Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 19

Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 19
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 19 Sælkeri vikunnar er Elísa Stefánsdóttir á Ísafirði Matseðill að stelpukvöldi Sælkeri vikunnar býður upp á forrétt, bragðmikla kjúkl- ingasúpu og ljúffengan eftir- rétt. Elísa segir að þetta verði matseðillinn á stelpukvöldi hjá sér. Hún bendir á að hægt er að „styrkja“ fordrykkinn ef fólk vill. Brauð t.d. speltbrauð er gott með súpunni og létt- hrærður sýrður rjómi. Eftir- rétturinn er ættaður frá systur hennar Elísu. Shirley Temple 5 dl Ginger Ale 5 dl appelsínusafi. 2 msk grenadine Ísmolar. Blandið öllu saman í könnu. Bragðsterk kjúklingasúpa fyrir sjö 5 msk matarolía 2 msk karrý 3 hvítlauksrif, söxuð 1 blaðlaukur, saxaður 3 paprikur í mismunandi litum, saxaðar 100 g rjómaostur ½ til 1 flaska Heinz chilli sósa (fer eftir hvað fólk vill sterkt) Salt og pipar, eftir smekk. 2 teningar kjúklinga-eða grænmetiskraftur Rjómi, mjólk eða vatn eftir smekk 600 til 800 g af kjúkling. Steikið kjúklinginn. Hitið olíuna í potti, setjið síðan krydd, grænmeti, rjómaost- inn, chillisósuna og kraft í pottinn, blandið vel saman, hitið í ca 10 mín. Þynnið með rjóma, mjólk eða vatni. Skerið kjúklinginn í hæfilega bita og bætið þeim út í. Hitið saman smástund. Berið fram með brauði og létthrærðum sýrðum rjóma. Eftirrétturinn hennar Briss! 1 flaska Cremefine vanilla frá Maizena (ef ekki til þá er hægt að nota Cremefine til piskning og bæta 1½ - 2 tsk af vanilludropum út í) Ávextir t.d. jarðarber, ban- anar, döðlur. Heslihnetuflögur. Þeytið rjómann. Skerið niður ávextina og blandið vel saman við heslihnetuflögurn- ar. Blandið rjómanum varlega saman við. Sannir sælkerar geta stolist til að blanda súkku- laðispænum eða súkkulaði- rúsínum saman við. Ég skora á Elsu Margréti Magnúsdóttur í Hnífsdal að koma með næstu uppskrift úr glænýja eldhúsinu sínu. Rebekka Skarphéðinsdóttir í prinsessuleik. Sendandi: Linda Björk Pétursdóttir. Sendið okkur ljósmyndir sem þið viljið koma í blaðið á net- fangið frettir@bb.is með nafni sendanda. Myndirnar mega vera af hverju sem er, eina sem þið þurfið að gera er að fanga augnablikið og senda okkur myndina í góðri upplausn ásamt upplýsingar um hvað er að eiga sér stað í rituðu máli. Augnablikið... Í uppáhaldi hjá Rúnari Óla Uppáhalds… Bókin: Sú sem ég er að lesa þá stundina. Núna er það The Worst Journey in the World um kapphlaupið á Suðurpólinn. Kvikmyndin: Lock stock and two smoking barrels, fyndnasta mynd í heimi. Tónlist: Rokk og ról. Íþróttagrein: Skíði, ísklifur og siglingar. Maturinn: Gott sjávarfang af ýmsum gerðum. Stundirnar: Kaldur og hrakinn á fjöllum og koma síðan heim í hlýjuna þreyttur og sáttur eftir góðan dag. Árstími: Vorin þegar vetur og sumar mætast. Hægt að fara á skíði en samt að spóka sig um í miðbænum á stuttermabolnum. Vefsíða: www.boreaadventures.com að sjálfsögðu. Rúnar Óli Karlsson starfar við ferða-, umhverfis- og atvinnumál hjá Ísafjarðarbæ. Hann er einnig að starta nýju fyrirtæki í ferðaþjónustu með Sigurði Jónssyni. Mínútuspjall með Grími Atlasyni bæjarstjóra Fljót á járnbrautar- teina samfélagsins Sæll Grímur. Thelma heiti ég. Má ég spjalla við þig í eina mínútu. Þetta er nýjung í Mannlífi Bæjarins besta sem mig langar til að biðja þig um að vera fyrstur til að taka þátt í? „Já að sjálfsögðu, ég er alltaf til í stutt spjall“. Hvernig hefurðu það í Bolungarvík? „Ég hef það fjarska fínt og við erum sátt í alla staði hérna í Bolungarvík“ Hvað hefur verið svona helst á dagskránni síðan þið fluttuð? „Fyrst þurftum við að finna okkur samastað og koma okkur fyrir. Svo náttúrulega þurftum við að hjálpa börnunum að aðlagast.“ Hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið afar vel, börnin voru fljót að komast inn á járnbrautarteina samfélagsins. Fyrstu mánuðirnir fór í þetta og svo var ég líka að stofna hljómsveitina Grjóthrun í Hólshreppi.“ Já, hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Við erum búnir að spila á einum hljómleikum. Þá kunnum við tvö lög en spiluðum tíu lög. Við munum einnig spila á tónleikum með Baggalút hér í Bolungarvík þann 11. nóvember.“ Já, það ætti að vera gaman. „Já, við verðum að hita niður eins og það kallast. Þá munum við kunna tíu lög og spila tíu.“ Jæja Grímur nú er mínútan að verða liðin, gangi þér bara vel með þetta allt saman og takk fyrir spjallið. „Það var nú minnsta málið, takk sömuleiðis.“ Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér auglýsingapláss í aðventublaði BB sem kemur út í byrjun desember. Þá hefur mikið verið pantað í BB í desember sem og á bb.is. Þeir sem einn eiga eftir að tryggja sér auglýsingapláss er góðfúslega bent á að hafa samband sem fyrst við Sigurjón í síma 456 4560. Að undanförnu hefur miðstig Grunnskólans á Ísafirði verið í þemaverk- efni sem hefur það að markmiði að nemendur læri að skipuleggja vinnu sína sjálfir, vinna með ólíkum aðilum, læra um ákveðin lönd og síðast en ekki síst hefur sköpunargleði nemenda fengið að njóta sín.Í verkefninu var nemendum skipt í hópa eftir því hvaða lönd þeir velja að vinna með en ekki eftir aldri eins og venjan er í skólanum. Í hádeginu á föstudag var svo boðið til sýningar á því sem nemendur hafa verið að gera. Þjóðadagur í Grunnskóla Ísafjarðar Horfur á föstudag: Suðvestanátt og vætusamt, einkum vestantil á landinu. Horfur á laugardag: Suðvestanátt og vætusamt, einkum vestantil á landinu. . Horfur á sunnu- dag: Hvöss suðlæg átt og rigning í flestum landshlutum. Milt í veðri. Horfur á mánudag: Norðlæg átt og kólnar með snjókomu fyrir norðan, en þurrt og bjart sunnantil. Helgarveðrið 44.PM5 5.4.2017, 13:0319

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.