Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 7

Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 7
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 7 Eyrargata lokast við gatnamót Sólgötu og Fjarðarstrætis og verður botnlangi í austur frá gatnamótum við Þumlungsgötu. Fjarðarstræti frá Mánagötu að Sólgötu verður einstefna til vesturs. Breytingin tekur gildi frá og með 6. nóv- ember 2006. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Breyting á aksturs- stefnu á Ísafirði Sjávarþorpið Suðureyri ehf., og UMÍS ehf., Envir- onice hafa undirritað samning þess efnis að UMÍS ehf., taki að sér sérfræðiráðgjöf vegna 1. áfanga undirbúnings Suð- ureyrar fyrir vottun sam- kvæmt staðli Green Globe fyrir samfélög. Þessi áfangi felur í sér gerð sjálfbærni- stefnu, undirbúning vökt- unar, úrvinnslu mælinga og skil niðurstaðna til Green Globe vegna sam- anburðar við viðmið sam- takanna. Áætlað er að verkinu verði lokið í lok febrúar á næsta ári. Green Globe 21 eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum og að vottun umhverfis- vænna starfshátta. Green Globe 21 vinnur með neyt- endum, fyrirtækjum og samfélögum að þróun sjálfbærari ferðaþjónustu í anda Dagskrár 21 sem er yfirgripsmikil áætlun um sjálfbæra þróun sem 182 ríkisstjórnir gengust undir á heimsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um um- hverfi og þróun í Ríó de Janeiro 1992. Green Globe 21 var stofnað 1994 í kjölfar heimsráðstefnunn- ar í Ríó de Janeiro. Sækist eftir vott- un Green Globe Sjávarþorpið Suðureyri Suðureyri. Vilji til að reka sam- eiginlega tæknideild Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fjallaði í síðustu viku um við- ræður bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, Halldórs Halldórsson- ar, við bæjarstjóra Bolungar- víkur, Grím Atlason um hugs- anlega sameiginlega tækni- deild fyrir sveitarfélögin. Í bréfi sem Halldór lagði fyrir bæjarráð kemur fram að áhugi sé fyrir að láta reyna á slíkt samstarf. Samkvæmt bréfinu er gert ráð fyrir því að bygg- ingarfulltrúi verði 4 klst. í Bol- ungarvík, verkefnastjóri 4 klst., starfsmaður tæknideild- ar 1 klst. og sviðsstjóri 2 klst. Miðað er við að móttaka er- inda og upplýsingagjöf verði öll í Bolungarvík, og ekki verði hringt á tæknideild Ísa- fjarðarbæjar heldur verði sím- svörun og tímapantanir einnig alfarið í Bolungarvík. „Undirritaður telur að hér sé gott tækifæri til að reyna samstarf á þessu sviði til reynslu [...] Hér er um sam- starfsverkefni að ræða og möguleika á sameiningu tækni- deilda en ekki samkeppni við einkaaðila sem reka hönnun- ar- og verkfræðistofur“, segir í bréfinu. Þá segir að tækni- deild Ísafjarðarbæjar muni geta bætt við sig verkefnum þegar líður á haustið, og reyn- ist verkefnin meiri en reiknað er með verði að ráða fleiri til starfa. Bæjarráð tók vel í erindið og lýsti yfir ánægju með sam- starfsvilja bæjarstjóranna. Óskað var eftir því að bæjar- stjóri boði samráðsfund bæj- arstjórnar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur og sveitar- stjórnar Súðavíkurhrepps til viðræðna um sameiginlega tæknideild og önnur málefni er varða samstarfsverkefni sveitarfélaganna. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Bangsadagurinn haldinn hátíðlegur Á föstudag var „Bangsadagurinn“ haldinn hátíðlegur á bókasafni Ísa- fjarðar sem og víðsvegar annars staðar en síðan 1998 hafa bókasöfn á Norðurlöndum haldið upp á daginn. Fjölmörg börn lögðu leið sína á bókasafnið til að taka þátt í dýrðunum en meðal þess sem börnin gátu gert sér til dundurs var að hlusta á upplestur úr bangsasögum, horfa á bangsamyndband, lita bangsamyndir og taka þátt í bangsaverðlaunaleik. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin hlusta hugfangin á bangsasögu. 44.PM5 5.4.2017, 13:037

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.