Víðförli - 01.11.2004, Side 9
NÓVEMBER 2004
V I Ð F Ö R L I
9
Tónlistarstefna kirkjunnar
samþykkt á kirkjuþingi
Það er mikið fagnaðarefni að tónlistarstefna kirkjunnar
hefur verið samþykkt á kirkjuþingi. Það er þó ekki eins og
stefnulaust hafi verið hingað til, en tónlistarstefna kirkjunn-
ar hefur ekki áður verið sett fram með jafnskýrum hætti eða
um hana verið fjallað á jafnbreiðum grundvelli. Hún er að
stofni til úr smiðju sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar en hefur á
tveggja ára vinnuferli verið send ótal aðilum til umsagnar
og síðan verið samræmd heildarstefnumótun kirkjunnar.
Stefnur af þessu tagi innihalda iðulega staðfestingu á
þróun sem þegar er hafin, fremur en tillögur um byltingar-
kenndar nýjungar, samkomulag um hvaða stíga skuli
þræða, en jafnframt hverja beri að forðast. Vissulega liggja
leiðir víða, kirkjan er samsafn ólíkra einstaklinga og þver-
skurður fjölbreytts samfélags, því er eðlilegt að vegvísirinn
stefnir ekki aðeins í eina átt. Það er unnt að klæða boð-
skap kirkjunnar margvíslegri tónlist; aðalatriðið er að fag-
mennska og virðing sé ráðandi. Á endanum sameinast þó
leiðir í sameiginlegum boðskap trúarinnar, eða eins og
segir í stefnunni: „Öll tónlist skal þjóna til uppbyggingar í
söfnuðinum" og „Kirkjutónlistin er þjónn orðsins". Þrátt
fyrir þessa áherslu á fjölbreytta tónlist er einnig tekið fram
að skortur á organista og kór eigi ekki að koma í veg fyrir
guðsþjónustu safnaðarins.
Meginlínur tónlistarstefnunnar hvíla á hefðbundnum
grunni (til að vita hver við erum þurfum við að vita hvaðan
við komum) en hvetja jafnframt til fjölbreytileika og nýsköp-
unar. Þannig er orgelið staðfest sem aðalhljóðfæri en jafn-
framt hvatt til fjölbreyttrar notkunar annarra hljóðfæra. Leit-
ast skal við að varðveita tónlistararfinn en jafnframt er hvatt
til nýsköpunar í kirkjusöng, bæði texta og tóni.
Áhersla er lögð á rækt almenns söngs við allar athafnir,
að fólk taki virkan þátt í sameiginlegum söng, samanber
einkunnarorðin: „Biðjandi, boðandi, þjónandi kirkja, er
syngjandi kirkja", og einnig: „Mannsröddin sjálf er fegursta
hljóðfæri tilbeiðslunnar"!
Þá er hvatt til að kenna sálma, að boðað sé til sálma-
söngstunda, sálmar og vers séu kennd við ferminga-
fræðsluna og að efla skuli starf barnakóra.
Staðfest er í tónlistarstefnunni að biskup ráði söngmála-
stjóra til að hafa umsjón með tónlistarmálum kirkjunnar.
Margir munu fagna þeim áfanga, en beðið hefur verið með
ráðningu söngmálastjóra meðan stefnan í tónlistarmálum
hefur verið í mótun. Einnig er staðfest hlutverk Tónskóla
Þjóðkirkjunnar sem auðveldara verður að rækja markvisst
með skírskotun til stefnunnar og í samvinnu við þá sem
vinna við framkvæmd hennar. Lögð er áhersla á að kirkjan
styðji við organista sem ekki hafa fyrirfram aflað sér tilskil-
innar menntunar og hvatt til að sóknir styðji efnilega tón-
listarnemendur sem vilja starfa við kirkjuna.
Að lokum vil ég vitna í grundvöll og hlutverk tónlistar-
stefnunnar:
„Öll list sem er sönn og ekta og sprettur úr heilindum
hugar og hjarta er Guði þóknanleg. Kirkjan vill hlúa að allri
list sem eflir lífið gegn upplausn og dauða.“
Kristinn Örn Kristinsson, skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar
Námskeið Leikmannaskólans
Á liðnu hausti voru gefnir út 2 kynningarbæklingar á
vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar en samkvæmt
reglum skólans þá skal hann annast fullorðinsfræðslu
innan kirkjunnar.
Annar bæklinganna inniheldur lýsingar á námskeið-
um haustsins sem haldin eru fyrir aimenning í Grens-
áskirkju. Áhugi fyrir almennum námskeiðum um mál-
efni sem snerta kristna trú hefur farið vaxandi og má
geta þess að 170 manns skráðu sig á námskeið um
sögu kristninnar og Da Vinci lykilinn sem hófst 10. nóv-
ember.
Önnur námskeið sem haldin voru í Grensáskirkju
fjölluðu um sköpunartexta Gamla testamentisins, kirkj-
una og samkynhneigð, trú og tilfinningar og einnig var
haldið söngnámskeið í tengslum við sálmaráðstefnuna.
Eins og nokkur undanfarin ár voru Biblíulestrar í Breið-
holtskirkju í samvinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra.
Hinn bæklingurinn inniheldur lýsingu á námskeiðum
sem eru í boði fyrir söfnuði um allt land. Þar er boðið
upp á námskeið sem fjalla um hjálparstarf, sjálfstyrk-
ingu fyrir unglinga og konur, störf í sóknarnefndum, trú-
arstef í kvikmyndum, hjálparstarf, heimsóknarþjónustu
og margt fleira. Þrestar og aðrir forsvarsmenn sókna
víða um land eru hvattir að hafa samband við starfsfólk
Leikmannaskólans í sima 535 1500 og panta námskeið
í samstarfi við Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar. Ábend-
ingar um námskeið og námskeiðsefni eru líka vel þegn-
ar.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir