Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 20

Víðförli - 15.06.1990, Blaðsíða 20
DANSKIR PRESTAR MEGA EKKI TRÚA Á SÁLNAFLAKK Herluf Eriksen, biskup í Árósum hefur bent á að sálnaflakkskennngin er nú mjög á dagskrá í Danmörku og á sér jafnvel fylgismenn innan prestastéttarinnar. Hann segist ekki munu prestsvígja þá sem aðhyllast þessa kenningu, né taka við þeim prestum úr öðrum biskupsdæmum. Sú kenning feli í sér að maðurinn endurfæðist til hærra eða lægra til- verustigs eftir breytni sinni í þessu lífi. Maðurinn frelsi sig þarafleið- andi sjálfur og Kristur verði eigin- lega óþarfur. HONECKER BÝR Á PRESTSSETRI Hinn fallni leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, Erich Honecher og kona hans, hafa fengið athvarf á prestssetri í Lobetal, fyrir norðan Berlín. Biskup Gottfries Forch, sem hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa, segir að kirkjunni beri að styðja þá sem eru veikburða og útskúfaðir af samfé- laginu, — hinn fyrrum valdamikli flokksleiðtogi sé nú í þeirra hópi. Kona Honeckers er fyrrum mennta- málaráðherra og hún ákvað að þeir unglingar sem fermdust kirkjulega, fengu ekki vist í menntaskóla eða há- skóla. Prestshjónin sem hýsa Honec- kerhjónin, eiga 7 börn sem kosið hafa að fermast og því ekki átt kost á framhaldsskólamenntun. NORRÆN RÁÐSTEFNA UM ANDLEGA UPPBYGGINGU „Mystik og nárvaro” er yfirskrift norrænnar ráðstefnu, sem kirkna- samtök Norðurlanda efna til í Stokkhólmi 1E13. okt. nk. Fyrirlesarar eru frá lútersku, kaþ- ólsku og ortodoxu kirkjunum, mikil áhersla verður á tónlist og helgihaldi. Fræðsludeild veitir nánari upp- lýsingar. uá, lát f>cr j>ókruwt Clá jrcba mi^ jPrcttintv, skuncta trvcr -tíl hjcllpar C " " "■ ■ vV ■ V-V ■ *' II --------------------------------—' jc Guði Töíur ocj Stjni ccj 3jetlccjuxiv Anda , S^o $«m var l upfkoji,, cr cniv oc^ vcria mun vwn atdvr alda . Amm. 3jaU«luja. Dr. Róberts Abrahams og frú Guðríðar minnst Hinn 8. mars sl. lést í Reykjavík frú Guðríður Magnúsdóttir kennari, ekkja hins mikilhæfa tónvísinda- manns, dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, kór-og hljómsveitar- stjóra og söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar. Við fráfall hennar kviknaði sú hugmynd meðal vina og samstarfs- manna þeirra hjóna, að minnast þeirra með einhverjum hætti, er ver- ið gæti varanlegur minnisvarði um æfistarf þeirra í þágu íslenskrar tón- listar. Eftir nokkurn undirbúning varð niðurstaðan sú að safna fé í sjóð, - Minningarsjóð dr. Róberts A. Ottós- sonar og Guðríðar Magnúsdóttur kennara- sem formlega var stofnað- ur 17. maí sl., en sá dagur var í senn afmælisdagur dr. Róberts og brúð- kaupsdagur þeirra hjónanna. Tilgangur sjóðsins verður fyrst og fremst að stuðla að útgáfu á verkum dr. Róberts, bæði vísindalegum rit- smíðum hans, sem sumar hafa ein- ungis birst í erlendum fræðiritum, og útsetningum hans, m.a. á sálma- lögum og þjóðlögum. Ennfremur, ef unnt væri, að gefa út á geisladiski valda þætti hljóðritana, sem til eru af þeim mörgu stórverkum tónbók- menntanna, sem dr. Róbert A. Ottó- son stjórnaði flutningi á hér á landi. Öllum, sem þekktu til þeirra hjóna, er kunnur sá mikilvægi þáttur, sem Guðríður átti í starfi dr. Róberts og hversu umhugað henni var um að það sem eftir hann liggur glataðist ekki, heldur kæmi þjóðinni að gagni. Þykjast þeir þess fullvissir, að henni væri kærkomnastur sá minn- isvarði, sem reistur yrði með ofan- greinum hætti. Vitað er, að þau hjón áttu vini og velunnara um allt land, bæði meðal tónlistarfólks, kirkjunnar manna, fjölmargra nemenda þeirra beggja og annarra. Til þess að ná til þeirra, sem vildu taka þátt í því með fjárframlögum að heiðra starf og minningu þeirra dr. Róberts og Guð- ríðar, er þetta skrifað. Opnaður hefur verið fyrir minn- ingarsjóðinn gíróreikningur, nr. 3860 hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík. Upplýsingar um sjóðinn eru gefnar í síma 91-29107, kl. 14-17 virka daga. Þangað er jafnframt unnt að tilkynna framlög með greiðslu- kortum, bæði VISA og EURO- CARD. Biskupsstofa tekur einnig á móti framlögum. 20 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.