Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Side 35
getur verið hræddur og feiminn," segir
Elías og furðar sig. „Ég fór með það út á
Vesterbrogade, gekk þar langa leið og
settist niður á bekk á litlu torgí við kirkju
og dró þetta upp og las."
Þurfa þeir ekki að viðurkenna
að þeir séu hommar?
Til að gera langa sögu stutta byrjaði Elías
hægt og bítandi að kynnast samfélagi
homma. í Kaupmannahöfn þreifst all-
blómlegt samfélag sem hann tók
nokkurn þátt í.
„Það voru jafnvel haldin böll. Þar komu
íslenskir menn sem ég hafði ekki
hugmynd um að væru hommar." Elías
segir þó að það hafi oftast verið þeir sem
þekktu hann en ekki öfugt, enda var
hann orðinn nokkuð kunnur í Reykjavík
á þessum árum. Hann segir mér frá
þegar hann fór með einn íslenskan kunn-
ingja sinn á svona ball:
„Hann hafði varla þorað að fara
þangað því hann sagði að það gætu
verið Islendingar þarna sem sæju hann.
Hann var í skápnum, þessi maður, eða
hélt hann væri það. Það vissu allir í
bænum að hann var hommi.
Þegar við komum þarna - ég
bauð honum og borgaði þótt
hann væri miklu ríkari en ég -
þá var hann dauðhræddur við
að fara inn, óttaðist að
lögreglan myndi gera rassíu.
„Nei, það er lítil hætta á því,"
sagði ég, „því að þeir eru búnir
að fá leyfi fyrir þessari sam-
komu og það er ekki hleypt inn
öðrum en þeim sem borga."
„En þurfa þeir ekki að viður-
kenna að þeir séu hommar?"
segir hann. „Það held ég ekki,"
segi ég. Svo þegar við komum
þarna og ég er búinn að borga
segir hann: „Þarna situr Islend-
ingur sem þekkir mig," og Elías
sýnir með leikrænum tilbrigðum
örvæntingarsvip félaga síns.
„Það munaði minnstu að
hann færi út, en við gengum að
Islendingnum og ég kynnti mig.
Hann var einn af þessum hommum sem
seinna kvæntust og hurfu aftur inn í
skápinn.
Það voru sumir strákar sem ekki voru
í skápnum á tímabili, kvæntust svo og
hurfu inn í skápinn aftur ef svo má segja
og hættu að umgangast homma. Sumir
eru jafnvel nokkuð þekktir menn, en ég
nefni engan þeirra á nafn. Þetta er
dálítið skrýtið fyrirbæri, og þó ekki. Þeir
hafa kannski alltaf verið bísexúal og hitt
einhverja stúlku sem hefur ja ..."
Elías leyfir mér að giska í eyðurnar.
Ekkert að kyssast og kjassast
Á 6. áratugnum eignuðust hommar á
íslandi athvarf í kaffihúsi á Laugavegi 11:
„Það var ósköp skemmtilegur staður
að því leyti að þangað komu menn á
ýmsum aldri, bæði karlar og konur.
Þarna var gjarnan menntaskólafólk og
listamenn. Það var langt frá því að
Laugavegur 11 væri einhver sérstakur
hommastaður því að það komu svo
afskaplega margir þarna."
Elías segir að það hafi samt ekkert
verið amast við hommunum: „Það fór
mjög vel um þá," segir Elías og segir
hommana ekkert hafa farið leynt þarna.
„Veitingastúlkurnar voru mjög alminleg-
ar og ekki stuggað við neinum nema
þeim sem voru drykkfelldir, en mjög
drukknir menn fengu ekki afgreiðslu."
Menn voru samt ekkert að kyssast og
kjassast á Laugavegi 11: „Nei, nei. Þeir
höfðu nóga aðra staði til að gera það.
Þetta var afar siðsamur staður og huggu-
legur."
Elías segir mér frá hommapartýum
sem haldin voru í heimahúsum og líflegu
tilhugalífi sem átti sér stað í sundlaugum
bæjarins og annars staðar. Hann segir
mér frá því sem virðist hafa verið smátt
en samheldið samfélag homma í
Reykjavík. Það virðist af frásögn hans
sem það hafi alls ekki verið svo slæmt að
vera hommi ( Reykjavík á þessum tíma.
Þetta vefst fyrír mér enda hef ég lesið og
heyrt fjölda frásagna af því hvað það var
erfitt hlutskipti að vera samkynhneigður
allt fram á síðasta áratug, og er jafnvel
enn í dag:
„Ég skal segja þér eitt," segir Elías og
setur upp spekingslegan svip: „Ég held
að hommar hafi farið mjög misjafnlega
út úr þessu eftir því hvort þeir voru kven-
legir eða ekki. Ef hommar eru áberandi
kvenlegir þá held ég að samfélagið
hneigíst miklu fremur til að stríða þeim
og leggja þá í einelti. Mun frekar en ef
þeir eru karlmannlegir og ekki hægt að
sjá á þeim að þeir séu hommar."
Sjálfur flokkast Elías með karlmann-
legum hommum: „Mér var aldrei strítt á
því að vera kvenlegur, enda held ég að
ég sé hvorki kvenlegur í rödd né
hreyfingum - ekki neitt að ráði að
minnsta kosti." Elías segir að það hafi
verið vel þekkt á vinnustað hans að hann
væri fyrir karlmenn en aldrei hafi honum
þótt það koma niður á framkomu fólks
við hann: „Og aldrei varð ég var við að
nokkur væri að tala um það eða jafnvel
hugsa um það."
Elías segir þó að vitaskuld hafi upplif-
un manna verið misjöfn. Sumir hafi átt
afskaplega erfitt með að sætta sig við
hlutskipti sitt og reynt í lengstu lög að
leyna kynhneigð sinni fyrir ættingjum
sínum. Pilturinn, sem fyrr var minnst á,
kom út úr skápnum gagnvart móður
sinni þegar hann ungur maður: „Hún
varð afskaplega sorgmædd fyrst," segir
Elías um viðbrögð hennar. „En hún
jafnaði sig fljótt."
Undir trjánum í Búkarest
Elías segist þó aðeins einu sinni hafa átt
kærasta. Hann minnistá nokkur skemmri
ástarsambönd en kallar þó aðeins einn
pilt kærasta. Það var ungur Islendingur
sem hann hitti fyrst á ráðstefnu í
Búkarest. Þeir voru saman í þrjú ár:
„Ég kynntist honum 1953. Ég er þá
Listamenn á Laugavegi 11. Jón Laxdal, Eiías Mar, Kristinn Gestsson, Sturla Tryggvason og Dagur Sigurðarson.
Myndin er tekin um 1955
35