Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 21
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS20
stóðu eftir tómar íbúðir, læst atvinnu húsnæði, vatns kranar sem ekkert vatn
fékkst úr og ljósarofar án rafmagns. Þrátt fyrir þetta virtist reynsla þeirra af
upp vaxtar árunum og lífinu í Þorpinu almennt fremur jákvæð. Heimilda-
mennirnir sögðu okkur sögur af samfélagi sem var markað af smæð sinni en
mjög samheldið, af frelsinu sem fólst í því að alast upp í Þorpinu og hvernig
barnahópurinn þar hélt lengi vel áfram að vera stór og þéttur þrátt fyrir að
full orðnu fólki fækkaði mikið, enda sýnir manntal frá 1938 að af 42 íbúum
sem skráðir voru með lögheimili í Þorpinu var meira en helmingur börn sem
er talsvert yfir lands meðaltali á þeim tíma.46 Ástæðan var m.a. sú að það var
einna erfiðast fyrir fjölskyldur með mörg börn á framfæri að finna húsnæði
og vinnu annars staðar og að auki var álitið að Þorpið væri þrátt fyrir allt
góður staður til að vera með mörg börn þar sem þorpsbúar höfðu ýmsar
leiðir til að afla sér matar, þar var t.d. jarðrými til að rækta kartöflur og kál,
hægt að halda húsdýr og íbúar gátu róið til fiskjar.
Heimildamenn úr Þorpinu í Viðey virðast sammála um að samfélagið
þar hafi verið lítið en samheldið. Þeir heimildamenn sem rætt var við
sögðust margir enn líta á sig sem Viðeying eða Þorpsbúa. Samfélagið virðist
þó hafa verið svolítið tvískipt á köflum og skiptist annars vegar í kjarna
Þorpsins, heimamennina sem tilheyrðu gjarnan stórum fjölskyldum sem
bjuggu í eyjunni allt árið um kring og hins vegar aðkomufólk sem fluttist
þangað tímabundið á vertíðum eða í sumarfríum. Vertíðarfólkið var gjarnan
yngra og því fylgdi líf og fjör. Svo langt sem heimildamenn þekktu til var
samgangur milli aðkomufólks og heimamanna ekki mikill þó að samskiptin
væru oftast vingjarnleg og á góðum nótum. Ekki náðist í heimildamann úr
síðarnefnda hópinum þannig að frásagnir heimildamanna endurspegla í raun
aðeins líf þeirra sem áttu sér varanlegt heimili í Þorpinu. Þessi aðgreining
milli heimamanna og þeirra sem aðeins ætluðu að dvelja þar um stutt skeið
endurspeglast einnig í frásögnum af barnaheimili sem rekið var í eyjunni árin
1937-1938. Þrátt fyrir að í Þorpinu væri stór hópur barna fyrir þá var enginn
samgangur á milli hópanna tveggja.47
Börnin sem ólust upp í Þorpinu í upphafi 20. aldar áttu sjálfsagt flest
frábrugðna æsku frá foreldrum sínum, ömmum og öfum. Þrátt fyrir að þau hafi
mörg hver þurft að byrja að vinna snemma og að auki flest hjálpað mikið til við
heimilið þá lýsa þau æsku sem var án efa að mörgu leyti frábrugðin barnæsku
fyrri kynslóða. Börnin áttu sér leiksvæði og leikföng og þótt heimildamenn
hafi mest talað um útileiki, bú með legg og skel og annað sem tíðkast hafði
46 Sóknarmanntöl fyrir Viðey 1908-1940 og Örvar B. Eiríksson 2003. bls. 38-39.
47 Áslaug Jóhannsdóttir 2006, bls. 38-39; Svavar Skúlason. Viðtal 26. janúar 2011.