Tónamál - 01.11.1981, Síða 4
Tónlistarskóli F.I.H.
Hinn ötuli yfirkennari, Vilhjálmur Guðjónsson.
Fyrsti kennsludagur í Tónlistarskóla F.Í.H. var 6.
október 1980. Klukkan 9 þennan mánudagsmorgun
hóf fyrsti nemandinn nám sitt, starf kennarans var
hafið og langþráður draumur stéttarfélags íslenzkra
hljómlistarmanna var orðinn að vemleika. Þessi
dagur er hinn eini og sanni afmælisdagur óskabarns-
ins. Fæðingin var ekki kunngerð með skólasetning-
arræðum og kampavínsgleði.
Nú langar mig í stuttu máli að rekja sögu undir-
búnings að skólahaldi Tónlistarskóla Félags ís-
lenzkra hljómlistarmanna. Allt frá stofnun félagsins
fyrir nær 50 árum hefur félagið látið sér annt um
hæfni og menntun félagsmanna sinna.
Þannig tíðkaðist það lengi framan af, að hver sá
4
sem hugði á inngöngu í félagið þurfti að gangast
undir hæfnispróf.
I lok fimmta áratugarins stofnaði félagið tónlist-
arskóla, sem þó aðeins starfaði um eins árs skeið,
enda fjárhagslegar forsendur fyrir slíku skólahaldi þa
allt öðruvísi en þær, sem við eígum nú við að bua.
Enginn vafi leikur á að Sverrir Garðarsson for-
maður F.Í.H. er sá aðili, sem lengst hefur alið
drauminn um Tónlistarskóla félagsins í brjósti. Það
var á aðalfúndi 1978 að hann aflaði stjórninni um-
boðs til að undirbúa stofnun skólans.
Skólanefnd var sett á laggirnar og Gunnar Egilson
skipaður formaður hennar. Aðrir í nefndinni eru
félagsmennirnir Rut Ingólfsdóttir, Sverrir Garðars-
TÓNAMÁL