Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2008, Side 19
Varla þarf að kynna Regínu ósk og Friðrik ómar eftir glæsilega ferð þeirra til
Belgrad í vor á Eurovision-keppnina þar sem þau sungu af öryggi og sjarma
sem fáum er gefinn. á örskömmum tíma hafa þau skipað sér í röð okkar fremstu
dægurlagasöngvara, gefið út nokkrar vinsælar plötur og slegið í gegn í ótal
sýningum á sviði.
Regína ósk nam klassískan söng við Söngskólann í Reykjavík og djasssöng í
Tónskóla FÍH. Hún hefur hljóðritað þrjár vinsælar sólóplötur. Friðrik ómar birtist
dag nokkurn norðan af Dalvík og sá og sigraði höfuðborgina á undraskömmum
tíma. Sína fyrstu sólóplötu gaf hann út á síðasta ári. Þá starfa þau saman í
hljómsveitinni eurobandið sem notið hefur gríðarlegra vinsælda síðustu tvö ár
og að sjálfsögðu mun bandið leggja þeim lið á Hinsegin dögum. Bandið skipa
þeir Kristján Grétarsson, Benedikt Brynleifsson, Róbert Þórhallsson og Grétar
Örvarsson.
Friðrik ómar og Regína ósk komu fyrst fram á hátíð Hinsegin daga sumarið
2006, þó ekki saman heldur hvort í sínu lagi. Í ár munu þau leggja gleðigöng-
unni lið á þann hátt sem þeim einum er laginn og syngja saman á útihátíðinni
við Arnarhól laugardaginn 9. ágúst.
A MAtCH MADe in eUROviSiOn HeAven
With youthful charm, Friðrik Ómar and Regína Ósk represented iceland in
Belgrad at the eurovision Song Contest 2008 with their catchy song, “this is
my life”. those two rising stars owe their great popularity partly to various
musical stage shows in Reykjavík and several well received albums, as
well as their own Euroband, specializing in eurovision music. Friðrik Ómar,
Regína Ósk and the euroband will give our Pride Parade their special
touch of colour and perform as well at the Open Air Concert at Arnarhóll, 9
August.
www.fridrikomar.is – www.reginaosk.is
www.myspace.com/euroband – www.rigg.is
FRIðRIk ómAR
REGínA óSk OG
19