Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 42

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 42
Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á tuttugu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið hefur verið notaður í réttindabaráttunni. Sögu bleika þríhyrningsins má rekja til Þýskalands nasismans þegar hommar voru látnir bera merki með bleikum þríhyrningi í fangabúðum nasista. Árið 1989 vakti regnbogafáninn þjóðarathygli í Bandaríkjunum þegar leigjandi vann mál gegn leigusala sem hafði bannað honum að flagga fánanum af svölum íbúðar sinnar í Vestur-Hollywood. Nú er regnbogafáninn viðurkenndur af Alðjóðlegu fánanefndinni og blaktir við hún á hátíðisdögum samkynhneigðra um allan heim. REG BOGAF NINN Litir hafa löngum verið mikilvægir í sögu lesbia og homma. Á Viktoríutímanum í Englandi var græni liturinn tengdur við samkynhneigð. Fjólublár varð tákn fyrir baráttu samkynhneigðra seint á sjöunda áratugnum og vinsælt slagorð þeirra tíma var „Purple Power". Bleikt er eins og áður var nefnt liturinn í bleika þríhyrningnum og hefur líka á ýmsum tlmum átt sam- leið með samkynhneigðum. Gilbert Baker notaði upphaflega átta liti í fánann sinn: bleikan, rauðan, appelsínugulan, gulan, grænan, bláan, indigo og fjólubláan. Baker sagði þessa liti tákna kynhneigð, líf, lækningu, sól, náttúru, list, jafnvægi og anda, og að þeir vísuðu í landið handan regnbogans í Galdrakarlinum í Oz. Þegar Baker hélt af stað með fyrsta fánann sem hann hafði saumað og litað í höndunum í fánaverksmiðju til þess að láta fjöldaframleiða hann, reyndist liturinn „hot pink" ekki vera fáanlegur. Fyrsta útgáfa fánans var því með sjö röndum. Þegar Harvey Milk, hommi og borgarstjóri í San Francisco, var myrtur í nóvember 1978 skyldi nýi fáninn prýða göngu sem samtök samkynhneigðra stóðu fyrir eftir harmleikinn. Þá var indigo-liturinn fjarlægður svo að tala randanna yrði jöfn því að þrír litir fánans skyldu fylgja annarri hlið göngunnar og þrír litir hinni. Þar með voru rendur fánans orðnar sex, jafn- margar og þær eru í dag. Hinn upphaflegi sjö lita regnbogafáni Gilberts Baker á aldarfjórðungsafmæli á þessu ári. Að því tilefni hefur InterPride látið gera grtðarlangan fána og bútar úr honum ferðast nú um heiminn. Von er á nokkrum metrum af þessum afmælis- fána til íslands á hátíðahöldum Hinsegin daga í ágúst.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.