Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Qupperneq 44

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Qupperneq 44
GOMUL GULLKORN Upplausnin veður yfir „Ég tel að ósk samkynhneigðra sem fjallað er um í þessum lögum og gengur mjög skammt, að minnsta kosti að þeirra mati, sé krafa um sérréttindi. Ef samkynhneigt fólk á að fá rétt- indi til staðfestrar samvistar, eins konar vígslu fram hjá kirkjunni, af hverju ættum við þá ekki að leyfa fjölkvæni og barnagiftingar sem tíðkast víða um heim. Upplausnin veður yfir nútímaþjóðfélag, agaleysi, oft virðingarleysi, og ég held að tilhliðrun í þessum efnum sem hér um ræðir sé ekki af hinu góða." Árni Johnsen á Alþingi 1996 Þegar lúðalubbar rengja tilfinningarnar „Fyrir börnunum mínum er fullkomlega eðlilegt ástand að eiga tvo pabba og hingað til hafa ekki komið upp nein vandamál. Þau dvelja mikið hjá okkur og vilja til að mynda halda afmæli heima hjá okkur jafnt og hjá móður sinni. Skólinn hefur einnig verið frábær í sam- starfi og á hrós skilið. Það var einnig sérstaklega gaman að sjá hversu áhugasöm börnin okkar voru um staðfestingu sambúðar okkar og höfðu þau sérstaklega gaman af að segja fólki frá veislunni. Ég get því sagt að hræðsla fólks við að börn, sem alist upp hjá samkyn- hneigðum foreldrum, verði fyrir einhverjum skaða eða aðkasti, er algjörlega ástæðulaus. Fólk er alltaf hrætt við það sem ógnar þeim veruleika sem það þekkir. Ég er orðinn þreyttur á því að alltaf skuli vera dregnir upp einhverjir lúðalubbar til að rengja tilfinningar mínar. Ég get nefnilega alveg sagt ykkur sjálfur frá því hvernig mér líður og engir ofstækismenn með Biblíuna á lofti geta breytt því hver ég er." Felix Bergsson i Vikunni 2000 FRÆÐSLA • MANNVERND • SÝNILEIKI Ráðgjöf og stuðningur á vegum Samtakanna '78 Á vettvangi Samtakanna '78 býður ráðgjafi upp á einkaviðtöl. Þau eru einkum ætluð lesbíum og hommum sem þarfnast aðstoðar til að ráða fram úr málum sínum, hvort sem þau eru tilfinningalegs og félagslegs eðlis. Auk þess hafa félagsráðgjafar, námsráðgjafar og sálfræðingar samband við ráðgjafann til þess að fræðast um félagslega stöðu og tilfinningar lesbia og homma þegar slíkir skjólstæðingar leita þeirra. Anni G. Haugen félagsráðgjafi sinnir þessu starfi á vegum félagsins. Ýmsir leita til ráðgjafans um það bil sem þeir játa kynhneigð stna fyrir sjálfum sér og heiminum. Hvað bíður mín þegar ég hef tekið þetta skref? Hvernig á ég að segja mínum nánustu fréttirnar? í hvaða röð á ég að nálg- ast þá sem ég segi þetta? Hvernig tek ég á höfnun? Get ég búið mig undir það sem í vændum er með því að lesa mér til eða læra af öðrum? Oft leiða viðtölin til þess að aðstandendur óska eftir að ræða við félagsráðgjafann því að þeir eru oft og tíðum óviðbúnir tíðindunum og þurfa líka stuðning. Hægt er að panta við- tal hjá ráðgjafanum með því að hringja á skrifstofu félagsins alla virka daga milli kl. 14-16, sími 552 7878. We welcome to ourhotels ICELANDAIR HOTELS www.icehotel.is • Tel. 444 4000 FÖSTUDAGURINN 8. ÁGÚST STRÁKABALL fabio White einn þekktasti plötuþeytir lundúnaborgar FRIDAY 8 AUGUST BOYS ONLY DANCE WITH DJ FABIO WHITE FROM LONDON Laugardagurinn 9. ÁGÚST Gay Pride ball nieð Fabio WHITE Saturday 9 August Gay Pride Dance with DJ Fabio White 44

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.