Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Síða 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Síða 6
Carole Pope er goðsögn í lifanda lífi. Barn að aldri fluttist hún frá Englandi til Kanada þar sem hún nýtur gríðarlegra vinsælda fyrir tónlist sína. Hún varð fyrst fræg í samvinnu við Kevan Staples í Toronto, en samstarf þeirra þróaðist yfir í hljómsveitina O, síðan The Bullwhip Brothers og að lokum The Rough Trade, sem átti eftir að ná miklum vinsældum um allan heim. Hún var ein fyrsta rokkstjarnan sem gekkst opinberlega við til- finningum sínum sem lesbía og fléttaði þá reynslu inn í texta sína og tónlist, því að hún syngur berort og fumlaust um ástir kvenna. Oft hafa íhaldsöfl af ýmsu tagi misst andann yfir list hennar og hrópað hástöfum gegn henni í fjölmiðlum. En umfram allt er hún okkar kona, stundum villt og tryllt, en umfram allt öflugur liðsmaður í leitinni að betra lífi. Þrívegis hefur Carole Pope hlotið Juno-verðlaunin í Kanada, en þau svara til Grammy-verðlaunanna í Bandaríkjunum, og enn kepp- ist heimurinn við að hylla hana og verðlauna. Hún hefur slegið ótal sölumet í Kanada og hlotið fjöldann allan af gull- og platinumplöt- um. Þá hefur hún m.a. samið tónlist við sjónvarpsþættina L-Word og Queer as Folk. Árið 2000 gaf Carole Pope út sjálfsævisögu sína, Anti-Diva, þar sem hún fjallaði m.a. opinskátt um ástarsamband sitt við hina heimsfrægu Dusty Springfield, en allt sitt frægðarlíf bjó hún í skápnum, sem í senn var þröngur og víður, og átti alla tíð í fjörlegum ástarsamböndum við ýmsar konur uns hún lést um aldur fram. CAROLE POPE 6 Carole Pope er enginn venjulegur gestur á Hinsegin dögum, því hún er sennilega skærasta erlenda stjarna sem þar hefur komið fram. Hún skemmtir á tónleikum á Organ föstudaginn 8. ágúst kl. 21 og kemur fram á útihátíðinni við Arnarhól laugardaginn 9. ágúst. www.carolepope.com / www.myspace.com/carole pope A n t i - D i v A Controversial and world famous rocker Carol Pope is one of the star artists at Reykjavík Gay Pride 2008. Pope, whose wide and and piercing blue eyes smoldered out from album covers in the 1970s and 80s, broke taboos and laid paths where no bands had gone before as half of the early punk duo Rough Trade. Her provocative blend of hard-edged new Wave rock with explicit homoerotic and BDSM-themed lyr- ics made her one of the first openly lesbian pop stars in the world and a triple winner of the Canadian Juno Award. Carole Pope has earned numerous gold and platinum records for her artistic achievements as well as producing music for world famous television series like The L-Word and the US version of Queer as Folk. We welcome Ms. Pope to Reykjavík Gay Pride where she will be performing at Club Organ, Friday, 8 August at 9 p.m., and at the Open Air Concert at Arnarhóll Saturday, 9 August. G O ð S ö G n ú R h E I m I S A m k y n h n E I G ð R A á h á t í ð h I n S E G I n d A G A

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.