Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 13
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS12
uppbyggingu á svæðinu var haldið áfram næsta árið en um verkið sáu bæði
íslenskir og danskir smiðir. Samkvæmt heimildum taldist svæðið fullbyggt 1909.18
Fyrsta skipið lagðist að bryggju í Viðey í febrúar 1908 með saltfarm til fisk-
vinnslu en vinnsla fisks hófst þar í maí sama ár. Allar aðstæður í Þorpinu voru
góðar, t.d. í saman burði við Reykjavík. Þar var hafskipabryggja og ofan við
hana var stór vatns tankur og lágu vatnsleiðslur beint niður að höfn. Þetta var
mun meira hagræði en í Reykjavík þar sem vatni var komið til skipa með því
að dæla því á tunnur og ferja út til skipanna. Það sama gilti um olíu flutninga,
kol og aðra birgðasölu til skipanna þar sem hægt var að landa öllum varningi
beint í skipin í stað þess að sigla með hann á bátum frá skipum og í land
eins og í Reykjavík. Nýjungarnar í Viðey vöktu líka verð skuldaða athygli og á
fyrstu starfs árum Milljóna félagsins skrifuðu forsvars menn þess undir fjölmarga
samninga um þjónustu, geymslu og birgðasölu. Slíkir samningar voru m.a.
gerðir við Danska olíu félagið um geymslu á allri olíu sem þeir flyttu til Íslands,
við danska flotann um geymslu á kolum sem skip flotans notuðu hér á landi og
við Sam ein aða danska gufu skipa félagið um geymslu og afhendingu um hleðslu-
vara og kola til landsins.19 Stöðin þjón ust aði einnig ensk, norsk og frönsk fisk-
veiði skip og unnu hluta af þeim afla sem þau veiddu. Helstu út flutnings vörur
Milljóna félagsins voru flatt ur þorskur þurrkaður í skreið, salt fiskur, freðýsa,
stein bítur, lýsi, þurrkaðir sund magar, söltuð hrogn, beitu síld og æðardúnn.
Sem dæmi um um fangið má nefna að salt fisk út flutningur fyrir tækisins var
um 40% af allri saltfisk sölu úr landi árið 1910.20 Árin 1910-1913 voru mikill
uppgangstími í Þorpinu. Þá var að meðal tali eitt skip í höfn á dag, árlega landað
50-60.000 smá lestum af vörum og mest verkuð um 9200 skips pund af fiski.21
Fyrir tækið skilaði gróða flest fyrstu árin og Þorpið í Viðey óx. Í upphafi gerðu
forsvars menn stöðvarinnar ráð fyrir að vinnuaflið í Viðey yrði að stórum hluta
farand verka menn sem ynnu þar á vertíð en ættu sér þar ekki varanlegt heimili.
Íbúa fjöldi í Þorpinu jókst þó fljótt og árið 1912 hófst barnakennsla í einu af
húsunum í Þorpinu fyrir börn starfsmanna Viðeyjar stöðvar.22
Þrátt fyrir að flest gengi hinu nýja fyrirtæki í haginn á yfirborðinu fór
fljótt að halla undan fæti. Fyrirtækið hafði fjárfest gríðarlega fyrstu starfsár sín
og fyrir hvíldi starfsemi þess að stóru leyti á dýrum lánum. Eigið fé þess var
frá upphafi takmarkað og olli það oft vandræðum við að halda fullum rekstri
18 Thor Jensen 1983, bls. 108.
19 Thor Jensen 1983, bls. 90-91.
20 Ásgeir Jakobsson 1990, bls. 311.
21 Thor Jensen 1983, bls. 91-92. Skipspund er 320 pund eða 160 kg.
22 „Milljónarfélagið IV“, bls. 455-456 og Sóknarmanntöl fyrir Viðey 1908-1940; Heimir Þorleifsson
1991, bls. 32.