Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2007, Blaðsíða 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2007, Blaðsíða 46
46 Þórhallur vilhjálmsson Mínar fyrstu alvarlegu tilraunir til að nálgast samfélag homma áttu sér stað í London í janúar 1984. Eitt kvöldið sat ég á gangstéttinni fyrir utan stað sem ég vissi að var hommapöbb, ætlaði að bíða og sjá hverjir færu inn, og eftir smástund sagði ég við sjálfan mig: „Hva ... þetta er bara allt saman venjulegt fólk, sjáðu þennan, bara venjulegur maður.“ Næsta skref var að herða sig upp og fara á Heaven, stærsta og vinsælasta hommadiskótekið í borginni. Þegar ég kem inn og lít yfir dansgólfið þá blasir við þessi líka fjöldi, hundruð ef ekki þúsundir karlmanna, allir samkynhneigðir. Ég hafði verið að súpa bjór en allt í einu missti ég lystina og hætti að drekka, mér fannst þetta svo æðislegt. Það sem eftir var kvölds- ins drakk ég bara vatn! Ég sveimaði þarna um Heaven með eitt í hug- anum: „Og ég sem hélt að við værum svo fá.“ Hvorki fyrr né síðar hef ég upplifað þessa tilfinn- ingu svona sterkt, þessa gríðarlegu fjöldaupplifun. Allt kvöldið tautaði ég við sjálfan mig: „Þetta er bara eins og haf ... eins og haf.“ Þarna var náttúrlega diskótek í gangi og voða gaman, en ég man ekki til þess að hafa hitt neinn þetta kvöld. Ég var svo gagntekinn af hópnum, þjóðinni sem ég sá þarna, þjóðinni minni. Svo fór ég að færa mig upp á skaftið og einhvern tíma kom ég inn á stað í Earls Court þar sem fyrir var hópur af hommum sem ég fór að blanda geði við. Mér fannst fljótt að allir væru að reyna að gera grín að mér. Ég var nýr á senunni, grænn, og talaði með íslenskum hreim, en ég hafði miklar væntingar til þess að hommasamfélagið tæki mér opnum örmum. En komst fljótt að því að þetta var harður heimur, heimur vímunnar og kynhvatarinnar. Í fyrsta sinn á ævinni fékk ég að finna fyrir því hvað það er að verða fyrir höfnun. Í hópn- um var strákur sem ég var skotinn í, en allt í einu fór einhver að hlæja að mér, og þá varð ég þetta líka ofboðslega sár og reiður, svo ég stend upp og segi: „Hér er maður loksins kominn í þennan heim og býst við að fá almennilegar móttökur, en þá eruð þið bara ömurlegir.“ Svo labbaði ég burt. Þetta sagði ég allt á íslensku með brostinni rödd, en þeir störðu bara á mig, utangarðsmann meðal utangarðsmanna. Allt í einu kom einhver eldri maður á eftir mér. Það fannst mér að minnsta kosti þá. Hann var samt ábyggilega ekki eldri en um þrítugt, í köflóttri skyrtu og með yfirskegg. Hann settist niður með mér og sagði föðurlega: „Nú þegar þú ert kominn í okkar heim þá skaltu vita að hann er að mörgu leyti mjög harður. Það er vegna þess að mörgum okkar líður illa, og það brýst út í þessari framkomu sem þú varðst fyrir. Ég held að þú ættir bara að fara og finna þér minni borg. London er of stór fyrir þig. Farðu til Edinborgar eða á svipaðan stað, í minna gay samfélag.“ Ég sá þennan mann ekki aftur en ég hef aldrei gleymt honum ... rödd skyn- seminnar á bar í London ... í Earls Court 1984. Thorhallur Vilhjalmsson is an ex-butler, mountain guide, teacher, and marketing executive. In 2000 he wrote the memoir The Pigs Butler and had excerpts published in US magazine such as Talk Magazine and newspapers in the US and UK. Here Thorhallur reminisces about his first visit to a big gay disco in London in 1984. himiNN OG haf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.