Víðförli - 01.11.2004, Side 6

Víðförli - 01.11.2004, Side 6
6 VÍÐFÖRLI 23. ÁRG. 3. TBL. JPV útgáfa gefur út Biblíuna í nýrri þýðingu Hið íslenska Biblíufélag og JPV útgáfa undirrituðu ný- lega samning þess efnis að JPV útgáfa taki að sér útgáfu og dreifingu á nýrri þýðingu á Biblíunni. „Með þessari undirritun er brotið blað í sögu Hins ís- lenska Biblíufélags sem er elsta félag á íslandi og hefur séð um útgáfu og dreifingu á Biblíunni frá stofnun," sagði bisk- up íslands og forseti Biblíufélagsins, Karl Sigurbjörnsson, við undirritun samningsins. Hann þakkaði stjórn félagsins ötulan stuðning við þýðingarverkið sem fer fram undir stjórn Dr. Guðrúnar Kvaran, og ríkisstjórninni fjárhagslegan stuðning. „Það er draumur sérhvers útgefanda að fá að gefa út Biblíuna og mesta áskorun sem ég hef tekist á við á 30 ára útgáfuferli," sagði Jóhann Páll Valdimarsson, stjórnarfor- maður og útgáfustjóri JPV útgáfu. Unnið hefur verið að þýðingunni í vel á annan áratug. Þetta verður ellefta útgáfa Biblíunnar á íslensku. Hún var síðast gefin út 1981 en þá var ekki um nýja þýðingu að ræða þó að þýðingin hafi verið talsvert endurskoðuð. Þá verða apókrýfurit Gamla testamentisins aftur prentuð með Biblíunni en þau fylgdu íslenskum útgáfum Biblíunnar fram á miðja 19. öld. Stefnt er að því að gefa út Biblíuna í september 2006. JPV útgáfa tekur jafnframt við dreifingum og sölumálum núverandi útgáfu um næstu áramót. Biblíufélagið hefur séð um útgáfu og dreifingu Biblíunn- ar allt frá stofnun þess árið 1815. í tilkynningu frá félaginu og JPV útgáfu eru ástæður þessara breytinga tilgreindar: „Útgáfa nýrrar þýðingar Biblíunnar er viðamikið verkefni. Kristið fólk og þvertrúarleg samskipti Á vefnum www.kirkjan.is/annall/truarbrogd er að finna skjal sem þar sem kynntar eru leiðbeiningar um samskipti kristins fólks við fólk af öðrum trúarbrögðum. Hér er um að ræða skjal sem er afrakstur tveggja þinga með fulltrúum frá kirkjum Porvoo kirknasambandsins. Þar er meðai annars fjallað um afstöðu kristinna ein- staklinga í samskipum við fólk af öðrum trúarbrögðum hvað snertir fjölskyldumál, hjónabrögð fólks af ólíkum trúarbrögðum, sameiginlegra helgiathafna og fleira. Skjalið er hugsað sem umræðugrunnur og til aðlögun- ar í mismunandi aðstæðum. Sams konar viðburður hefur raunar ekki orðið síðan Biblí- an kom út árið 1912. Jafnframt hefur hann í för með sér einstakt tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi Biblíunnar jafnt fyrir einstaklinga sem þjóðina alla. Til að það takist þarf að ná til þess stóra hóps fólks sem lítið þekkir til henn- ar. Biblíufélagið er ekki í stakk búið til að sinna þessu verk- efni án þess að gera verulegar breytingar á starfsemi sinni. Stjórnin stóð þannig frammi fyrir þeirri spurningu hvernig félagið gæti best náð því markmiði sínu að koma Biblíunni og boðskap hennar til landsmanna. Niðurstaða hennar varð sú, að það væri vænlegra til ár- angurs að semja við JPV útgáfu þar sem þegar væri til staðar öll sú sérstaka þekking og reynsla sem nauðsynleg er til að valda slíku verkefni, heldur en að félagið stæði sjálft að útgáfunni. Á stjórnarfundi Biblíufélagsins lýsti stjórn þess ánægju sinni yfir brennandi áhuga forsvarsmanna JPV útgáfu á að taka þetta verkefni að sér og bað fyrir áframhaldandi góðu samstarfi og óskaði þess að Guðs blessun myndi hvíla yfir því starfi sem framundan er.“ Steinunn A. Björnsdóttir Jákvætt hj ónanámskeið I Hafnarfjarðarkirkju eru í vetur haldin svoköiluð já- kvæð hjónanámskeið níunda veturinn í röð. Upphaf- lega áttu þau aðeins að vera tvö að tölu en nú í vor höfðu 6.500 manns sótt þessi námskeið frá upphafi. Hjónanámskeiðin hafa nú í nokkur ár verið haldin í samvinnu við Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar og Fræðslusvið Biskupsstofu víða um land, m.a. ( Kefla- vík, Þorlákshöfn, á Selfossi, Borgarfirði, Suðureyri, Akranesi og í Reykjavík svo fáeinir staðir séu nefndir. Einnig hefur námskeiðið verið haldið í Osló auk þess sem starfsmannafélög, stofnanir og skólar hafa boðið starfsfólki sínu upp á slíkt námskeið. Efni námskeiðanna hefur breyst og þróast í gegnum tíðina en megininnihald þeirra er sambúð og samskipti í víðum skilningi. Farið er í gegnum gildrur sambúðar- innar og fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni. Fyrst og fremst er þó talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að styrkja innviði fjölskyldunnar. Leiðtogi á námskeiðunum hefur frá upphafi verið sr. Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfjarðarkirkju en í haust er ætlunin að gefa út í hans samantekt efni nám- skeiðsins. Það verkefni er unnið á vegum Fræðslusviðs Biskupsstofu í samstarfi við Leikmannaskólann og Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Irma Sjöfn Óskarsdóttir

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.