Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2007, Blaðsíða 21
Hinn 15. febrúar síðastliðinn var nýtt félag
stofnað í Reykjavík. Trans-Ísland eru sam-
tök transgender fólks á Íslandi og hefur það
að markmiði sínu að skapa transgender
fólki og fjölskyldum þeirra menningarlegan
vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund
þeirra, vinna að laga- og réttarbótum, auka
fræðslu til fagfólks og eiga samstarf við
sambærileg samtök hérlendis og erlendis.
Átta manns sátu stofnfundinn og félögum
fer hratt fjölgandi.
Staða transgender fólks er um margt lík því
sem hún var meðal homma og lesbía hér á
landi fyrir fjörutíu árum, það mætir slíkum
fordómum og ranghugmyndum að það kýs
að fara með veggjum í stað þess að standa
við tilfinningar sínar gagnvart heiminum,
og þau eru sennilega fleiri en færri sem sjá
sig knúin til að flýja land. Það er smánar-
blettur á menningu okkar að enn skuli
þessi þjóð eiga til sína kynferðispólitísku
flóttamenn. En litla Ísland á sínar hetjur í
þessum hópi, fólk sem hefur gengið fram
fyrir skjöldu. Þar hefur Anna Kristjánsdóttir
verið í fararbroddi um árabil, óþreytandi
við að fræða, upplýsa og rökræða, og
hvergi gefið eftir. Önnur baráttukona úr
röðum transgender fólks er Anna Jonna
Ármannsdóttir sem fræddi tímarit Hinsegin
daga um Trans-Ísland á dögunum ásamt
Önnu Margréti en báðar sitja þær í stjórn
nýja félagsins.
Landslagið varð annað
„Eins og allar þjóðfélagshræringar þá átti
þetta langan aðdraganda, en síðustu tvö ár
hafa margir lagst á eitt og allt í einu varð
formleg hreyfing orðin að veruleika,“ segir
Anna Jonna. „Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
fyrrum formaður Samtakanna 78, hvatti
okkur mjög til að mynda samtök, og
það hafði mikil áhrif á hóp okkar þegar
sagnfræðingurinn Susan Stryker kom
til Íslands og hélt opinberan fyrirlestur í
Háskóla Íslands, sagði frá transgender
reynslu sinni og sýndi kvikmynd sína
Screaming Queens á Hinsegin bíódögum.
Transgender reynsla var reyndar eitt þema
kvikmyndahátíðarinnar, þar var til dæmis
sýnd frábær norsk mynd og önnur íslensk
um efnið. Allt í einu var› landslagið annað
og allt komið á hreyfingu.“
En hvernig er að þurfa að útskýra, kynna og
berjast fyrir mannréttindum sem ættu að
vera sjálfsögð, að eiga rétt á að leiðrétta
kyn sitt ef við teljum okkur hafa fæðst í
röngum líkama? „Það tekur stundum á,“
segir Anna Jonna, „sú var tíðin að ég
ætlaði ekki að opinbera mig fyrir heiminum
fyrr en farið væri að gróa yfir þessa erfiðu
reynslu fortíðarinnar. Samt fannst mér
alltaf að einhvern tíma bæri mér skylda til
að segja heiminum frá því sem ég hefði
reynt. En þá kom Susan Stryker til Íslands
og hún sparkaði mér eiginlega út úr skápn-
um. Eftir á að hyggja er ég henni þakklát.
Þegar maður kemur út þá sér maður líka
miklu skýrar hvað það er margt sem þarf að
berjast fyrir. Það er bara ekki hægt að láta
eins og allt sé í besta lagi.“
Fjandsamlegt lagaumhverfi
Lagasetning á Íslandi er afturhaldssöm og
úrelt, og raunar fjandsamleg transgender
fólki. Hér gilda gömul afkynjunarlög um
það fólk sem leitar leiðréttingar á kyni sínu,
og gerir það meðal annars að verkum að
fólk fær ekki skipt um nafn fyrr en upphaf-
legir kynkirtlar hafa verið fjarlægðir og
líkamlegu breytingaferli lokið. Engu breytir
þó að fólk hafi lifað í ár og áratugi í því
kyngervi sem það telur vera sitt. Hér þarf
að koma til róttæk endurskoðun á lagalegu
umhverfi og ljóst að brýn þörf er á stjórn-
skipaðri nefnd um málefni transgender
fólks hér á landi til að styrkja réttarstöðu
þess og losa það undan þeirri auðmýkjandi
kúgunar reynslu sem fylgir því að ætla að
leiðrétta kyn sitt.
Gleðin er svo mikilvæg
Svo sannarlega er þörf á félagi og það er
á ábyrgð okkar allra að styðja transgender
ættingja okkar, vini og félaga. Ísland á líka
að verða þeim byggilegt á sama hátt og
það varð samkynhneigðum að lokum eftir
langa þrautagöngu og persónuofsóknir. Í
nýlegri grein í tímaritinu Mannlífi minnir
Anna Kristjánsdóttir, talskona Trans-Ísland
á að félagið verði að mynda þrýstihóp í
samfélaginu og bætir við: „Við ætlum þó
líka að skemmta okkur saman og vera
sýnileg. Gleðin er svo mikilvæg og það er
alveg hægt að halda úti félagi sem berst
fyrir mikilvægum málum og stendur fyrir
jákvæðri umræðu.“
Hreyfing Hinsegin daga í Reykjavík tekur
undir þetta. Öll sú mannréttindabarátta
sem notar lífsgleðina sér til framdráttar
myndar sterkt vopn gegn afturhaldinu og
hrokanum, og fátt fær staðist það. Þetta
þekkjum við sem erum hinsegin af eigin
reynslu.
Trans-Ísland
– Velkomin í gleðigöngu
framtíðarinnar!
Recently, an organization for transgen-
der people in Iceland, Trans-Iceland,
was founded by eight activists deter-
mined to fight against the oppression
of transgender people to ensure them
the same human rights as other citi-
zens. Here, the organization’s presi-
dent, Anna Jonna Ármannsdóttir, and
spokesperson, Anna Kristjánsdóttir,
reveal how their struggle started, and
how it keeps on going.
fjÖlBREytilEiKaNum!
nýtt félag í flóru hinsegin fólks
fÖGNum
Trans-Ísland –