Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2008, Page 46
baldur Þórhallsson gengur með gestum hinsegin daga um
sögustaði samkynhneigðra í miðborginni
haldið af stað frá Ingólfstorgi miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18
hýra Reykjavík
Í tilefni af 10 ára afmæli Hin-
segin daga verður boðið upp
á sögugöngu um staði sem
tengjast lífi lesbía og homma
í miðborg Reykjavíkur. Fjallað
verður um menningu og líf
einstakra samkynhneigðra
Reykvíkinga allt frá lokum
19. aldar. Næturlífi, pólitík,
bókmenntum og tónlist sem
tengjast samkynhneigðum
í borginni verða gerð skil
og rifjaðir upp sögufrægir
atburðir í lífi þeirra. Menning
lesbía og homma í Reykjavík hefur til skamms tíma verið flestum
hulin, en fjölda markverðra staða er að finna í miðborginni sem
tengjast lífi þeirra. Markmið gönguferðanna er að svipta hulunni af
þessum merkilega menningar-
kima borgarinnar. Reykjavík
er hýrari en margur heldur!
Fyrirmyndin a› göngunni er
sótt til stórborga erlendis þar
sem víða er boðið upp á slíka
leiðsögn.
Miðvikudaginn 6. ágúst
verður sérstök söguganga.
Safnast verður saman á
Ingólfstorgi og lagt af stað kl.
18:00. Ferðin tekur rúmlega
klukkustund og í ár er ein-
göngu boðið upp á leiðsögn á
íslensku. Skipuleggjandi og leiðsögumaður er Baldur Þórhallsson,
stjórnmálafræðingur. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Baldri
í síma 896 0010.
H i n s e g i n d a g a r
Þjónustumiðstöð
SERVICE CENTER
LaugaveguR 33
Opin virka daga kL. 13–18 FrÁ 19. JÚLÍ
OPEN WEEKDAYS 1–6 P.M. FROM 19 JULY
WWW.gAYPRiDE.iS
viP-koRt og
vaRninguR á boðstóLum
Í sögugöngunni er m.a. staldrað á Laugavegi 11 þar sem Baldur Þórhallsson segir frá
listamönnum, lístaspírum og hommum sem sátu þar áður fyrr á árunum.
46