Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 13
5. Forystufólk í söfnuðum og annað áhugafólk. Um niðurstöður könnunar Guðfræðistofnunar á trúarlífi íslendinga Umsjón sr. Bernharður Guð- mundsson, sími:91-621500 6. Starfsfólk og forystufólk safnaða Helgihald kirkjunnar Ný áhöfn hjá Hjálparstofnun Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar. Jónas Þórisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í stað Sig- ríðar Guðmundsdóttur, sem mun sinna erlendum verkefnum á vegum Rauða krossins. JóhannesTómasson tekur við starfi Þórdísar Sigurðar- dóttur mannfræðings, sem hverfur að kennslu. Jónas Þórisson er Akureyringur, 45 ára að aldri, kennari að mennt. Hann hefur starfað í Eþíópíu á ann- an áratug, bæði við kristniboðs- störf, neyðaraðstoð, sem og við fjármálastjórn á vegum Mekane Yes- us kirkjunnar. Eiginkona hans er Ingibjörg Ingvarsdóttir. Umsjón sr. Jón Helgi Þórarins- son, sími: 96-61685 7. Sóknarnefndamenn og starfs- menn safnaða Starfssvið, skyldur og vinnuað- ferðir Umsjón sr. Bernharður Guð- mundsson, sími: 91-621500 Til sumra þessara námskeiða hefur Jóhannes Tómasson blaðafulltrúi annast kynningar og fræðslustörf Hjálparstofnunarinnar. Hann er Reykvíkingur, 38 ára að aldri og hef- ur unnið við blaðamennsku og út- gáfustörf, lengst hjá Læknablaðinu og Morgunblaðinu. Eiginkona hans er Málfríður Finnbogadóttir. Margrét Heinreksdóttir, settur héraðsdómari í Keflavík, er nýr stjórnarformaður Hjálparstofnun- ar. Auk hennar sitja í aðalstjórn Hanna Pálsdóttir aðalféhirðir og Friðrik Sophusson alþingismaður. Varamenn eru Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri og sr. Úlfar Guð- mundsson. Hjálparstofnun er að flytja í nýtt húsnæði, á annari hæð á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis í Reykjavík, gegnt nýja ráðhúsinu, en starfar eftir sem áður í nánum tengslum við Biskupsstofu, enda að- eins steinsnar á milli. Kirkjuráð hefur aukið framlag kirkjunnar til Hjálparstofnunar sem nemur hækkaðri húsaleigu. fengist fjárveiting frá Kirkjuráði, þannig að þar þarf ekki að greiða laun leiðbeinenda. Fræðsludeild mun einnig skipu- leggja fræðslufundi eða námskeið um önnur efni, ef óskað er og að- stæður eru fyrir hendi. Starfsfólk Fræðsludeildar veitir all- ar nánari upplýsingar, auk þeirra umsjónaraðila sem tilgreindir eru. KIRKNASAMBAND NORÐURLANDA 50 ÁRA Um hvítasunnuna var haldið há- tíðlegt í Sigtunum í Sviþjóð hálfrar aldar afmæli Nordiska Ekumeniska Institut (NEI). Það var stofnað í stríðsbyrjun, 26. febrúar 1040, 'til að láta skýrt í ljós samstöðu norrænna kirkna við mjög erfiðar aðstæður. Finnland var að tapa vetrarstríðinu gegn Þjóðverj- um, sem skömmu síðar réðust inn i Noreg og Danmörku. Manfred Björkquist, síðar Stokk- hólmsbiskup, sem var einn helsti for- göngumaður að stofnun NEI, lagði mikla áherslu á rannsóknar-og fræðslustörf innan samtakanna. Það varð, er tímar liðu, en á stríðsár- unum og fyrst á eftir sinnti NEI margvíslegum verkefnum -flestum i leynd - er varðaði tengsl og aðstoð á milli kirkna á Norður-löndum. NEI hefur skipulagt fjölda nám- skeiða og ráðstefna á Norðurlönd- unum öllum, þar er samhæfð þátttaka norrænna kirkna i alþjóð- legu starfi og fylgt eftir í heimalönd- um niðurstöðum af alþjóðaráð- stefnum. Auk þess hefur NEI annast margvíslega útgáfu á bókum og trú- arritum. íslendingar hafa tekið virkan þátt í starfi NEI og eiga þar tvo menn í stjórn. Dr. Björn Björnsson var um skeið stjórnarformaður en nú gegnir því starfi Erik biskup Vikström frá Finnlandi. Dr. Hjalti Hugason og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir hafa verið starfsmenn á aðalstöðvum NEI í Uppsölum. í stjórn NEI eru fulltrúar frá öll- um hinum fjölmennari kristnu trú- félögum á Norðurlöndum, nema hvítasunnumönnum. Núverandi framkvæmdastjóri er Kaj Engström frá Finnlandi. VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.