Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 21

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 21
GOMUL GULLKORN Óli Helgi hóf að iðka dragg í Laugarlækjaskóla árið 1994, þar sem hann fór hamförum í gervi Lollu, og kom svo fjórum árum síðar aftur fram á sjónarsviðið en hét þá Mary. Eftir það týndist kvenmaðurinn í Óla Helga á meðan hann sinnti leiklist í sýningum Fjölbrautaskólans ( Breiðholti, Cry Baby (2001) og ABBA-söngleiknum Thank you for the Music (2002). Haustið 2002 fann pilturinn sitt sanna stolt í keppninni um titilinn Draggdrottning íslands 2002 sem Lady Luber-Kate og hafnaði í 6. sæti. í Thank you for the Music hlaut Óli Helgi nafnbótina Óli the Star sem breyttist í Starinu í febrúar 2003 á gay-balli á litla sviðinu á Broadway. „Vertu þú sjálf(ur)," segir Starina sem vissulega á til ýmsar hliðar. Hingað til hefur hún þó bara sýnt sínar bestu hliðar og lætur því Ijós sitt óspart skína. "Be yourself!" is the motto of Starina, one of our outstanding drag queens, who performs at the open air concert in Lækjargata 9 August. Þú þvingar ekki hefðbundinni hamingju upp á fólk „Öll viljum við að börnin okkar verði ham- ingjusamir einstaklingar, og við vitum að sá sem víkur á afgerandi hátt frá því sem er almennt viðurkennt og viðtekið getur átt erfitt uppdráttar ( samfélaginu. Þetta er hin klassíska saga um Ijóta andarungann. Þess vegna fyllast foreldrar ótta gagnvart kyn- hneigð barna sinna og óttinn verður þess valdandi að þeir reyna að þvinga börn sín undir viðtekið gildismat samfélagsins. En það er ekki hægt að þvinga hefðbundinni ham- ingju upp á fólk. Því aðeins getur einstakling- urinn öðlast hamingju að hann fái að vera maður sjálfur með fullum rétti og virðingu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi 1992 Ef Kristur kæmi aftur „Það er sorglegt að æðsti maður kaþólsku kirkjunnar sem er ein stærsta kirkja í heimi skuli hafa svo fornaldarlega sýn á hlutina og fordæma f raun og veru hluta sköpunarverks þess Guðs sem hann segisttrúa á. Það virðist skorta á að kirkjunnar menn velti þvf fyrir sér hvort Kristur væri eins og þeir ef hann kæmi aftur hingað eins og boðað er að hann muni gera." Heimir Már Pétursson IDV 2000 Tilvist okkar eykur fjölbreytnina „Ég skil ekki hvernig hægt er að telja ást synd- samlega, enda hef ég aldrei beðið Guð fyrir- gefningar á því að vera lesbía. Ég er mann- eskja og því margt fleira en lesbísk kona. Ákveðinn hluti kvenna hefur þessar til- finningar til annarra kvenna, við erum af- sprengi þjóðfélagsins og að mínu mati eykur tilvist okkar fjölbreytnina í því. Ég get illa svar- að því hvað felst meira í því að vera lesbísk. Svona eru mínar tilfinningar!" Elisabet Þorgeirsdóttir i Mannlífi 1987 Hvaða flær eiga heima á rófunni? „Það er mjög stór hópur af hommum og les- bíum á Islandi sem er í felum. Það er ekkert undarlegt. Ég veit um fólk sem hefur misst bæði vinnu og húsnæði eingöngu af þessari ástæðu. Sjálf hef ég misst húsnæði fyrir að vera lesbísk. Þarna gjöldum við þess að vera minnihlutahópur, á sama hátt og til dæmis útlendingar, sérstaklega þeldökkir. Margir samkynhneigðir hafa flúið land, Þeir eru eiginlega sexúalpólitískirflóttamenn. Þetta er skrýtið því að í rauninni er heimurinn eins og hundur með flær; það þýðir lítið að fara að flokka hvaða flær eigi heima á rófunni og hvaða flær megi búa annars staðar á hund- inum." Guðrún Gfsladóttir ( Pressunni 1990

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.