Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 20
19ÞORPIÐ Í VIÐEY
Flestir heimildamennirnir töldu að fjölskyldan hefði haft fáa hluti með
sér til Viðeyjar, þó oftast borð, stóla og jafnvel hillur og bedda en rýmið í
íbúðunum var í öllum tilfellum af skornum skammti og því lítið pláss fyrir
annað en það allra nauðsynlegasta. Flestar íbúðanna voru litlar og samanstóðu
af eldhúsi, stofu og einu svefnherbergi, auk þess sem víða voru geymslur í
kjöllurum. Í fjölskyldum þeirra heimildamanna sem rætt var við sváfu ýmist
allir saman í svefnherberginu eða í svefnherbergi og stofu og var oft mjög
þröngt á þingi, enda áttu þeir heimildamenn sem rætt var við á bilinu fjögur
til 13 systkini. Þetta var vafalaust ein af ástæðum þess að börnin léku sér oftast
úti yfir daginn, enda lítið rými fyrir stóra barnahópa innandyra í þrengslunum.
Öllum heimildamönnum bar saman um að matarvenjur hefðu verið
nokkuð fast skorðaðar. Flest fengu þau hafragraut á morgnanna, heitan mat
í hádeginu og á kvöldin og kaffibrauð þess á milli. Fiskur virðist hafa verið
algengasta fæðan á borðum, enda alltaf auðvelt að kaupa fisk á svæðinu.
Saltfiskur var algengur en einnig var borðaður fiskur sem veiddur var við
bryggjuna, s.s. ufsi og koli. Margir söltuðu einnig kjöt til vetrarins og svo
var víða hænsnakjöt á boðstólnum öðru hvoru. Eins og vænta má var
einnig talsvert um slátur og súrmat. Flestar fjölskyldurnar voru með stóra
matjurtagarða, þar sem kartöflur, rófur, rabarbari og fleira þvíumlíkt var ræktað
sem var svo nýtt í stöppur, grauta og súpur. Flestar mæðurnar bökuðu einnig
talsvert af sætabrauði, s.s. lagtertur, vínarbrauð og kleinur og margar bökuðu
einnig brauð, t.d. rúgbrauð. Hveiti, hafrar, sykur og önnur sambærileg vara
var vanalega keypt í sekkjum fyrir veturinn og ýmist geymd í kjöllurum
húsanna eða í geymsluskúrum sem voru að baki flestum húsunum.
Börnin í Þorpinu sóttu skóla í skólahúsinu yfir vetrarmánuðina. Utan
skólatíma hjálpuðu þau flest mikið til heima, söfnuðu rekavið í eldinn,
aðstoðuðu við matseld, sáu um hænurnar, unnu í kálgörðunum eða gættu
yngri systkina. Stundum gátu þau líka unnið sér inn aura við fiskverkun á
meðan hún var og hét eða með því að velta tómum tunnum að olíutankinum.
Þrátt fyrir að þau hefðu flest ýmsum skyldum að gegna töluðu þau mikið um
útileiki, bú sem þau áttu, veiði við bryggjuna og ýmislegt annað sem sveipaði
æsku þeirra ævintýraljóma í minningunni.
Viðmælendurnir bjuggu allir í Þorpinu á síðustu árum þess þótt þeir
elstu myndu svolítið eftir síðara velmegunarskeiði í eyjunni. Því gáfu
viðtölin skýrasta mynd af lífinu í Þorpinu eftir að velmegunarárum þess var
lokið og daglegt líf flestra í eyjunni var að stóru leyti byggt á sjálfsþurft.
Heimilda menn okkar bjuggu í þorpi þar sem fólki fækkaði óðum, þar sem
áður hafði verið rafmagn, líflegur iðnaður og fólk í hverju húsrými en nú