Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 7
vera á kristilegum grunni og út frá kristnum forsendum“. Til að heyra skoðanir fólks á kirkjunni rölti ég af stað um hverfið. Erfiðlega gekk að fá fólk til tjá sig þegar ég bar upp erindið. Eftir tutt- uguogfjórar neitanir hitti ég loks fyrir hjónin Hafstein Hjaltason og Kristínu Auðunsdóttur við vinnu í garði sínum. Til hvers kirkju í Grafarvoginn ? Kirkjan er alveg nauðsynleg, taka þau bæði undir, „hún er sameining- artákn fólksins í hverfinu og tákn um þá lífsskoðun sem hún stendur fyr- ir,“ segir Kristín. Munið þið taka þátt í starfi henn- ar ? „Það er erfitt að segja en hver veit, við höfum meiri tíma núna en oft áð- ur. Hinsvegar tel ég að kirkjan hafi höfðað til of þröngs hóps,“ segir Hafsteinn. Já, það voru helst kvenfé- lögin sem maður varð var við í kirkjulegu starfi,“ bætir Kristín við. „Það er nú líka þannig að fólk hugsar lítið til kirkjunnar fyrr en það stendur frammi fyrir einhverju sem gengur nærri því t.d. sorg, “ segir Hafsteinn. Er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri við kirkjunnar þjóna ? „Það er kannski tvennt,“ segir Hafsteinn, „annað að kirkjan hefur eins og áður segir höfðað til tiltölu- lega þröngs hóps og hefur þar kann- ski mest skaðað öfgafull framsetn- ing trúarinnar sem maður hefur orð- ið var við á undanförnum árum. Kirkjan gæti höfðað til miklu stærri hóps en hún gerir og ég er viss um að það eru margir sem myndu kjósa að gera hana að sínum vett- vangi, en í þessum efnum hefur presturinn úrslitavægi — hann mót- ar safnaðarstarfið, til þess er mennt- un hans“. Úti á strætóstoppustöð hitti ég Guðna Einarsson og tók hann tali. Til hvers kirkju i Grafarvoginn? „Eins og annarsstaðar fyrir guðs- þjónustur fyrir þá sem trúa. Mér finnst að það eigi að gera þeim sem ekki komast í kirkjuna kleift að hitta prestinn, og að gera kirkjuna þannig úr garði að fatlaðir komist í hana. Ætlar þú að starfa í kirkjunni? „Ég býst nú ekki við því, en ég hef heldur ekki kynnt mér starfsemi hennar fyrir fólk á mínum aldri“. Hefur þú eitthvað að segja kirkj- unnar þjónum ? „Nei, ég held bara ekki“. Haukur Ingi Jónasson í fréttum OPIÐ HÚS GEGN EINSEMD Víða í Danmörku reka söfnuðir nú Opin hús, sem eru griðastaðir þeim sem búa við einsemd og þeim sem vilja hlynna að öðrum. Gjarnan eru þessi Opnu hús í safnaðarheimilum eða ónotað versl- unar-húsnæði er tekið á leigu. Á hverju kvöldi eru tveir „gestgjafar”, sem taka hlýlega á móti þeim sem líta inn og rabba um málin. Einfaldar veitingar eru á boðstól- um og gjarnan er horft saman á sjónvarpið. Opnu húsi er fyrst og fremst ætlað að skapa mannleg tengsl í hlýlegu umhverfi á forsend- um kirkjunnar. NÆSTA HEIMSÞING AL- KIRKJURÁÐSINS VERÐUR í ÁSTRALÍU í FEBRÚAR 1991 „Kom heilagi andi, endurnýja alla sköpun” er yfirskrift sjöunda heims- þings Alkirkjuráðsins sem haldið verður í Canberra í Ástralíu 7. - 20. febrúar 1991. Síðasta heimsþing var í Vancouver Kanada 1983. Heims- þing er æðsta stofnun Alkirkjuráðs- ins og mótar starf þess milli þinga. Það kýs 150 manna miðnefnd sem fundar árlega. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirskrift heimsþings vísar til þriðju greinar trúarjátningarinnar, heilags anda, enda mótast skipulag þingsins mjög af tilbeiðslu, lofgjörð og samfélagi í bæn. Innan Alkirkjuráðsins eru nú 310 aðildarkirkjur, frá nær öllum kirkjudeildum, nema kaþólsku kirkjunni, sem sendir þó áheyrnar- fulltrúa á flesta fundi þess. Mikil áhersla er innan Alkirkjuráðs- ins á jafnrétti. M.a. er þátttaka á heimsþinginu skilyrt þannig að 40% skuli vera konur, 20% fólk innan þrítugs og 50% leikmenn. Reynt er að fylgja þessum skilyrðum við skip- an í nefndir og ráðningu starfsfólks. ísland má senda tvo atkvæðisbæra fulltrúa til Canberra og þeir verða: Ólafur biskup Skúlason og Adda Steina Björnsdóttir fréttamaður. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.