Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2008, Qupperneq 44
sem söngvari með hljómsveitum, og ég man að hann söng með Sigrúnu Jónsdóttur sem þá var ein okkar vinsælasta söngkona. Ísland var líka of lítið fyrir hann, því hann fluttist til New York og bjó þar í áratugi. En íbúðin hans þar var alíslensk, innanstokksmunirnir sérhönnuð tekkhúsgögn sem hann lét flytja yfir hafið frá Íslandi og íslensk kjötsúpa á borðum. Jóhann hafði marga kosti og einn þeirra var örlætið. En maðurinn hafði ákveðinn veikleika, hann gat verið óttalega fljótfær. Einhvern tíma áskotnaðist honum fimm lítra kampavínsflaska og sá þá ástæðu til að bjóða fjölda vina og kunningja í síðdegispartí. Þegar hann var að undirbúa veisluna varð honum litið á græna gólfteppið í stofunni og fannst það eitthvað svo leiðinlegt. Hann hafði frétt að Slippfélagið væri farið að framleiða tveggja stunda málningu sem svo var kölluð, því það tók hana bara tvo tíma að þorna. Hann rýkur niður í Slippfélag, kaupir málningu og þegar heim kemur strýkur hann voða létt yfir græna teppið með henni, grænt yfir grænt. Teppið varð alveg eins og nýtt. Svo fer Jóhann út að kaupa inn til veislunnar. Þegar hann kemur heim leggur hann höndina á teppið og finnur að það er orðið þurrt. Nú tóku gestirnir að streyma að og þar á meðal var Einar Eggertsson á hand- saumuðum ítölskum herraskóm sem hann var nýbúinn að kaupa sér. Allt í einu segir einhver stundarhátt: „Hvað er þetta á skón- um mínum, þeir eru allir grænir að neðan?“ Gestirnir fóru nú að huga að fótunum og það leyndi sér ekki, gólfteppið var blautt í botn- inn, skór gestanna fagurgrænir og ítölsku skórnir hans Einars handónýtir. Þetta var Malla milljón. Undir kristalsljósakrónu Á árunum upp úr 1950 voru orðnar til einar 3–4 litlar klíkur meðal hommanna í Reykjavík sem hittust, buðu heim, borðuðu saman og skemmtu sér saman. Það hefur talsvert verið talað og skrifað um klíkuna sem var í kring- um Laugaveg 11. Þangað komu aðallega listamenn og námsmenn, þar voru þeir Elías Mar, Sturla Tryggvason víóluleikari, Dagur Sigurðarson og margir aðrir, en ég kynntist eiginlega ekkert þeim hópi. Samt voru engin illindi milli strákanna í þessum klíkum, menn áttu bara misjafnlega mikið sameiginlegt eins og gengur. Árið 1953 tók ævintýraþráin aftur völdin og Þórir hélt til Kanada þar sem hann starf- aði hjá Manitoba Bus Terminals í Winnipeg og líkaði vel. Enn var hann jafn hrifinn af úniformum og þegar hann hitti piltinn á Skotapilsinu á Skólavörðuholti forðum, og brátt var hann kominn í undirbúningsdeild kanadíska hersins. Árið 1954 varð hann fullgildur liðsmaður í fallhlífadeild hersins og hlaut kanadískt vegabréf. Hann starfaði um tíma á vegum hersins í einni af herstöðvum NATO í Þýskalandi, en þegar hann slasaðist á ökkla við það að falla í skurð var ferill hans í hernum á enda og aftur hélt hann heim til Íslands árið 1957. Á þeim árum urðu hommar að fara varlega. Þórir minnist eins af félög- unum í hernum sem var dæmdur til sex ára þrælkunarvinnu þegar upp komst að hann hafði lagt lag sitt við aðra karlmenn. Í Íslandi hefur Þórir lifað lífinu í hálfa öld, en líka átt sitt annað heimili í Bretlandi þar sem hann deildi árum saman húsi með góðum vini sem nú er nýlátinn. Og það var í London sem hann kynntist karlmönnum í úniformi. Það var árið 1974 að ég sá auglýsingu í ensku blaði frá einhverju sem hét Rubberman Club og komst í samband við þá. Stuttu seinna kynntist ég svo MSC London og hef verið virkur félagi þar í þrjátíu ár. Þeir hafa meira að segja gert mig að heiðursfélaga. Mér líkaði strax sérlega vel í þessum félagsskap. Það er mikill misskilningur að allt í þessum klúbbum gangi út á sex, þetta snýst fyrst og fremst um vináttu og félagsskap. Mér fannst sérstaklega gaman að þessu fyrr á árum, við fórum til dæmis oft í tjaldútilegur og höfðum það skemmtilegt saman. Í þessum hópi var aldrei verið að draga menn í dilka eftir því í hvaða þjóðfélagstöðu þeir voru, eins og maður verður svo oft var við í Bretlandi. Það var ekki til í þessum Bretum, það var frekar að þeir gerðu grín að fínheitunum. Ég man að einu sinni birtust tveir saman í úti- legu og höfðu með sér þessa dýrindis kerta- ljósakrónu úr kristal sem þeir hengdu upp í tjaldinu sínu. En lífið er ekki tómt grín. Ég var svo heppinn að sleppa við pláguna, guði sé lof, en einmitt þess vegna hef ég horft á eftir óskaplegum fjölda af vinum mínum í gröfina af völdum AIDS, hundruðum manna, hér heima og í útlöndum. Einn þeirra var Guðmundur Grímsson læknir sem lengi starf- aði í New York. Hann var 43 ára þegar hann dó og var betri en við flestir, því ef hann hafði ekkert gott að segja um fólk þá þagði hann bara. Ég sat yfir honum og tveimur öðrum vinum mínum í banalegunni og var hjá þeim þegar þeir skildu við. Maður stendur með sínum ef maður getur. En það var erfitt. 44 „uniform night“ getur merkt sitt af hverju. Í undirbúningsdeild kanadíska hersins veturinn 1953–1954.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.