Víðförli - 01.11.2004, Qupperneq 1

Víðförli - 01.11.2004, Qupperneq 1
VÍÐFÖRLI FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU - www.kirkjan.is 23. ÁRG. 3.-4. TBL. NÓV. 2004 Barnakór Háteigskirkju. Meðal efnis: Ný fræðslustefna Þjóðkirkjunnar samþykkt........ 2 Gleðin í fyrirrúmi - Kirkjudagar 2005................ 2 Frábær ungmenni á Landsmóti Æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar.. 3 Konur vígðar í 30 ár.............. 5 JPV útgáfa gefur út Biblíuna í nýrri þýðingu................. 6 Verkfærakista kirkjunnar til umræðu í Skálholti.......... 7 Tækniframfarir og tengsl við grasrótina.................. 8 Bókakynning.......................10 Sterkt og gott samfélag lútherskra kirkna um allan heim............13 Tjáskipti kirkjunnar í fjölmenningu nútímans...........14 Starfshópur um fjölskyldu, hjónaband og kynlíf ............16 Að stilla saman strengi í vímuvörnum....................17 Samdirðu þetta sjálf?.............18 Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjórn: Árni Svanur Daníelsson, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Steinunn A. Björnsdóttir. Netfang: frettir@ biskup.is Prentvinnsla: Gutenberg hf. www.kirkjan.is Víðförli nóv. 2004 Það sem skiptir máli Það er ekki satt sem haldið er fram í auglýsingunum: „Jólin byrja í X!“ Nei, því miður. Jólaskraut og jólamúsik og gjafir eru ekki jólin. Hversu mjög sem til er tjaldað. Samkvæmt almanakinu hefjast jólin fyrst kl 18 þann 24. desember, það er jólin, sem fæðingarhátíð frelsarans. Aðventan hefst fjórða sunnudag fyrir jól, hún kallast líka jólafasta og er undirbúningstími jólanna í hinu innra, ekki síður en hinu ytra. Aðventa og jól vilja benda okkur á það sem máli skiptir í lífinu, hinn æðsta auð og gæði. Aðventu og jólaljósin benda á barnið sem fæddist í fjárhúskró og var lagt í jötu af því að það var ekkert rúm fyrir það í mannabústöðum Bet- lehem. Sá boðskapur er andmæli við lífsmáta, þar sem umbúðirnar eru metn- ar umfram innihald, fjármagn og tæki metið fram yfir fólk, vilja Guðs er stork- að, lífið er fótum troðið og gælt við dauðann. Jesús sem fæddist í fjárhúsi og var í jötu lagður lágt kennir okkur að leita þeirra lífsgæða sem eru fólgin í því að gefa og vera öðrum til góðs og gæfu, að elska Guð og náungann. Jólin eru sögð byrja í þessi eða hinni versluninni vegna þess að aðventan snýst nú mest um gjafir. Upphaflega voru jólagjafir gefnar til að tjá þakklæti sitt fyrir velsæld og hamingju með því að láta af hendi rakna umfram allt til þeirra sem líða skort. Og það er enn enginn hörgull á þeim hér heima og heim- an. Aðventan og jólin fullyrða, já, meginþráður fagnaðarerindisins er að Guð gerir málstað þeirra snauðu að sínum: „Það sem þér gjörið einum þessara minna minnstu systkina, það gjörið þér mér!“ segir Kristur. Bara að aðventan gæti hjálpað okkur að skilja betur í hverju hin sönnu verð- mæti eru fólgin. Við í öllu peningaflóði okkar daga erum svo ótrúlega snauð. Okkur skortir einatt tíma - hver hefur tíma til eins eða neins? - við erum ör- snauð af umhyggju og fátæk af friði. Eirðarleysið er hlutskipti svo allt of margra og óánægjan. Við þurfum að hlusta á það sem Ijósin og hljómarnir og sögurn- ar helgu, fornu, sístæðu segja, hlusta með hjartanu. Ef aðventa og jól gætu hjálpað okkur að njóta þeirra auðlegðar sem er fólgin í því að eiga tíma fyrir það sem máli skiptir í lífinu, börnin, lífið, Guð og náungann, þá myndum við eignast innihaldsríka aðventu og gleðileg jól! Karl Sigurbjörnsson 3-4/2004

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.