Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 02.11.2006, Qupperneq 10
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 200610 „Kannski eru þetta bara Blaðamaður Bæjarins besta brá sér á dögunum til Bolungarvíkur til að heimsækja þær systur Mariu Jolöntu, sem betur er þekkt sem Mariola, og Elzbietu Kowalczyk. Þær ættu að vera mörgum Vest- firðingum vel kunnar þar sem þær hafa komið víða við í tónlistinni. Mariola er í sambúð með Zbigniew Jan Jaremko og Ella, eins og hún er kölluð, er í sambúð með Magnúsi Ólafs Hanssyni og eiga þau saman soninn Sigurjón Józef. Systurnar ólust upp í litlum bæ uppi í fjöllunum í Póllandi. Á unglingsárunum lá svo leiðin til Kraká, þar sem þær lögðu báðar stund á tónlist. Þær segja okkur hér frá upp- vextinum í heimalandinu, kommúnismanum og falli hans, trúnni og komunni til Íslands. ola og Eva voru líka báðar búsettar í Kraká, þannig að þær voru þarna til að passa mig, því ég var bara 14 ára.“ – Þið eruð þrjár systurnar? „Þetta er sonurinn“ segir Mariola og bendir á systur sína. „Ekki alveg fullkominn“ segir Ella og mikil hlátrasköll brjótast út. – Bjugguð þið saman á meðan námi stóð í Kraká eða voruð þið á heimavist? M: „Ég leigði alltaf á meðan ég var í námi. Námið sem ég var í tók sex ár sem var það lengsta sem boðið var upp á í skólanum. Það var bæði söng- ur og leiklist. Venjulegt nám á hverskyns hljóðfæri tók fjögur ár, en ef þú varst að taka tónfræði líka tók það fimm ár. Þá leigði ég herbergi á stúdentagörðum sem var mjög hentugt og líka ódýrara. Eftir að ég fór út á vinnu- markaðinn byrjaði ég að leigja herbergi, en það var alltaf svo- lítið erfitt. Ég var til dæmis að leigja hjá gamalli konu her- bergi þar sem ég hafði aðgang að klósetti og það kostaði meira en helminginn af laun- unum mínum. Síðan giftist Eva systir og hún fór að leigja húsnæði af frænku mannsins hennar, seinna fór ég leigja þar líka. Ég keypti síðan íbúð- ina og á hana enn í dag. Þegar gamla konan sem átti hana dó fór ég að falast eftir því að fá að kaupa hana, en íbúðin var ríkiseign svo það var nú ekki hlaupið að því. Þegar gamla konan dó var ég enn í íbúðinni og skrifaði umsókn til dómara um að fá að búa þarna áfram. Þetta ferli tók tvö ár því það voru alltaf einhverjir í kerfinu mótfallnir því að selja mér íbúðina.“ E: „Kerfið var bara svo allt öðruvísi en það er í dag, það er varla nokkur leið að útskýra það, ég er ekki viss um að börnin okkar komi einu sinni til með að skilja það. Ég meina, það var þannig að við þurftum að koma með miða til að geta keypt smjör. Það var allt á miðum.“ – Fenguð þið þá hefti úthlut- að í hverjum mánuði? „M: Nei, það var ekki einu sinni hefti, bara bréfsnepill með pínulitlum miðum, sem á stóð: kjöt, smjör, súkkulaði, vodka og svo framvegis. Síð- an þegar þú sóttir þessa hluti voru þeir klipptir út af blaðinu í versluninni.“ – Fékk þá hver og ein fjöl- skylda svona hefti? E: „Nei, þetta var fyrir ein- staklinga, hver og einn fékk sitt blað. Ef þú varst yngri en 18 ára fékkstu minna.“ Fall kommúnismans – Hvenær féll kommúnis- minn? M: „Það var 1989.“ E: „Í kringum 1979-80 byrj- aði ólgan og árið 1981 varð borgarastyrjöld“ M: „Það var alveg hræði- legt. Ég var búin að vera í frábæru partýi hjá vinkonu minni þarna 12. des., það var ótrúlega fallegt veður og snjór yfir öllu. Við fórum svo heim um miðnættið og við vorum að spá í hvað þetta væri, þegar að við sáum skriðdrekana, við héldum bara að þetta væri ein- hvers konar æfing. Konan sem ég leigði hjá fór alltaf út í sveit um helgar. Næsta dag, ætlaði ég að hringja í vin minn en fattaði að síminn væri bil- aður og hugsaði með mér hvers vegna konan hefði ekki látið mig vita að síminn væri bilaður. Síminn var ekki bilað- ur, það var bara búið að loka fyrir alla símnotkun. Við vor- um ekki með neitt sjónvarp og ég hlustaði alltaf bara á tónlist en ekki á útvarpið. Þennan dag átti ég að koma fram á tveimur tónleikum. Þegar ég fór út svo til að syngja á þeim fyrri sá ég bara hermenn út um allt. Ég hitti þarna fólk sem ég þekkti og það sagði: „Mariola, það verða engir tónleikar í dag, það er komið stríð.“ Hermennirnir gengu um götur borgarinnar allir með byssur.“ E: „Eftir klukkan 10 á kvöld- in mátti ekki fara út og ef maður sást á ferli eftir þann tíma kom alltaf hermaður og spurði hvað maður væri eigin- lega að vilja úti á þessum tíma. Það var sem sagt útgöngubann frá klukkan tíu á kvöldin til klukkan sjö á morgnana. Þeg- ar þeir lokuðu símunum dó fullt af fólki, sem ekki náði í neinn sér til aðstoðar.“ – Undanfarinn að stríði er alltaf einhver, blaðamaður for- vitnaðist um hvort þær hefðu getað gert sér í hugarlund hvað var í uppsiglingu. M: „Þetta gerðist bara smátt og smátt, þetta var svona eins og gelgjur.“ E: „Já, það var svona hiti undir niðri og þetta byrjaði á verkfalli hér og verkfalli þar. Og fólk fór að segja: „við viljum breytingar, það er ekki hægt að lifa svona lengur. „Rússnesk stjórnvöld sem við vorum undir sögðu „þetta gengur ekki“ og ákváðu að stoppa fólkið og starf þeirra sem ennþá vildu breytingar breyttist í neðanjarðarstarf- semi, að sjálfsögðu voru líka margir þeirra fangelsaðir. Þetta virkaði líka þannig að þegar það voru einhverjir gestir í heimsókn, þurftu þeir auðvitað að vera farnir klukk- an tíu, þegar að útivistarbann- ið skall á. Ef það hins vegar dróst máttir þú eiga von á því að það væri bankað kannski klukkan hálf ellefu og fyrir utan stæði lögreglan sem spurði gestina spjörunum úr, hvort þeir ættu heima þarna og hvað þeir væru þá að gera ef þeir átti heima einhvers staðar annars staðar.“ M: „Það var sko þannig að þú þurftir að vera með kort stimplað af yfirvöldum sem staðfesti það hvar þú ættir heima, s.s. skilríki með lög- heimili, ég var til dæmis á einhverjum tímapunkti með skráð lögheimili í Klikusawa. Ég var einu sinni heima hjá vinkonu minni um kvöld og klukkan var að verða eitt þegar að það var bankað, þar fyrir utan var lögreglan. Eva vin- kona fékk algjört sjokk og hún fór bara að bulla. Ég er svo mikil grýla að ég hefði bara Uppvöxtur í áhyggjuleysi – Hvar ólust þið upp? E: „Í Klikuszowa, í fjöllun- um. Það var gaman að vera þar og núna skiljum við það enn betur sem fullorðnar mann- eskjur. Þetta voru allt aðrir tímar, þarna er afskaplega fall- egt og rólegt. Ég upplifði líka þessa miklu von sem ríkir hjá krökkum og spurninguna um hvað verður þegar að ég verð fullorðin, hvað fer ég að gera og tilhugsunin um allt sem maður getur gert. Mariola og Eva ( þriðja systir innskot blaðamanns) voru lengur fram á unglingsaldurinn í Klikus- zowa en ég, þær kláruðu þar menntaskóla.“ M: „Þá var ég 18 ára og þaðan fór ég í nám til Kraká og flutti inn á stúdentagarða. Skólakerfið í Póllandi er frá- brugðið því íslenska, þar er barnaskólinn í 8 ár, síðan fór ég til Nowitarg í menntaskóla þar sem ég lauk prófi svipuðu stúdentsprófi. Ég lærði á fiðlu frá því ég var 9 ára með grunn- skólanáminu. Síðan fór ég og lærði söng með menntaskól- anum. Loks fór ég svo til Kraká og fór þar í tónlistarhá- skóla.“ – Er tónlistarnámið í Pól- landi innifalið í skólanum, eða þurftuð þið að taka það sam- hliða skyldunámi eins og hér? E: „Það var ekki inn í nám- inu, við tókum það alveg sér í grunnskólanum allavega. Það eru reyndar til grunnskólar sem eru með tónlistarnámi inniföldu, en það er bara að finna í stórum borgum eins og Kraká og Varsjá. Sama á við um menntaskóla, í þessum borgum eru skólar þar sem tónlistin er inni í skólanum. Ég fór í menntaskóla í Kraká þar sem tónlistin var innifalin í skólanáminu. Það var að mörgu leiti betra. Mari- „Ég hitti þarna fólk sem ég þekkti og það sagði: „Mariola, það verða engir tónleikar í dag, það er komið stríð.“ Hermennirnir gengu um götur borgar- innar allir með byssur.“ 44.PM5 5.4.2017, 13:0310

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.