem í Kanada.
t»ví birtir Víöförli útdrátt úr greininni ef veröa mætti til umhugs-
unar.
„Besta fólkiö
brennur út”
Hvaö er útbruni?
Sjúkdómurinn hefur tvö stig.
Á fyrra stigi finna menn til
linnulausrar þreytu, þeir eru
líkamlega úttaugaöir og sofna
gjarnan á ólíklegustu stööum.
Þeir eru færir um aö gegna
starfi sínu af færni og um-
hyggju, en þeir hafa glatað
glóðinni, kraftinum og áhugan-
um fyrir starfinu. Vandamálið
er aö þetta eru bestu og sam-
viskusömustu prestarnir. Þeir
hafa einfaldlega gefið of mikiö
af sjálfum sér og of lengi. Síð-
ara stigið lýsir sér þannig aö
andleg og sálarleg samhæfing
er í rústum auk líkamsþreyt-
unnar og einstaklingurinn
gefst upp oft með alvarlegum
afleiöingum fyrir hann og fjöl-
skyldu hans. Endurhæfing
getur oröið mjög erfið.
Hverjar eru orsakir út-
brunans?
1. Starfinu er aldrei lokið.
Presturinn er á vakt 24 tíma
sólarhrings og hefur tak-
markaða möguleika aö
sleppa úr prestshlutverkinu
og vera hann sjálfur.
2. Presturinn þarf sífellt aö
vera öörum styrkur á erfið-
um stundum og slíkt kostar
meiri orku en menn gera sér
grein fyrir.
3. Sífelld samskipti við kröfu-
hart og oftlega brenglaö fólk
á öllum tímum sólarhrings.
4. Margþættar væntingar frá
sóknarbörnum um starf
prestsins sem hann getur
aldrei uppfyllt.
5. Krafan til prestsins að vera
siðferðilegur leiðtogi og lifa
fyrirmyndar („heilögu") lífi.
Hvernig þróast útbrun-
inn?
Þarna skapast vítahringur.
Presturinn hefur hlotið köllun
frá Quöi og tekið þá ákvöröun
aö verja lífi sínu til þess að
þjóna honum og náunganum.
Fljótlega uppgötvar hann í
prestsstarfinu, aö þar er meiri
neyö og þarfir en hann getur
sinnt. Hugsjónin knýr hann
hinsvegar áfram aö takast á viö
verkefnin og hann hefur þá til-
finningu aö honum ætti að tak-
ast þetta.
Heilsan fer þá smám saman aö
gefa sig og fjölskyldutengslin
veröa bágari. Slagorðiö er
„Reyndu betur" og þaö felur í
sér aö menn gefi meiri tíma,
orku en þeir eiga til starfans og
þaö verður aöeins tekið af vara-
sjóðum og af þeim tíma sem
verja skyldi til hvíldar, upp-
byggingar og skemmtunar
meö fjölskyldunni. Kirkjan sem
stofnun tekur allan frítima frá
þessum þjónum sínum.
Þegar ekki tekst að vinna
verkefnin, skapast þaö viðhorf
hjá einstaklingnum, aö það sé
honum aö kenna, hann dugi
ekki, hann sé vandamálið og þá
byrjar hann aö leggja sverðið i
eigiö hjarta.
Hjálparleysiö og lágvær ör-
væntingin leiða síðan til bitur-
leika gagnvart sóknarbörnun-
um sem gera ailar þessar óyfir-
stíganlegu kröfur. Pá bætist við
sektarkennd, og hún leikur
menn grátt. Presturinn hugsar
sem svo: Hvernig get ég forakt-
aö þetta sama fólk sem ég hef
verið kallaöur til aö þjóna? Það
hlýtur aö vera eitthvað aö mér,
ef ég væri duglegri og sam-
viskusamari, gæti ég staöiö
mig betur.
Þannig heldur vítahringurinn
áfram, hann leiðir frá hrifningu
til deyfðar síðan til vonbrigða,
biturleika og sinnuleysis og
loks uppgjafar.
6 - VÍÐFÖRLI